Fasteignamatið hækkar um 11,1%

hus_midbaer_bo

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]

Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

 Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]

Tvö skemmtiferðaskip í Eyjum í dag

Tvo Skip 20250707 112459

Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle. Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það […]

Skráning í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin

Búið er að opna fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð. Hægt er að skrá börn fædd 2012 og yngri í keppnina, en keppnin skiptist í yngri og eldri flokk. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja skrá börn sín til leiks þurfa að nota Google-aðgang (gmail) til að fylla út skráningareyðublað keppninnar. Eldri hópur (2012-2016) https://forms.gle/rd8aZTS6M38oAgRo6 […]

Goslok: sunnudags dagskráin

Nú hefur Goslokahátíðin staðið yfir síðastliðna daga og hefur tekist einstaklega vel til. Í dag er síðasti dagur hátíðarinnar. Hér má sjá dagskrá dagsins. Sunnudagur 5.júlí 10:00 – 17:00 Sýningin Náttúran í Einarsstofu 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í Vestmannaeyjum í Gallerí 24 11:00 Göngumessa […]

Eyjamenn náðu í stig af toppliðinu

ÍBV og Víkingur skildu jöfn í Eyjum í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Sverrir Páll Hjaltested var nálægt því að koma Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik þegar hann náði að snúa varnarmann Víkings af sér og […]

Goslok: laugardags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi, en dagskráin síðastliðna daga hefur verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hér má sjá dagskrá dagsins. Laugardagur 5. júlí  08:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 Dorgveiðikeppni SJÓVE á Básaskersbryggju 10:00 – 16:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 10:00 – […]

Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

20230728 162402

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]

Laxey: 4 milljarða króna hlutafjáraukning

Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, hefur lokið seinni hluta hlutafjárútboðs vegna uppbyggingar á öðrum áfanga af sex, með aukningu upp á um 4 milljarða króna. Alls hefur félagið þannig aukið hlutafé um 9 milljarða króna á árinu, en um helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum fjárfestum. Vegna mikillar eftirspurnar frá […]

Goslok: föstudags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi og stendur yfir fram á sunnudag. Dagskráin einstaklega glæsileg að þessu sinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Föstudagur 4. júlí: 10:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 – 17:00 Sýningin Náttúran í Einarsstofu 10:00 -17:00 Sunna spákona í Eymundsson 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í Vestmannaeyjum í Gallerí 24 11:00 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.