Getspakir Selfyssingar

Selfyssingar hafa verið óvenju getspakir nú í haust og voru m.a. tveir með 13 rétta í þar síðustu umferð og einn spekingur var með 13 rétta í síðustu umferð og fékk sá einstaklingur nokkur hundruð þúsund í sinn vasa. Alltaf er boðið upp á kaffi og með því í Tíbrá á milli kl 11.00-13.00 á […]

,,Ástin á norðrinu�?

Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi 7.- 9. nóv. 2008 og Norrænu bókasafnavikunni 10. -15. nóv. n.k. verður efnt til óvenjulegrar sýningar í Listagjá Bæjar-og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Þemað verður ,,Ástin á norðrinu” – hvernig sem hver og einn upplifir eða skilur það. (meira…)

Saklaust ungmenni á Selfossi geymir bifhjól

Á föstudag komust lögreglumenn á snoðir um að verið væri að mála bifhjól í bílskúr á Selfossi. Grunsemdir vöknuðu um að hjólið væri stolið. Í ljós kom að hjólinu hafði verið stolið í Reykjavík og þjófurinn fengið saklaust ungmenni á Selfossi til að geyma hjólið. Sá grunaði var handtekinn og yfirheyrður ásamt manni sem handtekinn […]

Kastaði pakkanum yfir girðinguna.

Þrír karlmenn voru handteknir á Eyrarbakka síðastliðið miðvikudagskvöld. Þeir voru grunaðir um að hafa kastað fíkniefnum inn á lóð fangelsisins á Litla Hrauni. Við leit á svæðinu fannst pakki sem innihélt hvítar töflur og duft. Þetta reyndist vera amfetamín, tæplega 150 töflur og lítilræði af dufti. Einn hinna handteknu viðurkenndi að hafa verið með efnin […]

�?rjú skip losnuðu í óveðrinu

Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en undanfarnar vikur. Lögreglan þurfti þó að sinna nokkrum útköllum vegna þess óveðurs sem gekk yfir landið aðfaranótt 24. október sl., en m.a. höfðu þrjú skip losnað en í öllum tilvikum tókst að koma í veg fyrir tjón. Auk þess aðstoðaði lögreglan, að vanda, gesti […]

Guðmundi VE skipað í land

Togararnir Hákon EA, Vilhelm Þorsteinsson EA, og Guðmundur VE eru nú á leið í eftirlitsstöð skammt frá Tromsö í Noregi ásamt færeyska togaranum Nordborgin. Norska strandgæslan kom að togurunum inni á svæði sem nýlega hafði verið lokað. (meira…)

Gengust við innbrotum í Eyjum

Fimm ungmenni, sem handtekinn voru í síðustu viku vegna rannsóknar á innbrotum í Árnessýslu, reyndust hafa verið umsvifameiri en fyrst var talið. Tveir úr hópnum viðurkenndu að hafa framið innbrot í söluskálann Árborg við Árnes. Þá gengust þeir við nokkrum innbrotum í Vestmannaeyjum frá því í haust og hafa verið þar til rannsóknar. (meira…)

Verðbólgan er 15,9%

Ársverðbólgan er nú 15,9% en var 14% fyrir mánuði. Þetta er mesta ársverðbólgan síðan í maí 1990. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,16% frá því í síðasta mánuði. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 4,3% og verð á fötum og skóm um tæp 5%. Þetta kemur fram á vef hagstofunnar. (meira…)

Gjörningalistahópur í sundlauginni í Laugaskarði

Fjöllistakonan Kitty Von-Sometime fékk afnot af sundlauginni í byrjun október fyrir myndatökur með gjörningalistahópinn sinn Wired girls, skrýtnar stelpur. Þennan fallega haustdag fóru um svæðið 16 hafmeyjar sem voru myndaðar bæði á landi og í vatni. Undir –meira- sjá brot af myndunum sem voru teknar af Herði Ellerti Ólafssyni. (meira…)

Forsala á Verslunarmannaballið hefst í dag

Hið árlega Verslunarmannaball verður haldið í Höllinni næstkomandi laugardag. Skemmtidagskráin hefur sjaldan verið jafn glæsileg, Helga Braga stórleikkona og skemmtikraftur mun stýra veislunni og fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Forsala miða hefst í dag klukkan 14 en hægt er að nálgast miða í versluninni Axel Ó. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.