Loðnuslútt í Höllinni

Næstkomandi laugardag verður haldið Loðnuslútt í Höllinni. Enginn annar en sjálfur Helgi Björns mun mæta ásamt fríðu föruneyti en boðið verður upp á glæsilegan matseðil og vonandi nýta sjómenn og loðnuvertíðarfólk þetta tækifæri til að slútta frábærri loðnuvertíð á heimaslóð. (meira…)

Athugað með seinni ferð um hádegi

Herjólfur sigldi ekki fyrri ferð til Þorlákshafnar í dag, mánudag vegna veðurs. Athuga á með seinni ferð skipsins um hádegi en nú er 25 metra meðalvindhraði á Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey er 7,8 metrar. Farþegar skipsins eru beðnir um að hafa samband í síma 481-2800 og fylgjast með fréttum um næstu ferð. (meira…)

Tvö jafntefli hjá ÍBV um helgina

Karlalið ÍBV lék tvo leiki í Lengjubikarnum um helgina. Í gærkvöldi léku þeir gegn Víkingi frá Ólafsvík en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Víkingar fengu tækifæri til að komast yfir í byrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu sem þeir nýttu ekki. Denis Sytnik kom ÍBV svo yfir með marki beint úr aukaspyrnu og í síðari hálfleik […]

Vinnslustöðin, áskorun og hrekkur

Nú er fjórði þáttur hjá strákunum á Eyjar TV kominn á netið. Í þættinum fara strákarnir m.a. í heimsókn inn í Vinnslustöð þar sem unnið var á vöktum í loðnuvertíð. Hjalti Enok fræddist um hrognavinnsluna áður en Bjarni Þór tók áskorun en það var að fara á nærbuxunum inn í frystiklefa og vera þar í […]

Landeyjahöfn opnar ekki um helgina

Ekki næst að opna Landeyjahöfn um helgina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem er rekstraraðili Herjólfs. Í tilkynningunni kemur fram að magn sandsins sem þarf að fjarlægja sé það mikið að helgin dugi ekki til þess, auk þess sem veður og ölduhæð kemur til með að tefja framkvæmdir. (meira…)

�?g bíð þín með óþreyju

Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í netfanginu og lenti […]

Mæla dýpi við Landeyjahöfn í dag

Siglingamálastofnun ætlar að mæla dýpi við Landeyjahöfn í dag, en þá kemur í ljós hvort Herjólfur getur bráðlega farið að sigla inn í höfnina. Sanddæluskipið Skandia vann við dýpkun í alla nótt og gengur dæling mjög vel. (meira…)

Upplýsingafundur um ESB umsóknarferlið.

Gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðismann í Ásgarði verður eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Hann fjallar um umsóknarferlið og verkefnin framundan, fjallar almennt um samningaferlið og svarar spurningum um ýmis álitamál. Tilvalið tækifæri að kynna sér ferlið og koma sjónarmiðum á framfæri. Fundurinn hefst kl. 11.00 og að sjálfsögðu verður heitt á […]

Veður, sjólag og samgöngur

Er það sem hvað helst er rætt í Eyjum í vetur og svo sem eðlilegt, enda skipta þessi 3 orð okkur gríðarlega miklu máli. Að undanförnu hafa fjölmargir sagt við mig að þessi vetur sé að verða óvenju harður. Þetta er alrangt og svona til að upplýsa fólk þá er þetta þannig, að eftir 24 […]

ÍBV skorar á bæjarstjórn út af stúkumálum

Í gær var haldinn aðalfundur ÍBV-íþróttafélags í Týsheimilinu. Meðal annars var samþykkt ályktun þar sem skorað er á bæjarstjórn að ganga til samninga við ÍBV-íþróttafélag um lausn á framtíðar áhorfendaaðstöðu við Hásteinsvöll. „Tryggt verði að ÍBV geti spilað heimaleiki sína á Hásteinsvelli hér eftir sem hingað til,“ segir í ályktuninni. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.