Verksamningur undirritaður

Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar og Ólafur Einarsson hjá Þjótanda skrifuðu nýverið undir verksamning vegna jarðvinnu og lagna á Hásteinsvelli. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Framkvæmdin felur í sér að fjarlægja náttúrugras af vallarsvæðinu ásamt lífrænu undirlagi þess, jarðvegsskipta undir nýju yfirborði. Framkvæmdin felst einnig í lagningu fráveitu- og vatnslagna, […]
Mun hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert

Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir […]
Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana

Þess verður minnst í Eldheimum á fimmtudaginn, 23. janúar kl. 19.30 að þá verða 52 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin verður helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og með hvaða bát fólkið fór. Boðið er upp […]
Nokkrir punktar vegna orkumála á Íslandi

Forsendur – Allt mannanna verk Árið 2003, þegar orkupakki 1 og 2 voru innleiddir á Íslandi, urðu einnig breytingar á löggjöf sem leyfðu einkarekstur á orkumarkaði. Þetta skapaði umtalsverð tækifæri fyrir ný fyrirtæki í greininni en leiddi jafnframt til álags á opinbera eftirlitsaðila, sem þurftu að tryggja jafnvægi milli samkeppni og samfélagslegra hagsmuna. Einnig má […]
Fara yfir stöðu heilbrigðismála í Eyjum

Bæjarráð ræddi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi en starfseminni er stýrt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Opinber umræða undanfarið af atvikum sem komið hafa upp á Suðurlandi valda óneitanlega áhyggjum af stöðunni í fjórðungnum hvað varðar umgjörð og þjónustustig við íbúa sveitarfélaganna sem þar eru, segir í fundargerð bæjarráðs. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir […]
Hvert er hlutverk bæjarfulltrúans ?

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukku, frægri skáldsögu Halldórs Laxness. Þessi stórkostlega spurning kemur stundum upp í huga minn þegar sveitarstjórnarmálin í Eyjum eru rædd. Ég spyr sjálfan mig: Hvenær er maður í minnihluta og hvenær ekki? Svarið er ekki alltaf augljóst, en eitt er víst: […]
World Class í viðræðum við Vestmannaeyjabæ

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að hefja viðræður við World Class um mögulegan rekstur heilsuræktar við sundlaug Vestmannaeyja. Þessi ákvörðun var tekin á fundi bæjarráðs þann 15. janúar og birtist grein um málefnið á vef Viðskiptablaðsins nú í morgun. Björn Leifsson, forstjóri og einn aðaleigandi World Class, sendi bæjarstjóra, Írisi Róbertsdóttur, erindi þar sem hann óskaði […]
Sakar bæjaryfirvöld um mismunun og svik

Skipulag fyrir baðlón við Skansinn er nú til umfjöllunar hjá Vestmannaeyjabæ. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var lagt fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna þróunaráforma um baðlón og hótel á Skanshöfða ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Auk þess er lögð fram umhverfisskýrsla […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 23:00 í kvöld gildir til kl. 07:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Austan og norðastan 13-23 og hviður yfir 35 m/s, hvasssast og mest úrkoma undir Eyjafjöllum. Snjókoma eða slydda á láglendi með lélegu […]
Samið um vinnslu- og hugbúnað fyrir landeldisstöð Laxey

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Með samningnum tekur Laxey stórt skref en fyrirtækið stefnir á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Byggð hefur verið hátæknivædd seiðastöð sem er komin í fulla starfsemi og senn verður fyrsta áfanga […]