,,Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti“

Binni Opf

Sigurgeir B. Kristgeirsson svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Kolbrún gagnrýndi í helgarblaði Morgunblaðsins málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjalda-umræðunni á Alþingi. Sagði hún m.a. það vera sjálfsagt af forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, að gagnrýna þetta nýja Íslandsmet í ræðu sinni við þingsetningu og nefna að hugsanlega væri tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum. Grein Sigurgeirs […]

Auglýst eftir umsóknum – menning, listir, íþróttir og tómstundir

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári. Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar […]

Ný stjórn Á.t.V.R. – fjölbreytt dagskrá framundan

Á aðalfundi Á.t.V.R. þann 28. maí sl. var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa: Rúnar Ingi Guðjónsson, formaður, Petra Fanney Bragadóttir, varaformaður, Hjördís Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, ritari og Ófeigur Lýðsson, samfélagsmiðlar. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið undirbúi nú fjölbreytta dagskrá fyrir komandi starfsár. Þar má nefna regluleg söngkvöld, spilavist/spilakvöld, stuðningsmannakvöld með ÍBV […]

Slippurinn – Ekkert til sparað á lokakvöldi

„Við vitum að þetta sumar á eftir að verða tilfinningaþrungið. Við erum staðráðin í að kveðja með reisn og gera þetta að eftirminnilegu lokasumri. Við opnuðum Slippinn 21. maí sl. og lokakvöldið er 13. september,“  segir Gísli Matthías Auðunsson, listakokkur og hugsjónamaður í viðtali í maí blaði Eyjafrétta. Og nú er komið að því, Slippnum sem ásamt […]

Vann rúmar 4,8 milljónir – rétt eftir að bíllinn bilaði

Lotto

Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með ungum fjölskylduföður sem hreppti 3-faldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto í gærkvöldi – vinning upp á rúmar 4,8 milljónir króna. Dagurinn hófst ekki vel: bíll fjölskyldunnar var á verkstæði og símtal frá þeim staðfesti versta ótta – bíllinn þurfti nýja vél. „Ég sagði í hálfkæringi að […]

Áherslan á virkni og hæfingu í stað vinnu og hæfingu

Heimaey Kerta

Heimaey – vinnu- og hæfingarstöð var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Silja Rós Guðjónsdóttir, Björg Ólöf Bragadóttir og Þóranna Halldórsdóttir fóru yfir vinnu starfshóps á vegum fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna endurskoðunar á starfsemi Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöð. Markmiðið með endurskoðuninni er að efla Heimaey sem hæfingarstöð með áherslu á starfs- og […]

Árekstur á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar

20250908 125553

Í hádeginu í dag varð umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar þegar tveir pallbílar lentu í nokkuð hörðum árekstri. Á gatnamótunum eru umferðarljós. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að það sem vitað sé á þessari stundu er að talsvert eignatjón er á bifreiðum og minniháttar meiðsli. „Vinna stendur […]

Allskonar fólk

MyndGJÁ

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég  held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar […]

Baldur hefur siglingar á mánudag

Herjólfur IV mun sigla til Hafnarfjarðar næstkomandi sunnudag þar sem hann verður tekinn í slipp. Framundan er reglubundið viðhald og yfirferð á skipinu, sem tryggir áfram öruggar og áreiðanlegar siglingar milli Vestmannaeyja og landsins. Á meðan Herjólfur er í slipp tekur ferjan Baldur við áætlunarferðum og mun hefja siglingar á mánudaginn n.k. (meira…)

Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk íþróttahéraða á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Fundað var í Vestmannaeyjum. Fram kemur í frétt á umfi.is að markmiðið með fundinum hafi verið að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega. „Þetta var fyrsti samráðsfundur íþróttahéraða á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.