Héldu ekki í við Akureyri

Staðan ÍBV versnaði nokkuð í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Akureyri í botnslag N1 deildarinnar. Eyjamenn héldu í við gestina í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 13:15 Akureyri í vil. En byrjunin á síðari hálfleik var afleit og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn kominn upp í tíu mörk, 18:28. Gestirnir hreinlega keyrðu […]

Árbæjarkirkja 120 ára

Þess verður minnst við guðsþjónustu næsta sunnudag, þann 4. nóvember að 120 ár eru síðan Árbæjarkirkja í Holtum var reist. Hún var vígð hinn 8. nóvember 1887, en kirkja hefur staðið í Árbæ allt frá því um 1200. (meira…)

Er þetta það sem koma skal?

Varð ég vitni að því sem koma skal ? Ég bý í íbúð á jarðhæð og er hún í um hundrað metra frá Grunnskólanum. Um það bil þegar klukkan var tuttugu og fimm mínútur yfir níu, það eru stóru frímínúturnar í skólanum, varð ég var við þrusk við útidyrnar hjá mér. Fór fram og aðgætti […]

Leikurinn mikilvægi í kvöld

Í kvöld á að reyna aftur að koma á leiknum mikilvæga milli ÍBV og Akureyrar. Fresta varð leiknum í gær þar sem ekki var flugfært en öllu betur lítur út með flugið í dag, þó að það blási nokkuð hressilega þessa stundina í Eyjum. Leikurinn er hins vegar báðum liðum afar mikilvægur enda tvö neðstu […]

Áskorun til Eyjamanna

Á forsíðu Moggans í morgunn er frétt um undirskriftasöfnun til sveitastjórnarmanna á Suðurnesjunum um að tryggja að Hitaveita Suðurnesja verði áfram í eigu sveitarfélaganna. HS er í dag í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur (í gegnum REI). (meira…)

Sköllótt dekk

Geðveikin skall á í gær, það kom hálka öllum að óvörum, þó að þetta gerist alltaf á sama tíma á hverju ári. Það var mikið að gera hjá okkur á verkstæðinu og gekk bara ágætlega. Guðmundur Rikka og Daði komu og hjálpuðu okkur, einnig sem Jenni gerði allt sem hann gat þó hryggbrotinn væri. (meira…)

Friðun lands

Stundum er hún hálf furðuleg þessi friðunarumræða. Þetta eða hitt svæðið eigi að friða. Síðan þegar stórfyrirtæki (opinber eða ekki) þurfa að framkvæma, þá er eins og engin hafi heyrt orðið nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi gengið um landið eins og þeir eigi það aleinir hingað til, sett upp vegi, raflínur, spennuvirki, […]

Rúgbrauð og rjómi

– En ég á rjóma,- sagði heiðurskonan Guðbjörg Sigurgeirsdóttir sem er allt í senn blaðakona, framsóknarkona og Tungnakona þannig að betri getur blandan ekki orðið. – Samtalið átti sér stað inni á ritstjórn Frétta þar sem 8. þingmaður Suðurkjördæmis stóð blautur, hrakinn og hamingjusamur eftir volk í alltof stuttum og hægfara Herjólfi. Erindið er stjórnmálafundur […]

Mugison heldur tónleika á Nótt safnanna

Nótt safnanna verður haldin helgina 9. til 11. nóvember en menningarhátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Dagskráin hefur líklega aldrei verið jafn glæsileg en meðal þess sem þar má finna eru tónleikar Mugison og þá mun rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir lesa upp úr bók sinni sem gerist að stórum hluta í Vestmannaeyjum en í […]

Bergur-Huginn greiðir hæstu launin í Eyjum

Frjáls verslun hefur tekið saman lista yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Af þeim er Samherji langstærstur. Velta fyrirtækisins er 23,7 milljarðar króna. Stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Eyjum er Vinnslustöðin sem velti 5.8 milljörðum á árinu 2006. Bergur Huginn er hinsvegar það sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum sem greiðir hæstu meðallaunin eða tæplega 9.5 milljónir króna og er í öðru […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.