Metfjöldi útkalla hjá þyrlusveit Gæslunnar

IMG_1036_þyrla_lagf_25

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2024. Alls var sveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem er 31 útkalli meira en árið 2023. Af útköllunum 334 voru 135 farin á fyrsta forgangi og 150 á öðrum forgangi. Ríflega helmingur útkallanna voru vegna sjúkraflutninga eða um 183 útköll. Sjúkraflutningum á landi og sjó fjölgaði um […]

Heimild veitt fyrir allt að 20 borholum

Haugasvaedi 20250113 105005

Vestmannaeyjahöfn hefur verið veitt heimild til framkvæmdar á allt að 20 borholum vegna jarðvegs-rannsókna innan svæðis á Helgafellshrauni sunnan Eldfells og oft kennt við Haugasvæði. Með grjótleitinni er vonast til að hægt verði að finna álitlegt berg sem hægt verði að nýta til hafnarframkvæmda og er hugmyndin er að nýta það til uppfyllingar á Eiðinu. […]

Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra […]

Dýrasta ferðin

Flugvollur

Lömbin þagna Í árhundruðir voru náttúruhljóð það eina sem dundu á Eyjamönnum, söngur fugla, jarmið í rollunum, niður hafsins, vindur og regn svo ekki sé talað um mannamál hér og þar. Bátarnir liðu hljóðlausir frá festum sínum í höfninni sem var eins og vogur sem skar eyjuna og norðurkletta. Svo kom 1906. Fólk er allskonar. […]

MATEY framtak ársins

Sjávarréttahátíðin MATEY hlaut Fréttapýramídann 2024 sem framtak ársins. MATEY hefur verið haldin árlega síðan 2022. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja halda hátíðina í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjum, Ísfélag og Vinnslustöð, veitingastaði auk fleiri aðila. Markmiðið er að vekja athygli á sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum og á sjávarfangi Eyjanna. Einnig að styðja við sjálfbæra nýtingu hráefna úr sjónum og draga […]

Gular viðvaranir víðast hvar

Gul Vidv 110125

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. Suðaustan hvassviðri með rigningu (Gult ástand) Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í nótt kl. 02:00 og gildir til kl. 08:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Allvöss eða hvöss suðaustanátt og talsverð rigning. Búast má við […]

Gísli Valtýsson – Alltaf traustur bakhjarl

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár.  Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]

Aðalinngangur Íþróttamiðstöðvar lokaður tímabundið

ithrottam

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Íþróttamiðstöð lokar aðalinngangur frá og með 9. janúar. Áætlað er að hefja framkvæmdir nýbyggingar við norðurhlið íþróttasals í þessari viku, þarf því að loka aðalinngangi íþróttamiðstöðvar tímabundið. Allir gestir þurfa að notast við inngang austur hlið hússins (við gamla sal). Verið er að vinna að bættri lýsingu bæði á bílaplani austan […]

Aglow – Fyrsta samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs. Fyrsta Aglow samvera ársins 2025 verður í kvöld 8. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum […]

Einar Hlöðver  – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]