Allt bendir til þess að FÍ hætti flugi 1. ágúst á næsta ári

Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að Flugfélag Íslands (FÍ) hætti flugi til Vestmannaeyja 31. júlí á næsta ári. Þá rennur út samningur FÍ og Vegagerðarinnar um flug til Vestmannaeyja. Þetta verður þó að líta á sem áfangasigur því núverndi samn­ingur rennur út um áramótin. Bæjarstjórn og hagsmunaaðilar í Eyjum vilja […]

Ávísun á verkfall sjómanna

„Menn eru náttúrulega gífurlega ósáttir og þetta er bara ávísun á verkfall,“ sagði Bergur Kristinsson, formaður skipstjóra og stýrimannafélasins Verðandi þegar hann var spurður út í afnám sjómannaaf­sláttarins. „Ég var á farmanna- og fiski­manna­þingi á fimmtudag og föstu­dag og þar var smá fjör. Þegar frétt­in um afnám sjómannaafsláttarins barst okkur, afþökkuðum við boð Jóns Bjarnasonar, […]

Fór á slysó eftir �?tsvar

Það er ekki með öllu hættulaust að taka þátt í spurningakeppninni á RÚV, Útsvari. Baráttan um bjölluna getur verið harðvítug og á því fékk Eyjamaðurinn Sighvatur Jónsson að kenna. Endaði á slysó eftir þáttinn. (meira…)

Nýju sturtuskattarnir

Það er þyngra en tárum taki að horfa á ríkisstjórnina útfæra og réttlæta nýju „framsæknu Norrænu velferðarskattastefnuna“ sína. Með kreppuna og erfiða stöðu ríkissjóðs sem afsökun láta vinstri flokkarnir gamla drauma um óskiljanlegt og ómarkvisst fjölþrepaskattkerfi loks rætast. Jöfnuður, réttlæti og sanngirni eru sögð markmiðin með þessum ósköpum en hver heilvita maður sér að þeim […]

Páll Rósinkranz leysir Helga Björns af hólmi

Jólahlaðborð Hallarinnar verður haldið föstudaginn 4. desember og að vanda verður hlaðborðið glæsilegt. Skemmtiatriðin verða heldur ekki af verri endanum en upphaflega átti Helgi Björnsson að syngja inn jólin fyrir veislugesti. Helgi forfallaðist hins vegar en varamaðurinn er ekki af verri endanum, flauelsbarkinn Páll Rósinkranz mun syngja jólalögin á jólahlaðborði Hallarinnar. Þetta kemur fram í […]

Vegleg Jólagjafahandbók með Fréttum

Eins og undanfarin ár gefur vikublaðið Fréttir út sína árlegu Jólagjafahandbók en handbókin kemur út með blaðinu í kvöld. Jólagjafahandbók Frétta er stútfull af skemmtilegu efni sem tengist jólunum á einn eða annan hátt auk þess sem lesendur geta fengið góða hugmynd að jólagjöfinni í ár. Meðal þess sem er að finna í blaðinu er […]

Frostrósir í Höllinni í kvöld

Í kvöld klukkan 20.00 verða stórtónleikar í Höllinni þegar Frostrósir halda sína glæsilegu jólatónleika. Hópurinn er á hringferð um landið eftir vel heppnaða tónleika í höfuðborginni en þau Margrét Eir, Guðrún Gunnars, Hera Björk, Friðrik Ómar og Jóhann Friðgeir munu syngja jólin inn í Eyjum. Auk þeirra mun Hrynsveit Frostrósa, strengjakvartett og félagar úr skólakór […]

Loðnuleit ekki borið árangur

Loðnuleit hefur engan árangur borið enn sem komið er. Vika er nú liðin síðan skip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, hélt úr höfn í Reykjavík til leitar. Skipið er nú út af Vestfjörðum en þar er vonskuveður og ekki hægt að leita. Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir þó allt of snemmt að örvænta enda sé aðeins búið að […]

Flott handboltamót um helgina

Um helgina stóð ÍBV fyrir stóru handboltamóti. Alls mættu um 500 iðkendur ásamt fríðu föruneyti. Leikið var í 5. flokki drengja og stúlkna. Í drengjamótinu voru 30 lið og 28 hjá stúlkunum. Á laugardagskvöldinu var haldin mögnuð kvöldvaka sem hófst með Brekkusöng í kjölfarið hófst leikur milli Landsliðs og Pressuliðs þar sem einn iðkandi frá […]

Ívar Ingimarsson fór upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson

Ívar Ingimarsson, fyrirliði Reading, fundaði í gær með forráðamönnum félagsins um framtíð sína þar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgina hafnaði Ívar samningstilboði frá Reading en núgildandi samningur hans rennur út í vor. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.