Norðanhviður gerðu Lóðsinum erfitt fyrir

Minnstu munaði að illa færi þegar verið var að snúa gámaskipinu Arnarfelli í Vestmannaeyjahöfn í morgun. Norðanátt er í Eyjum núna og koma stífar vindhviður við og við. Ein hviðan nánast feykti hinu risavaxna gámaskipi í átt að uppsjávarskipinu Sighvati Bjarnasyni VE, sem lá við löndunarhús Vinnslustöðvarinnar. En fyrir snarræði skipstjórnarmanna á hafnsögubátnum Lóðsinum, tókst […]

Uppsagnir hjá Póstinum

Ákveðið hefur verið að fækka bréfberum úr sex í fjóra í Vest­mannaeyjum og um leið verða póstburðarhverfin fjögur í stað sex eins og nú er. Í kjölfarið hefur tveimur af sex bréfberum verið sagt upp frá og með 1. júní þegar breytingin tekur gildi. (meira…)

Hallarlundur til heilla Liverpool?

Allir Púllarar eru hvattir til að mæta í Hallarlund á eftir þar sem leikur Liverpool og Braga í Evrópudeildinni verður sýndur í beinni frá Anfield. (meira…)

Góð ölduspá næstu daga

Eftir árstíðabundna ótíð að undanförnu lítur ölduspáin fyrir allra næstu daga sæmilega út. Dýpkunarskipið Skandia, sem beðið hefur færist í Vestmannaeyjahöfn, hóf síðdegis í gær störf við að hreinsa frá innsiglingu Landeyjahafnar. Miðað við mælingar hefur óverulega borist inn í höfnina eða framan við hana sem bendir til þess að dregið hafi úr efnisburði á […]

Fundu fíkniefni á farþega sem kom með Herjólfi

Við reglubundið eftirlit með komufarþegum Herjólfs var gerð leit hjá tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem voru að koma til Eyja. Báðir voru þeir færðir á lögreglustöðina og við leit í farangri annars þeirra fundust um 10 grömm af maríjúana og hassi. Einstaklingurinn viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau ætluð til eigin nota en þessi […]

Norrköping spennt fyrir Gunnari

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, skoraði eitt mark og lagði upp tvö fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping í gær. Liðið vann þá sigur, 5:0, á varaliði spænska félagsins Real Mallorca en Gunnar er í æfingabúðum með Svíunum á Mallorca og dvelur þar með þeim til þriðjudags. (meira…)

Dýpkun Landeyjahafnar hafin aftur

Dæluskipið Skandia hóf að dýpka Landeyjahöfn á ný síðdegis. Rétt um mánuði eftir komu skipsins til landsins er sjólag og veður loks hentugt til að dæla úr höfninni í nokkra daga samfellt. Áhöfnin hefur þurft að bíða lengi eftir norðanáttinni sem er heppilegasta vindáttin til verksins. (meira…)

Boltarnir í beinni í Höllinni

Boltaunnendur hafa í nógu að snúast í kvöld þegar íslenska landsliðið í handbolta leikur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM í Laugardalshöll. Auk þess verður stórleikur í Meistaradeildinni þegar Tottenham tekur á móti AC Milan í London og Schalke og Valencia leika í sömu keppni. Hægt verður að fylgjast með leikjunum í góðu yfirlæti í Höllinni […]

Fjör á öskudegi í Eyjum

Börn í Eyjum ganga nú á milli fyrirtækja og syngja fyrir viðstadda eins og venjan er á Öskudeginum. Í morgun var heljar mikið fjör í skólanum en þá tóku krakkarnir þátt í ýmiskonar stöðvavinnu áður en kötturinn var sleginn úr tunnunni. Eftir hádegi fara krakkarnir svo niður í bæ, syngja og fá smá glaðning fyrir. […]

Skandia fer væntanlega síðdegis að grafa

Nú er ölduhæð loksins komin undir tvo metra í Landeyjahöfn en öldudufl þar sýnir 1,5 metra ölduhæð. Til að dæluskipið Skandia geti athafnað sig í Landeyjahöfn verður ölduhæð að vera minni en tveir metrar. Skandia liggur þó enn við landfestar í Eyjum en skipið mun væntanlega sigla upp í Landeyjahöfn síðar í dag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.