Stórleikur í Eyjum í 8-liða úrslitum

Nú í hádeginu var dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla. ÍBV var í pottinum og Eyjamenn voru heppnir, fengu heimaleik. Andstæðingurinn gat hins vegar varla verið sterkari, Íslands- og bikarmeistarar KR. Stórleikur umferðarinnar verður því í Eyjum. (meira…)
Fjögur þúsund eintök seld

Matreiðslubókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur hefur slegið í gegn síðan hún kom út í apríl síðastliðnum. Samkvæmt nýjum bóksölulista er hún söluhæsta bók landsins það sem af er þessu ári en hún hefur selst í yfir fjögur þúsund eintökum. (meira…)
�?ar sem hjartað slær

Nú er biðin á enda. Þjóðhátíðarlagið 2012 er hér frumflutt. Það eru Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja sem flytja þjóðhátíðarlagið í ár sem heitir Þar sem hjartað slær. Forsöngvari er Sverrir Bergmann. Lagið er eftir Halldór Gunnar Pálsson og textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson. Magnús samdi einmitt þetta lag, Ísland er land þitt, sem Fjallabræður sungu […]
Meira ber á hraðakstri

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast sl. viku. Lögreglan þurfti að hafa afskipti, og eftir atvikum, aðstoða nokkra einstaklinga vegna ölvunarástands þeirra. Allir komust þó heilir til síns heima. Einnig þurfti að sinna nokkrum hávaðaútköllum í heimahúsum og kvartana um hávaða frá veitingahúsum. (meira…)
Ljót aðkoma að fiskakerjunum á Vigtartorginu

Hún var ljót, aðkoman að fiskakerjunum á Vigtartorginu í gær. Búið var að drepa fiskana og slíta krabbana í sundur og deyða. Myndin sem hér fylgir segir meira en mörg orð, en hún er tekin af facebooksíðu Gísla Stefánssonar. (meira…)
Evrópuleikur Eyjamanna á Hásteinsvelli

„Eyjamenn spila Evrópuleikinn á Hásteinsvelli eins og að var stefnt,“ sagði Gunnar Gylfason starfsmaður KSÍ, við Morgunblaðið í gærkvöld en Gunnar skoðaði í gær framkvæmdir Eyjamanna við nýja stúkubyggingu. Stúkan mun rúma tæplega 800 manns í sæti en án hennar er völlurinn ekki löglegur í Evrópukeppninni. (meira…)
Kastaðist 17 metra af vélhjóli

Véhjólamaður ók framan á bifreið á Tangagötu í Vestmannaeyjum á fjórða tímanum í dag með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins kastaðist 17 metra fram fyrir sig og skall í götuna að sögn vakthafandi lögreglumanns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Ökutækin komu úr gagnstæðri átt og voru bæði óökufær eftir slysið. Ökumaður vélhjólsins, sem er 31 árs […]
14 ára játaði íkveikju í Eyjum

Fjórtán ára piltur hefur játað fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreið við Skvísusund í Vestmanneyjum í nótt. Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út um klukkan hálf þrjú, stóðu þá logarnir út úr bifreiðinni þannig að nálægt hús var í hættu. (meira…)
Eyjamenn ekki í vandræðum með Hött

ÍBV vann sannfærandi sigur á Hetti frá Egilsstöðum en liðin áttust við í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á Hásteinsvelli í kvöld. Munurinn á úrvalsdeildarliði ÍBV og 1. deildarliði Hattar var nokkur en lokatölur urðu 6:1 fyrir ÍBV. Staðan í hálfleik var 4:0 en Eyjamenn gerðu í raun út um leikinn strax í fyrri hálfleik. (meira…)
�?jóðhátíðarlagið frumflutt á morgun

Þjóðhátíðarlagið 2012 verður frumflutt á morgun, eftir því sem fram kemur á Dalurinn.is. Lagið verður frumflutt á útvarpsstöðvum 365 miðla, Bylgjunni, FM957, X-inu og Létt-Bylgjunni á sama tíma, eða um hálf tvö á morgun. Höfundur lags er kórstjóri Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson en textann semur Magnús Þór Sigmundsson. Fjallabræður, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Sverrir Bergmann flytja […]