Nýr þjónustubíll hjá Vestmannaeyjabæ

Thjonustubill Vestmannaeyjar Is 2

Vestmannaeyjabær hefur tekið í notkun nýjan þjónustubíl sem ætlaður er til að styðja við aldraða og fatlaða í samfélaginu. Í frétt á vefsvæði bæjaryfirvalda segir að bíllinn sé sérútbúinn og rúmar tvo hjólastóla auk átta sæta, og mun gegna lykilhlutverki í því að auðvelda fólki sem ekki getur keyrt sjálft að komast til og frá […]

Stormur á Stórhöfða

Vindurinn neær nú orðið stormstyrk á Stórhöfða. Klukkan 10 í morgun mældust þar 23 m/s og sló mest upp í 30 m/s í hviðum. Gul viðvörun er  bæði á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11.00 og gildir til klukkan 20.00 í kvöld. Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar í morgun en ölduhæðin […]

Gul viðvörun syðst á landinu

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Suðurlandi vegna austan hvassviðri syðst á svæðinu. Tekur viðvörunin gildi á morgun, þriðjudag kl. 12:00 og gildir til kl. 20:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 13-20 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með snörpum vindhviðum, varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Hægari vindur annars […]

Íslandsmót golfklúbba fór fram um helgina

Íslandsmót golfklúbba fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum dagana 22.–24. ágúst. Keppt var í 1. deild kvenna 50+ og 2. deild karla 50+, og alls tóku 16 klúbbar þátt í mótinu. Að lokinni keppni stóðu Golfklúbbur Skagafjarðar og Golfklúbbur Keilis uppi sem Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Lið Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) stóð sig einnig vel. Kvennasveitin […]

Hækkandi ölduspá þegar líður á kvöld

Tilkynning frá Herjólfi Vegna veðurs og ölduspár vill Herjólfur vekja athygli farþega á mögulegum breytingum á ferðum. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum, þar sem aðstæður geta breyst með stuttum fyrirvara. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar: Farþegar athugið – 25.-26.ágúst 2025 Mánudagur 25.ágúst. Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér […]

Einingahúsið tekur á sig mynd

Við sögðum frá því hér á síðunni fyrir helgi að verið væri að hífa einingar á nýtt einingarhús við Vesturveginn. Nú er búið að hífa allar einingarnar á og húsið komið í þrjár hæðir. Ljósmyndari Eyjafrétta smellti nokkrum myndum af húsinu í gær. Sjá einnig: Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg (meira…)

Grunnskólinn settur – Kveikjum neistann megin stefið

Nemendur í Grunnskóla Vestmmannaeyja eru samtals 534 og kennarar og annað starfsfólk telur 122, samtals 656 sem gerir Grunnskólann að særsta vinnustað í Vestmannaeyjum. Þar af eru í Hamarsskóla 180 nemendur og starfsmannafjöldi 52. Þar eru 52 nemendur og 14 starfsmenn á fimm ára deildinni og 74 nemendur og tíu starfsmenn á frístund. Í Barnaskólanum eru 354 nemendur og […]

​Óska eftir lóð undir aðra seiðaeldisstöð

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn frá Laxey um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru. Í umsókninni er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1. […]

Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg

Í morgun vakti athygli bæjarbúa í Vestmannaeyjum þegar stórir kranar hófu að hífa nýtt hús í einingum ofan á grunn við Vesturveg. Fram kom í tillögu að breyttu skipulagi að gert sé ráð fyrir fyrir tveggja hæða húsi auk kjallara á lóð við Vesturveg 6 þar sem geti verið allt að 5 íbúðir. Grunnflötur byggingareits […]

Ný staðföng á ljósleiðaranet Eyglóar

linuborun_0423

Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að eftirfarandi staðföng hafi nú bæst við ljósleiðaranet Eyglóar: Brekastígur 15B Dverghamar 42, Dverghamar 8 Goðahraun 9 Hólagata 11 Hrauntún 31 Höfðavegur 34 Illugagata 8 Kirkjuvegur 28 – 3 þræðir Ofanleitisvegur 19 Vestmannabraut 19 Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.