Aðför að grundvelli Frjálslynda flokksins

Svo virðist vera sem valdabrölt herji nú á Frjálslynda flokkinn enn einu sinni. Við getum ekki betur séð en verið sé að reyna yfirtöku á flokknum. Okkur líkar það illa, því við höfum í lengstu lög viljað stilla saman strengi og halda málefnum flokksins til streitu. En nú er ljóst að það er ekki hægt. […]
Góð æfing fyrir slökkviliðið

Klukkan 13:51 í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að sumarbústaðabyggð við Ofanleiti í Vestmannaeyjum en samkvæmt útkalli var talið að eldur væri í einum af sumarbústöðum sem þar eru. Svo reyndist ekki vera, aðeins rauk úr einum rafmagnskassa sem þar var í nágrenninum og virðist sem vatn hafi komist inn í kassann. (meira…)
Aflaverðmæti Guðmundar VE komið í 1100 milljónir króna

Í siðustu viku landaði Guðmundur VE 29, um 660 tonnum af frystum makríl og síldarafurðum. Aflaverðmæti veiðiferðarinnar var um 90 milljónir. (meira…)
Hvernig gekk spáin upp?

Keppni í fyrstu deild karla lauk um helgina. Fyrir mótið fékk Fótbolti.net fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna. Þjálfarar og fyrirliðar spáðu því að Víkingur Ólafsvík, Njarðvík og KS/Leiftur yrðu í þremur neðstu sætunum og sú varð raunin. Leiknir R. endaði einnig í sjöunda sæti eins og spáin hafði […]
Framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi

Almennur og fjölmennur íbúafundur í Sveitarfélaginu Árborg var í gærkveldi á Hótel Selfossi. Þar kynntu höfundar greiningarskýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri helstu niðurstöður um framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg. Umræður voru miklar og málefnalegar og fékk Menningarsalurinn í Hótel Selfossi töluverðar umræður eins og ætíð er menningarmál í Árborg koma til umræðu. (meira…)
Sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið brann

Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags brann sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið þar sem hún stóð á Grafningsvegi við Hagavík. Allt brann sem brunnið gat í bifreiðinni og málmurinn einn eftir. Bifreiðin hafði staðið þarna tæpar tvær vikur með sprunginn hjólbarða. Tilkynnt hafði verið um bifreiðina ti lögreglu nokkrum dögum áður en í henni kviknaði. (meira…)
Árni sækist ekki eftir forstjórastarfi Landsvirkjunar

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að hann hefði ekki sóst eftir embætti forstjóra Landsvirkjunar og sér hefði ekki verið boðið það starf. Fréttir í fjölmiðlum um slíkt væru uppspuni frá rótum. Árni sagði einnig að spurður, að sér vitanlega hefði ekki verið rætt um að hann hætti sem ráðherra í […]
Ný kórstjórn

Kór FSu hefur kosið sér nýja stjórn. Formaður er áfram Arna Lára Pétursdóttir. Aðrir í stjórn eru Viðar Stefánsson, Gunnlaugur Harðarson og Þorbjörg Matthíasdóttir. Margt verðu á döfinni í vetur en næst eru það tónleikar 21. okt. í Selfosskirkju og 22. okt. í Skálholti. Kórinn mun þá flytja kirkjutónlist. Starfið gengur vel og hefur kórinn […]
Minnisvarði afhjúpaður í Timburhólum

Sunnudaginn 21. september s.l. var afhjúpaður í skógræktarreit Ungmennafélagsins Samhygðar við Timburhóla, minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson. Þau voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var ötull í störfum fyrir mörg félagasamtök s.s. samtók sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna og umferðaröryggi. (meira…)
Grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem hafði í ýmis horn að líta í síðustu viku. M.a. þurfti að glíma við eignaspjöll, umferðaróhöpp og aðstoða ölvað fólk til síns heima. Lesa má dagbókarfærsluna hér að neðan. (meira…)