Sakbending á morgun

Rannsókn nauðgunar sem kærð var til lögreglu á Selfossi á laugardag vindur enn upp á sig. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í dag verði teknar skýrslur af vitnum og sakborningum í málinu sem telja á annan tug. Lögregla segir rannsóknina mjög viðamikla. (meira…)
Reykjavíkurflugvöllur, er hann nauðsyn?

Ég fer svosem ekkert í launkofa með það að hafa áður fyrr mótmælt flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni, en nú get ég bara ekki lengur stutt það að þessi flugvöllur sé að teppa hátt í 200 hektara af einhverju verðmætasta byggingarlandi Íslandssögunnar. Að stórum hluta er Reykjavíkurflugvöllur einungis einkaflugvöllur ríkisbubbanna, með sínar einkaþotur, þó svo að […]
Verðum að taka skilaboð Rússa alvarlega

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu samskipti ríkjanna við Rússland, Georgíu og Úkraínu á kvöldverðarfundi sínum í gær. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að um óformlegar umræður hafi verið að ræða en að sérlega fróðlegt hafi verið að heyra viðhorf þessara manna til þeirrar þróunar sem sé að eiga sér stað í Rússlandi. (meira…)
Sveitarfélagið selur fjölda fasteigna

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að selja fasteignirnar að Hafnargötu 10 á Stokkseyri og að Austurvegi 36 á Selfossi. Einnig hafa tvær kennslustofur á lóð Sandvíkurskóla verið seldar til brottflutnings. (meira…)
Opinn fundur með Bjarna Harðar

Framsóknarfélag Vestmannaeyja heldur opinn fund um byggða- og samgöngumál í Framsóknarhúsinu við Kirkjuveg, 30. október klukkan 20.00. Gestur fundarins er þingmaðurinn skeleggi Bjarni Harðarson. (meira…)
Hermann eins og gíraffi

David Miller, blaðamaður hjá The Daily Telegraph, segir að Hermann Hreiðarsson líkist helst gíraffa inn á vellinum. Miller skrifaði um leik Portsmouth og West Ham um helgina en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Hermann og Craig Bellamy háðu margar rimmur í fyrri hálfleik og segir Miller eftirfarandi um þau samskipti: (meira…)
Lykilleikur í kvöld hjá ÍBV

Í kvöld, klukkan 20.00 tekur ÍBV á móti Akureyri í N1-deild karla. Eyjamenn hafa ekki farið vel af stað í vetur, hafa tapað öllum sex leikjum sínum og sitja eins og er í áttunda og neðsta sæti með ekkert stig. Sæti ofar eru hins vegar Akureyringar sem byrjuðu tímabilið á sigri gegn Aftureldingu en hafa […]
�?k ölvaður niður póstkassa

Ökumaður, grunaður um ölvun, ók útaf Hvammsvegi við Nátthaga á laugardag og hafnaði á vegvísi og póstkassa. Ökumaður bað um aðstoð vegfarenda við að ná bílnum aftur upp á veg og í kjölfarið var haft samband við lögreglu. Þá kom í ljós að maðurinn var talsvert ölvaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)
Í nógu að snúast hjá lögreglunni í síðustu viku

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og fór töluverður tími lögreglunnar í rannsókn og eftirlit vegna bruna að Hilmisgötu 1 þann 24. október sl. Þegar hefur verið gerð grein fyrir brunanum í fjölmiðlum. Tvö eignapjöll voru tilkynnt lögreglunni í vikunnis sem leið en í báðum tilvikum var um að ræða rúðubrot. […]
Aðstandendur klámráðstefnunnar fengu 5 milljónir

„Þau fengu greiddar skaðabætur í sumar og var samið um upphæðina utan réttar, segir Oddgeir Einarsson fyrrum lögmaður skipuleggjenda Snowgathering klámráðstefnunnar sem átti að fara fram í Reykjavík í mars á þessu ári. Það fór allt á annan endann í samfélaginu þegar fréttist af komu fólksins sem starfar í klámiðnaðinum en ráðstefnan átti að fara […]