Millilandaflugvöllur við Vestmannaeyjar

Ég er þess fullviss að í framtíðinni verður millilandaflugvöllur á Suðurlandi og þá ef til vill á Bakka, rétt við höfnina okkar sem þar mun rísa innan skamms. Þegar af því verður mun þetta (myndin hér til hliðar) verða útsýnið út um flugstjórnarklefan þegar vélar lenda til suðurs. Um seinustu helgi átti ég sæti í […]

Síldarkvóti Íslands gæti aukist um 37 þúsund tonn

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur leiðrétt mat sitt á stærð norsk-íslenska síldarstofnsins, sem gert var í síðasta mánuði og ákvörðun um kvótasetningu var byggð á. Í framhaldi af því hefur veiðiráðgjöfin fyrir næsta ár verið hækkuð um 20% eða úr 1.266 þús. tonnum í 1.518 þúsund tonn. Frá þessu er skýrt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar. (meira…)

Árni Friðriksson í loðnuleit

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, lagði af stað í loðnu- og sjórannsóknaleiðangur í gærkvöldi. Rannsóknasvæðið mun spanna allt frá Vesturlandi að Norðausturlandi og djúpmið (Grænlandssund og Íslandshaf). Markmið leiðangursins eru að leita ungloðnu og einnig kynþroska loðnu sem verður uppistaða veiða á komandi ári. (meira…)

Nemendur FÍV til fyrirmyndar á Akureyri

Oft eru fréttir af félagslífi nem­enda framhaldsskólanna á Íslandi heldur neikvæðar en slíkt er þó auðvitað ekki algilt og alltaf ánægjulegt að geta sagt frá því sem vel er gert. Nýlega tóku nemendur Fram­halds­skólans í Vestmannaeyjum þátt í knattspyrnumóti framhalds­skólanna. Undankeppnin var í Hafnarfirði og gekk mjög vel því að FÍV var eini skólinn sem […]

Höfn aðili að Cruise Iceland

Mikill áhugi er nú hjá Vest­mannaeyjahöfn og Vest­manna­eyjabæ að stuðla að því að fleiri erlend skemmtiferðaskip hafi viðdvöl hér í Eyjum. Skipin skapa miklar tekjur fyrir hafnir og bæjarfélög en um er að ræða mjög vaxandi markað og eftir miklu að slægjast. Því er mikilvægt að ­standa vel að kynningarmálum. Vestmannaeyja­höfn hefur nú gerst aðili […]

�?fært fjóra heila daga frá áramótum

Nýir útreikningar Siglinga­stofn­unar á frátöfum við Bakkafjöru­höfn vegna öldu- og flóð­hæðar leiða í ljós, að á tímabilinu frá síðustu áramótum og fram til 31. október, hefði verið ófært fjóra heila daga. Á sama tímabili hafa fjórar ferðir Herjólfs milli Vest­mannaeyja og Þorlákshafnar verið felldar niður vegna veðurs. (meira…)

Vegagerðin hættir við útboð

Vegagerðin hefur hætt við útboð á lagningu Gjábakkavegar, milli Þingvalla og Laugarvatns. Farist hefur fyrir að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar en þar er ekki gert ráð fyrir veginum eins og hann hefur verið áætlaður. (meira…)

Lögreglan telur öryggi sínu og íbúa ógnað

„Verulega er vegið að öryggi íbúa Árnessýslu og annarra sem leið eiga um sýsluna, svo og lögreglumanna sem starfa við embætti Sýslumannsins á Selfossi, vegna ófullnægjandi fjárveitingar til embættisins, þetta segir m.a. í ályktun sem Lögreglufélag Suðurlands samþykkti á félagsfundi í síðustu viku. Hefur þegar orðið nokkur niðurskurður vegna þessa og er nú svo komið […]

Íslandsmet í athugasemdum

Íslandsmet athugasemda vegna virkjunarframkvæmda hefur verið slegið. Skipulagsstofnun höfðu á þriðjudag borist alls fjögur hundruð og tíu athugasemdir vegna Bitruvirkjunar, sem fyrirhugað er að reisa á Hengilssvæðinu. Frestur til athugasemda rennur út á morgun, föstudag. (meira…)

Dvalarheimilið Lundur 30 ára

Ný hjúkrunarálma og sólstofa við Dvalarheimilið Lund á Hellu eru á teikniborðinu, sagði Drífa Hjartardóttir, formanns stjórnar Lundar, í hátíðarræðu á þrjátíu ára afmæli stofnunarinnar síðastliðinn laugardag. Á þriðja hundrað manns mættu í veisluna. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.