Tilgangurinn að breiða út handboltann

Það eru ekki nema rúmar tvær vikur síðan heimasíðan handbolti.is var sett á laggirnar en hún hefur verið keyrð áfram á fullum krafti frá fyrst degi. Stofnandi hennar er Hlynur Sigmarsson sem var lengi formaður handboltaráðs ÍBV og situr nú í stjórn Handknattleikssamanbands Íslands.„Mér hefur lengi fundist vanta síðu þar sem hægt er að nálgast […]
Vaktin á leið í hús í Vestmannaeyjum

43. tölublað Vaktarinnar er nú á leið inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum en einnig er hægt að lesa blaðið í heild sinni hér til hliða með því að smella á forsíðuna. Í blaði vikunnar kennir ýmissa grasa, rætt er við Guðmund H. Guðjónsson, skólastjóra Listaskólans, Pál Magnús Guðjónsson sem þeytist heimshorna á milli og […]
Krakkarnir sýndu slökkviliðinu mikinn áhuga

Liðsmenn í Slökkviliði Vestmannaeyja heimsótti leikskólana tvo í Vestmannaeyjum, Kirkjugerði og Sóla og ræddu við elsta árgang leikskólanna um eldvarnir í leikskólanum og á heimili barnanna. Krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga og sömuleiðis öryggisbúnaði slökkviliðsins og tækjum þess. (meira…)
Síldarvinnsla hafin í Vestmannaeyjum

Síldarflökun og frysting er hafin hjá Vinnslustöðinni og Ísfélaginu. Síldin hefur veiðst inni á Grundarfirði og er góð millisíld. Gott útlit er á mörkuðum og söluhorfur góðar. Fyrsta síldin kom til Vinnslustöðvarinnar á laugardagskvöld, þegar Sighvatur Bjarnason kom með um þúsund tonn. Skipið kom aftur í gærmorgun, miðvikudag, með 650 tonn og Kap kom í […]
Herjólfi seiknaði í gærkvöldi vegna veðurs

Herjólfur frestaði för sinn úr Þorlákshöfn í gærkvöldi, skipið lagði af stað þaðan klukkan 23:15 en fer að öllu jöfnu 19:30 úr höfn. Vegna veðurs gekk ferðin seint og var Herjólfur ekki kominn til Vestmannaeyja fyrr en stundarfjórðungi fyrir þrjú í nótt. Rúmlega sjötíu farþegar voru um borð. (meira…)
Ísfélagið lætur smíða fyrir sig nýtt uppsjávarveiðiskip

Í dag var undirritaður smíðasamningur milli Ísfélags Vestmannaeyja og skipasmíðastöðvarinnar ASMAR sem er í Chile. Ísfélagið fær skipasmíðastöðina til að smíða nýtt uppsjávarveiðiskip fyrir fyrirtækið en burðargeta hins nýja skips verður um 2000 tonn. Skipið verður 71 metra langt og tæplega 15 metra breitt og útbúið til nóta- og flottrollsveiða. (meira…)
�?kraínsk skytta til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við úkraínskan leikmannn um að leika með handknattleiksliði félagsins út leiktíðina. Sá heitir Sergey Trotsenko og er 30 ára örvhent skytta. Trotsenko lék með liði í heimalandi sínu, Lugansk og skoraði m.a. sex mörk í síðasta leik liðsins í Challenge Cup, Evrópukeppninni. Trotsenko er þegar kominn með leikheimild og verður því væntanlega […]
Biskupstungur skjálfa

Jarðskjálfti upp á 3,6 á Richter varð sunnan undir Langjökli kl. 12:48 í dag. Skjálftinn fannst vel í Biskupstungum og allt niður á Selfoss. (meira…)
Fangelsi og skógrækt

Fangelsismálastofnun hefur með opinberri yfirlýsingu vísað á bug nýlegum röksemdum fangavarða á Litla-Hrauni fyrir því að uppbygging ríkisfangelsis eigi að vera á þeim stað. Embættismenn stofnunarinnar segja að samkvæmt faglegum rökum verði aðalfangelsi landsins að vera í Reykjavík. (meira…)
Fékk aðsvif í leik ÍBV og Akureyri

Jónatan Magnússon, handknattleiksmaður frá Akureyri, fékk aðsvif í upphafi leiks gegn ÍBV í úrvalsdeildinni í Vestmannaeyjum í kvöld og var fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum. Samkvæmt fyrstu fregnum þaðan er líðan hans eftir atvikum góð. (meira…)