Danskur kór á tónleikaferðalagi

KONCERTFORENINGENS Kor frá Kaupmannahöfn heldur tónleika í Skálholti, Akranesi, Reykholti og Reykjavík um helgina. Á dagskránni eru m.a. verk eftir tónskáldin Niels la Cour og Svend S. Schultz, Grieg og Báru Grímsdóttur. Kórinn mun syngja í Skálholti föstudaginn 19. september kl. 20, á Akranesi í Safnaðarheimilinu Vinaminni laugardaginn 20. september kl. 12 í Reykholtskirkju sama […]
�?rskurðaðar í varðhald vegna �?orlákshafnarárásar

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Selfossi að tvær konur, sem taldar eru tengjast alvarlegri líkamsárás í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Konurnar voru úrskurðaðar í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í gærkvöld úrskurðaði Héraðsdómur þrjá í varðhald vegna málsins, eina konu og tvo karla. Þau sitja einnig í haldi […]
Tveir í fangageymslum eftir þjófnað í Bónus

Tveir karlmenn sitja nú fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en þeir voru gripnir í dag við að stela varningi úr Bónusverslun í bænum. Mennirnir voru handteknir rétt fyrir klukkan 16 í dag en þýfið fannst í bifreið þeirra. Mennirnir eru báðir Litháar. (meira…)
Jafntefli í Reykjaneshöllinni

ÍBV gerði í kvöld jafntefli gegn Njarðvík en leikur liðanna fór fram í Reykjaneshöll. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Njarðvíkurvelli en slæmt veður olli því að leikurinn var fluttur inn á gervigrasvöllinn í Reykjanesbæ. ÍBV hlaut þar með fyrsta stigið sitt á gervigrasi í sumar. Lokatölur urðu 2:2 en Njarðvíkingar komust tvívegis yfir […]
Leikur Njarðvíkur og ÍBV færður inn

ÍBV leikur nú gegn Njarðvík í leik sem frestað var í 1. deild en leikurinn fer fram í Reykjanesbæ. Þar sem veðurspáin var ekki góð fyrir kvöldið á Reykjanesinu var ákveðið að færa leikinn inn í Reykjaneshöll og leika því Eyjamenn þriðja leik sinn í sumar á gervigrasi. Hinir tveir leikirnir fóru ekki vel því […]
Eins gott að vera á öflugum bíl og eiga nóg af plasti

Nokkrir harðkjarna stangaveiðimenn af Suðurnesjums veiddu ríflega 220 laxa á tvær stangir í ”Hollinu” í Ytri Rangá á dögunum. Óstaðfest frétt segir að ein stöng í hópnum hafi dregið 300 stykki, en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Allt um það þá er erfitt að hugsa sér að hægt sé að landa […]
Aldraðir íbúar á jarðskjálftasvæðinu fá aukna áfallahjálp

Lionshreyfingin á Íslandi fékk í ágúst s.l. afhentan 10.000 US$ (810.000 kr.) neyðarstyrk “Emergency Grant” frá Alþjóðahjálparsjóði Lions LCIF, vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi 28. maí 2008. Markmið þessa tegundar styrkja er að veita fyrstu hjálp til fórnarlamba náttúruhamfara, s.s. fellibylja, skýstróka, jarðskjálfta, eldgosa og snjóflóða. (meira…)
Góð þátttaka á kvennaþingi

Níunda kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta þingið var haldið að Varmalandi árið 1995 en markmiðið með þinginu var að styrkja stöðu deildanna innan félagsins og segja má að það sé enn markmið þess. Slysavarnadeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum sá um framkvæmd þingsins og máttu þær skipta oftar en einu sinni um […]
�?rjár úr ÍBV með U-19 ára landsliðinu til Ísraels

Þær Þórhildur Ólafsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Saga Huld Helgadóttir voru í dag valdar í lokahóp U-19 landsliðsins sem fer til Ísraels og leikur þar í Evrópukeppninni. Með Íslandi í riðli eru, ásamt heimastúlkum, lið Grikklands og Írlands. Stúlkurnar fara til æfinga á fimmtudag og til Ísraels á sunnudag. Tvö efstu lið riðilsins leika í […]
Skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um greiningu á húsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi komin

Skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um greiningu á húsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í sveitarfélaginu Árborg var rædd ítarlega í bæjarstjórn 10. september sl. eftir að Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri hafið fylgt skýrslunni úr hlaði. Skýrsluhöfundum og öllum þeim fjölmörgu sem þátt tóku í greiningarvinnu vegna húsnæðis fyrir lista- og menningarstarf í Árborg var þakkað fyrir þeirra framlag. […]