Strengurinn kominn um borð í prammann

Viðgerðarstrengnum hefur verið komið fyrir um borð í prammann, Henry P Lading, sem verður notaður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3. Lagt verður af stað frá Rotterdam í Hollandi til Íslands í kvöld og reiknað með að strengurinn verði kominn til Vestmannaeyja fimmtudaginn 29. júní. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Hér má sjá myndband frá […]
Viðbygging við Sóla, framkvæmdir og staðan í dag

Opnuð var ný deild á leikskólanum Sóla í mars síðastliðnum. Á fundi fræðsluráðs í mars 2022 voru skoðaðar leiðir til að mæta þeim áskorunum sem bærinn stóð fyrir varðandi aukna þörf á leikskólaplássi. Ákveðið var í framhaldinu að byggja við Sóla og framkvæmdir við skólann hófust í október 2022. Framkvæmdum er að mestu lokið, þó […]
Mín Heimaey – Goslokalag 2023 eftir Pétur Erlendsson

Goslokalag Vestmannaeyja í ár ber nafnið Mín Heimaey og er eftir Pétur Erlendsson. Hlusta má á lagið hér fyrir neðan og link á Spotify má finna hér. (meira…)
Strætó til Landeyja á 5.700 krónur

Vegagerðin hefur ákveðið að hækka fargjöld í Strætó á landsbyggðinni. Stakt fargjald fer úr 490 kr. í 570 kr., sem er hækkun um 16,3%. Þetta er gert í samræmi við hækkanir á gjaldskrá hjá Strætó bs. og taka breytingarnar gildi þann 1. júlí nk. Í dag kostar 4.900 kr. fyrir fullorðna að ferðast með Strætó […]
Fjölbreytt dagskrá á Goslokum

Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra. Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði […]
„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]
Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk

„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna […]
Erum að kroppa ágætlega á Víkinni

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Þorlákshöfn sl. laugardag. Aflinn var mest þorskur og ýsa en einnig var dálítið af ufsa og löngu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að aflast hafi jafnt og vel í veiðiferðinni. „Við vorum að veiðum á Péturey og Vík, tókum eitt hol á Höfða og […]
Ný sorpílát kosta á sextándu milljón

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið meðal efnis var breyting á fyrirkomulagi sorphirðu. Fram kom að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leitaði eftir tilboðum í tvískipt sorpílát vegna breytinga á sorphirðu. Alls bárust 2 tilboð. Íslenska gámafélagið 15.624.000 kr. Terra 20.568.624 kr. Í niðurstöðu sinni samþykkyi ráðið að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og fól […]
Kári Kristján framlengir

Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)