Aðild að ESB – til hvers?

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur blossað upp eftir gengisfellingu krónunnar um síðustu páska. Þeir sem vilja aðild tala gjarnan á þann veg að hún sé leiðin út úr erfiðleikunum í efnahagslífinu og að með aðild að ESB og evrunni muni efnahagslegur óstöðugleiki verða úr sögunni. (meira…)
12 hafa sótt útboðsgögn

Tólf verktakar hafa sótt útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fjölnota íþróttahúss í Vestmannaeyjum. Opnað var fyrir útboðin fyrir viku síðan en tilboð verða opnuð 11. nóvember næstkomandi á skrifstofu umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja bæjar á Tangagötu 1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fagnaði því hversu margir hafa sótt útboðsgögnin. (meira…)
Gamli sjóveitutankurinn á Skansinum lætur undan

Egill Egilsson, altmuligt maður hjá Vestmannaeyjabær var á sinni venjubundnu eftirlitferð á Skanssvæðínu í gærmorgun, þegar hann heyrði skruðninga og læti að baki sér. Þegar hann leit við var stór hluti af útveggjum gamla sjóveitutanksins á Skansinum að hrynja. (meira…)
Fundur – Framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi

Íbúum er boðið til fundar þar sem höfundar greiningarskýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri fara yfir og kynna helstu niðurstöður um framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg. Fundurinn verður haldinn í Aðalsal Hótels Selfoss, mánudaginn 22. september 2008 og hefst kl. 20:00. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri. (meira…)
Nýr starfsmaður á skrifstofu

Guðrún Elísa Gunnarsdóttir hóf störf á skrifstofu Flóahrepps 1. september s.l. Hún verður í 50% stöðugildi og mun annast símsvörun og önnur almenn skrifstofustörf. Guðrún Elísa býr í Hólshúsum, Flóahreppi og var boðin velkomin til starfa m.a. á ágætri heimasíðu Flóahrepps, www.floahreppur.is (meira…)
Tveir fyrstu til Litháen í vikunni

TVEIR litháískir karlmenn, sem nú sitja bak við lás og slá á Litla-Hrauni, verða væntanlega sendir til föðurlands síns í vikunni þar sem þeir munu ljúka við afplánun á dómum sem þeir hlutu hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Þetta eru fyrstu fangarnir sem sendir eru til Litháens samkvæmt samkomulagi við þarlend stjórnvöld. Litháísk […]
Hlutur tíu stærstu útgerðanna eykst

Tíu stærstu útgerðir landsins ráða 52,8% heildarkvótans. Er það örlítið meira en í maí þegar Fiskistofa gaf síðast út lista yfir stærstu útgerðirnar. HB Grandi hf. er sem fyrr kvótahæsta félagið, með liðlega 11% heildarkvótans, heldur minna en í vor. Fiskistofa hefur reglulegt eftirlit með kvóta stærstu handhafa aflaheimilda og eignatengslum þeirra og gefur út […]
Opnun hafnarmannvirkja í �?orlákshöfn

Fimmtudaginn 18. september 2008 voru ný hafnarmannvirki í Þorlákshöfn formlega tekin í notkun. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2004. Framkvæmdum við fiskiskipahöfn er þá formlega lokið samkvæmt því skipulagi sem lagt var upp með í byrjun síðasta kjörtímabils. (meira…)
Iðjuþjálfi ráðinn á HSu

Fanney B. Karlsdóttir iðjuþjálfi hóf störf við Heilbrigðisstofnun Suðurlands 1. september s.l. Hún mun starfa við Réttargeðdeildina á Sogni í 50% starfshlutfalli og við hjúkrunardeildirnar á Selfossi í 50% starfshlutfalli. Fanney útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Vardhögskolan í Lundi 1996. Hún hefur lengst af starfað á geðsviði Landspítala og sem yfiriðjuþjálfi frá árinu 2000. (meira…)
Framkvæmdalok í Grunnskólanum í �?orlákshöfn

Opið hús var í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fimmtudaginn 18. september 2008 í tilefni þess að lokið hefur verið við endurbætur á skólanum sem staðið hafa frá árinu 2004. Helstu framkvæmdir eru bygging 1400 fm. viðbyggingar við skólann sem lokið var við árið 2005. (meira…)