Dætur Ramsay skömmuðu hann fyrir lundaát

Sjónvarpskokkurinn hranalegi Gordon Ramsay rifjar enn upp frækna Íslandsför sína þar sem hann lenti að eigin sögn í lífshættu við að veiða lunda. Nú segir hann frá því að dætur hans hafi ekki yrt á hann í margar vikur eftir að hann veiddi lunda og át úr honum hjartað á Íslandi, sem sýnd var í […]
Áflog en engar kærur

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglu í vikunni þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp. Nokkuð var um pústra, bæði við skemmtistaði bæjarins og inni á heimilum. Engar kærur liggja hins vegar fyrir þannig að líklegt er að sá ágreiningur sem var orsök þessara pústra hafi verið leystur án frekari […]
Reading og Esbjerg nálgast samkomulag um Gunnar Heiðar

Enska 1. deildarliðið Reading er við það að komast að samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg um að fá framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson leigðan út keppnistímabilið. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Bold.dk. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars, segir að leikmaðurinn eigi nú í viðræðum við Reading um kaup og kjör en samkomulag milli liðanna um lánsskiptin […]
Lýsi eftir minnihluta bæjarstjórnar

Það barst með póstinum 01. tbl. Fréttabréf Vestmannaeyjabæjar. Ómengaður áróðursbæklingur Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn ætla að láta okkur Eyjamenn borga áróðursbæklinga fyrir komandi kosningar. Ég segi nei takk og skora á minnihlutann að að láta þá ekki komast upp með þetta. (meira…)
Eyjapeyi fékk verðlaun í hugmyndasamkeppni

Á dögunum voru veitt verðlaun í Snilldarlausnum Marels – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna en þetta var í fyrsta skipti sem samkeppnin er haldin. Verkefnið var að gera sem mest úr herðatré en margar tillögur bárust dómnefnd. Fyrir flottasta myndbandið hlaut ungur Eyjamaður verðlaun, Kristinn Pálsson en hann bjó til myndband um hugmynd sína, „Í röð og reglu“. […]
Ein spurning og eitt svar dugar

Nú eru Íslendingar búnir að senda til Brussel tæplega 9.000 blaðsíður af svörum við 2.500 spurningum Evrópusambandsins vegna umsóknar okkar um aðild að ESB. Og á næsta ári ætlum við samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að eyða 250 milljónum króna til að ræða málin á grundvelli þessara spurninga og svara. Gott og vel. Það má færa ákveðin pólitísk […]
Byrjað að rífa Lifrarsamlagið

Vinna við niðurrif Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum, sem brann um miðjan október, hófst í morgun. Síðustu lýsisbirgðirnar voru fluttar úr húsinu á fimmtudag en um 140 tonn af lýsi hafa verið send til hreinsunar hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Jóhann Jónsson, sem hefur rekið Lifrarsamlagið síðustu fimmtán ár, telur líklegt að stærsta hluta lýsisins megi nýta, […]
Byggðasafnið óskar eftir jólamyndum á sýningu fyrir jólin

Það verður nóg um að vera í Safnahúsi í desember. Byggðasafnið óskar eftir jólamyndum frá fólki og aðventusýning verður sett upp í anddyri hússins. Samhliða sýnir Skjalasafnið gömul jólakort og Bókasafnið setur upp jólabækur. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, ætlar að setja upp stofu með gömlu jólaskrauti í anddyrinu og safnið stendur fyrir því að […]
Leikmenn ÍBV beint í löndun eftir sætan heimasigur

Peyjarnir í handboltaliði ÍBV kalla ekki allt ömmu sína en þeir unnu sætan sigur á Aftureldingu í dag í 1. deild karla. Sigurinn var mikilvægur en Aftureldinga hafði ekki tapað leik það sem af er vetrar á meðan Eyjamenn höfðu misstigið sig. En þrátt fyrir sigurinn sæta, voru leikmenn ÍBV ekkert að fagna sigrinum of […]
Eyjamenn að finna fjölina

Svo virðist sem lið ÍBV í karlahandboltanum sé smátt og smátt að finna fjölina eftir erfiða byrjun í 1. deildinni. Eyjamenn voru óheppnir að tapa gegn Fram í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi en bættu upp fyrir það í dag með góðum sigri á Aftureldingu. Lokatölur urðu 29:26 en staðan í hálfleik var […]