Ríkisstjórnin og Helguvík – með og á móti

Það er gott að Björgvin G. Sigurðsson taki nærri sér það sem sagt er um framgang Helguvíkurmálsins á Alþingi. Því það er forseti þingsins Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfyllkingar sem ákveður dagskrána. Hann hefur hingað til ekki tekið málið til umræðu þó enginn forseti hafi haldið eins marga og langa fundi á eins stuttum tíma og […]

Aflaverðmæti jókst um 40% í janúar á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 6,8 milljörðum króna í janúar 2009 samanborið við 4,8 milljarða í janúar 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 1,9 milljarða eða 40,3% á milli ára. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands. (meira…)

Framsóknarmenn opna á Selfossi í dag

Framsóknarflokkurinn opnar kosningaskrifstofu á Eyrarvegi 15b á Selfossi klukkan 17 í dag. Á morgun klukkan 14 verður opnuð skrifstofa á Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ og á sama tíma í gamla Essoskálanum á Hvolsvelli. Framsóknarmenn opna einnig kosningaskrifstofu á Hafnarbraut 14 á Höfn á morgun klukkan 14. (meira…)

Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja

Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja verður haldinn sunnudaginn 26. apríl klukkan 12.00 á Fjólunni. Boðið verður upp á súpu og kaffi. Dagskrá fundarins er: 1. Venjulega aðalfundarstörf, 2. Önnur mál. (meira…)

Af hverju að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Það styttist óðum í kosningar og ljóst að við okkur í Sjálfstæðisflokknum blasir við brekkan brött. Við hræðumst hins vegar ekki áskorunina enda er málstaður flokksins sterkur og Sjálfstæðisflokkurinn er einn fárra flokka, sem hefur farið í endurnýjun frambjóðenda. Þó ég hafi ekki kosningarétt hef ég mikið velt fyrir mér kosningabaráttunni. (meira…)

Álver og ný atvinna á alþjóðaflugvellinum til bjargar Suðurnesjum

Í sjötta kosningamyndbandinu ræðir Suðurlandið.is við Oddnýju Guðbjörgu Harðardóttur, bæjarstjóra í Garðinum, sem er í 2. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Oddný leiddi N-lista, lista nýrra tíma, til sigurs í sveitarstjórnarkosningum í Garðinum árið 2006. Þetta er hennar fyrsta framboð til alþingis og segist hún ekki hafa getað annað en svarað kallinu þegar leitað var til […]

Unnu og töpuðu fyrir San Roque

Eins og fram hefur komið hér á Eyjafréttir.is er karlalið ÍBV í knattspyrnu statt á Spáni þessa dagana við æfingar og keppni. Eyjamenn hafa leikið tvo leiki, gegn A- og B-liði San Roque. ÍBV tapaði fyrri A-liðinu 4:2 en vann svo B-liðið örugglega 6:1. Viðar Kjartansson skoraði bæði mörkin í tapleiknum og einnig tvö mörk […]

Starfsleyfið endurskoðað eftir fjögur ár

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest starfsleyfi Lýsis hf. í Þorlákshöfn sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands endurnýjaði í fyrrasumar. Sveitarfélagið Ölfus og nokkrir íbúar Þorlákshafnar kærðu til ráðuneytisins endurnýjun leyfisins. Einnig höfðu 530 manns, rúmur þriðjungur íbúa bæjarins, undirritað mótælalista gegn endurnýjun starfsleyfis Lýsis sem hefur starfrækt fiskþurrkun um árabil. (meira…)

Samfylkingin og sjávarútvegurinn

Kvótakerfið og nýting auðlinda hafsins er málefni sem lítil sátt er um. Núverandi handhafar kvótans eru eðlilega hræddir við allar breytingar á því kerfi sem nú er við lýði. Þeir hafa byggt upp fyrirtæki sín með fyrirfram gefnum forsendum. Margar hliðar eru á kvótakerfinu en þær snúa m.a. að mannréttindum, nýtingu auðlinda hafsins, rekstri útgerðar- […]

Sæþór komin í úrslit Íslandsmótsins

Í gærkvöldi tryggði hnefaleikakappinn Sæþór Ólafur Pétursson sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í íþróttinni þegar hann lagði Matthías B. Arnarson frá Æsi. Sæþór keppir í 75 kg. flokki en bardaginn í gærkvöldi stóð yfir í fjórar lotur og var hver lota tvær mínútur. Sæþór vann 2:1 en úrslitaviðureignin verður haldin næstkomandi laugardag í gömlu sundlauginni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.