Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún […]

Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]

Eykyndill færði Skátafélaginu og Björgunarfélaginu hjartastuðtæki

Í gær færðu fulltrúar slysavarnarfélagsins Eykyndils veglegar gjafir til Skátafélagsins Faxa annars vegar og Björgunarfélags Vestmannaeyja hins vegar. Um er að ræða hjartastuðtæki. Gjafirnar voru afhentar við Vigtartorgið við upphaf dagskrár Þjóðhátíðardagsins. Að sögn Sigríðar Gísladóttur hjá Eykindli verður tækið sem Skátafélagið Faxi fékk staðsett upp í skátaheimili, en þeir eru t.d. að leigja salinn […]

Ný skipan í forystu SFS

Gunnþór (002)

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna. Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari […]

Skammtímasamningur um rekstur heilsuræktar ræddur í bæjarstjórn

Tímabundið samkomulag um rekstur heilsuræktar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var kært og er í ferli hjá kærunefnd útboðsmála og óljóst hvenær niðurstaða kemst í það mál. Vegna þeirra aðstæðna samþykkti bæjarráð tímabundinn fjögurra mánaða samning við […]

17. júní dagskráin

09:00– Fánar dregnir að húni í bænum. 10:30 Hraunbúðir– Fjallkonan: Anna Ester Óttarsdóttir flytur hátíðarljóð. – Tónlistaratriði: Eló Bæjarlistamaður Vestmannaeyja. 10:00–17:00 Sagnheimar– Frítt inn fyrir bæjarbúa og aðra gesti. 13:00–17:00 Fágætissalur– Frítt inn fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Fágætissal Sagnheima. 13:30 Ráðhús– Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl […]

Vísa ásökunum á bug

DSC_8031

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu vegna ásakana sem atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur sætt undanfarið í tengslum við breytingu á lögum um veiðigjöld. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Við undirbúning og gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld var haft samráð […]

Hægir á matvöruhækkunum í júní

Innkaup Kerra

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58% í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5%. Er þetta fjórða mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6% árshækkun á matvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir jafnframt að megindrifkraftar verðhækkana í maí […]

Lýðræði mælt í fjölda funda?

Það var vel til fundið hjá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa, að taka saman hvernig fjöldi funda og mála hinna fjögurra fagráða bæjarins, auk bæjarráðs, hafi verið 2019 samanborið við 2024. Gott og hollt er að velta því fyrir sér hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð og þetta er ágætt innleg í vinnu sem er hafin […]

Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða

DSC_5464

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands stefna Vestmannaeyjabæjar á hendur Vinnslustöðinni hf. og Hugin ehf., auk VÍS sem er tryggingafélag fyrrgreindra félaga, til greiðslu fullra bóta fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Í tilkynningu sem birt er á vef Vestmannaeyjabæjar segir að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.