Landeyjahöfn ófær, hægt að fljúga

Flugfélagið Ernir fór aukaferðir í gærkvöldi með hóp á vegum Grunnskóla Vestmannaeyja sem átti pantaða ferð til Kaupmannahafnar í dag. Fólkið komst ekki með Herjólfi í gær eftir að hætt var við siglingar um Landeyjahöfn. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. (meira…)

Allar ferðir til �?orlákshafnar

Herjólfur mun í dag eingöngu sigla til og frá Þorlákshöfn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Í tilkynningunni segir að það sé gert vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn en siglt var frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og frá Þorlákshöfn verður farið 11:15. Þá verður siglt síðdegis frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn […]

Áfram siglt í Landeyjahöfn

Herjólfur mun sigla áfram í Landeyjahöfn fram yfir helgi en farið verður eftir sjávarföllum, öldufari og veðri, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Farnar verða þrjár ferðir á dag og er búið að opna fyrir bókanir í þessar ferðir. Farþegar eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir með farmiða sína. (meira…)

�??Semjum ekki við náttúruöflin�??

„Við ætlum að leysa þetta mál eftir því sem frekast er kostur, en við verðum og erum nauðbeygð til þess að gefa málinu tíma. Vegna þess við verðum að sjá hver framvindan verður í náttúrunni, og síðan taka mið af því,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, á Alþingi um Landeyjahöfn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf utandagskrárumræðu […]

Trúnaðarbrestur varð 1994

Fátt hefur verið um meira rætt í þjóðfélaginu en orð Páls Schevings, formanns þjóðhátíðarnefndar á kynn­ingarfundi um þjóðhátíð í Höllinni í síðustu viku. Þar sagði hann, að því miður virðist nærvera Stígamóta magna upp það vandamál sem kynferðisleg valdbeiting er. Þarna er hann svara spurningu um samskiptin við Stígamót á fundinum. Orðrétt svarar Páll: „Það […]

Bæjó-arnir mættust í matarslag

Í nýjasta þætti strákanna á Eyjar TV mætast þeir Guðjón Hjörleifsson, fyrrum bæjarstjóri og betur þekktur sem Gaui bæjó og Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri eða Elliði bæjó í matarkeppni hjá Einsa Kalda. Í keppninni fengu þeir félagar 25 mínútur til að elda löngu og risotto en sjón er sögu ríkari. Þáttinn má sjá hér að […]

Landeyjahöfn aftur opin

Landeyjahöfn var opnuð aftur í gær, miðvikudag, í fyrsta sinn í sléttar 16 vikur. Síðast sigldi Herjólfur í Landeyjahöfn miðvikudaginn 12. janúar. Þótt ekki sé búið að ná ­ fullri dýpt í og við höfnina er þungu fargi létt af Eyjamönnum enda hafa samgöngur eftir áramót færst ára­tugi aftur í tímann með tilheyrandi afleiðingum. Samkvæmt […]

Áfram siglt í Landeyjahöfn á morgun

Herjólfur mun sigla áfram í Landeyjahöfn á morgun fimmtudag. Siglt verður með tilliti til sjávarfalla og verða farnar þrjár ferðir. Fyrsta ferð er frá Eyjum 7:30 og frá Landeyjahöfn 8:45. Næsta ferð er svo 17:00 frá Eyjum og 18:30 frá Landeyjahöfn. Síðasta ferð dagsins er svo frá Eyjum klukkan 20:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 21:30. […]

Perlan á leið frá Landeyjahöfn

Dýpkunarskipið Perlan er á leið frá Landeyjahöfn en samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun gat skipið ekki athafnað sig sem skildi í hafnarmynninu og því talið ástæðulaust að hafa skipið á staðnum. Skandia mun hins vegar halda áfram en dýpkun í hafnarmynninu gengur hægt enda aðstæður erfiðar, vindasamt og sterkur straumur við höfnina. (meira…)

Dælurör brotnaði í Landeyjahöfn

Fjögurra klukkustunda töf varð á dýpkun Landeyjahafnar í nótt eftir að dælurör brotnaði. Dýpkað er við erfiðar aðstæður í mynni hafnarinnar en hún verður opnuð í dag eftir fjögurra mánaða lokun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þrýst á opnun Landeyjahafnar og bent á hagsmuni fyrirtækja í verslun og þjónustu. Um þúsund manns áttu bókað far til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.