Aðild að ESB – til hvers?

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur blossað upp eftir gengisfellingu krónunnar um síðustu páska. Þeir sem vilja aðild tala gjarnan á þann veg að hún sé leiðin út úr erfiðleikunum í efnahagslífinu og að með aðild að ESB og evrunni muni efnahagslegur óstöðugleiki verða úr sögunni. (meira…)

12 hafa sótt útboðsgögn

Tólf verktakar hafa sótt útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fjölnota íþróttahúss í Vestmannaeyjum. Opnað var fyrir útboðin fyrir viku síðan en tilboð verða opnuð 11. nóvember næstkomandi á skrifstofu umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja bæjar á Tangagötu 1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri fagnaði því hversu margir hafa sótt útboðsgögnin. (meira…)

Gamli sjóveitutankurinn á Skansinum lætur undan

Egill Egilsson, altmuligt maður hjá Vestmannaeyjabær var á sinni venjubundnu eftirlitferð á Skanssvæðínu í gærmorgun, þegar hann heyrði skruðninga og læti að baki sér. Þegar hann leit við var stór hluti af útveggjum gamla sjóveitutanksins á Skansinum að hrynja. (meira…)

Fundur – Framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi

Íbúum er boðið til fundar þar sem höfundar greiningarskýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri fara yfir og kynna helstu niðurstöður um framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg. Fundurinn verður haldinn í Aðalsal Hótels Selfoss, mánudaginn 22. september 2008 og hefst kl. 20:00. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri. (meira…)

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Guðrún Elísa Gunnarsdóttir hóf störf á skrifstofu Flóahrepps 1. september s.l. Hún verður í 50% stöðugildi og mun annast símsvörun og önnur almenn skrifstofustörf. Guðrún Elísa býr í Hólshúsum, Flóahreppi og var boðin velkomin til starfa m.a. á ágætri heimasíðu Flóahrepps, www.floahreppur.is (meira…)

Tveir fyrstu til Litháen í vikunni

TVEIR litháískir karlmenn, sem nú sitja bak við lás og slá á Litla-Hrauni, verða væntanlega sendir til föðurlands síns í vikunni þar sem þeir munu ljúka við afplánun á dómum sem þeir hlutu hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Þetta eru fyrstu fangarnir sem sendir eru til Litháens samkvæmt samkomulagi við þarlend stjórnvöld. Litháísk […]

Hlutur tíu stærstu útgerðanna eykst

Tíu stærstu útgerðir landsins ráða 52,8% heildarkvótans. Er það örlítið meira en í maí þegar Fiskistofa gaf síðast út lista yfir stærstu útgerðirnar. HB Grandi hf. er sem fyrr kvótahæsta félagið, með liðlega 11% heildarkvótans, heldur minna en í vor. Fiskistofa hefur reglulegt eftirlit með kvóta stærstu handhafa aflaheimilda og eignatengslum þeirra og gefur út […]

Opnun hafnarmannvirkja í �?orlákshöfn

Fimmtudaginn 18. september 2008 voru ný hafnarmannvirki í Þorlákshöfn formlega tekin í notkun. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2004. Framkvæmdum við fiskiskipahöfn er þá formlega lokið samkvæmt því skipulagi sem lagt var upp með í byrjun síðasta kjörtímabils. (meira…)

Iðjuþjálfi ráðinn á HSu

Fanney B. Karlsdóttir iðjuþjálfi hóf störf við Heilbrigðisstofnun Suðurlands 1. september s.l. Hún mun starfa við Réttargeðdeildina á Sogni í 50% starfshlutfalli og við hjúkrunardeildirnar á Selfossi í 50% starfshlutfalli. Fanney útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Vardhögskolan í Lundi 1996. Hún hefur lengst af starfað á geðsviði Landspítala og sem yfiriðjuþjálfi frá árinu 2000. (meira…)

Framkvæmdalok í Grunnskólanum í �?orlákshöfn

Opið hús var í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fimmtudaginn 18. september 2008 í tilefni þess að lokið hefur verið við endurbætur á skólanum sem staðið hafa frá árinu 2004. Helstu framkvæmdir eru bygging 1400 fm. viðbyggingar við skólann sem lokið var við árið 2005. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.