Hásteinsvöllur: Staðan á framkvæmdum

Hasteinsv 20250207 145523

Nú standa yfir framkvæmdir á Hásteinsvelli, en sem kunnugt er á að setja á hann gervigras. Farið er yfir stöðu framkvæmda á vellinum á vef Vestmannaeyjabæjar í dag. Þar segir að VSÓ ráðgjöf hafi séð um hönnun, verklýsingar og gerð útboðsgagna fyrir Vestmannaeyjabæ eins og þeir hafa gert fyrir fjölda annarra sveitarfélaga í gegnum tíðina. […]

Krafa um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum

Reykjavikurflugv Final Isavia

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur sent frá yfirlýsingu vegna lokunar flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Yfirlýsingin var send til borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og  innviðaráðherra. Í yfirlýsingunni segir að þann 10. janúar sl. hafi verið tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta, 13 – 31, […]

Mótmælir aukningu á afla til strandveiða

Framkvæmdastjórn SSÍ mótmælir aukningu á afla til strandveiða í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Þar segir: Meðan félagsmenn innan SSÍ sem eru launamenn allt árið hjá útgerðum þessa lands, sæta skerðingu á aflaheimildum er stefnt að aukningu á afla til strandveiða. Því er haldið fram óhikað að þessi aukning sé „bara“ tekin úr […]

Bikarleikur í kvöld

Eyja 3L2A7868

8-liða úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti bikarmeisturum Vals. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 18.00. Leikir dagsins: Dagur Tími Leikur 06. feb. 25 18:00 ÍBV – Valur 06. feb. 25 19:30 ÍR – Haukar 06. feb. 25 19:30 Fram – Stjarnan 06. feb. 25 20:00 Víkingur – Grótta (meira…)

Vísuðu málinu aftur til bæjarins

radhus_vestm_2022

Í lok janúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli þar sem deilt er um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar. Sveitarfélagið heldur því fram að óheimilt sé að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihaldi m.a. upplýsingar um einingarverð sem […]

Rauð viðvörun í gildi

Raud Vidv 060225

Seinni rauða viðvörunin tók gildi núna klukkan 8 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00 í dag. Farið er að hvessa verulega í Eyjum og má sjá á vindmælingum í Stórhöfða að vindstyrkur var að mælast nú á áttunda tímanum 28 m/s og mældist sterkasta hviðan 37 m/s. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands […]

Fór í 50 metra á sekúndu á Stórhöfða

Vindur PokiIMG 4010

Mesti vindur á landinu í dag mældist á Stórhöfða. Þar var vindur 39.1 á níunda tímanum og var mesta hviða 50,3 m/s. Þetta kemur fram á nýjum vef Veðurstofunar, gottvedur.is. Veðrið er nú aðeins farið að ganga niður og mældist vindur á tíunda tímanum 34 m/s. Minnt er á að önnur rauð viðvörun tekur gildi […]

Nýtti öflugt tengslanet til að kynna Vestmannaeyjar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheimheima hlaut Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]

Fjarskiptalæknir bráðaþjónustu á sólarhringsvakt vegna illviðris um allt land

þyrla Eir

Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Landspítala að tryggja sólarhringsmönnun fjarskiptalæknis bráðaþjónustu meðan illviðri gengur yfir landið. Í gildi eru rauðar veðurviðvaranir um allt land. Ljóst er að við slíkar aðstæður geta samgöngur farið úr skorðum sem getur gert sjúkraflutninga torvelda eða ómögulega meðan ástandið varir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hlutverk […]

Rauðar viðvaranir: Skólahald

Kennsla í leik- og grunnskólum verður felld niður fyrir hádegi fimmtudaginn 6. febrúar. Ákvörðun um hvort skólahald geti hafist að nýju eftir hádegi verður tekin kl. 11:00, og munu nánari upplýsingar verða sendar út þegar þær liggja fyrir. Foreldrar og forráðamenn að fylgjast vel með tilkynningum frá skólayfirvöldum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grunnskóla […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.