Íbúafjöldinn kominn yfir 4700

DSC 5950

„Það eru 4724 íbúar skráðir,“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær. Síðast þegar Eyjafréttir tóku stöðuna á íbúafjöldanum voru 4690 manns skráðir í Eyjum. Það var um miðjan júní. Það hefur því fjölgað í Eyjum um 34 á fjórum og hálfum mánuði. Nánar um íbúaþróun í Eyjum. (meira…)

Bara sýnishorn

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Nú á dögunum hitti ég góðan vin minn á rölti niðri í bæ.  Við njótum þess oft að ræða um stjórnmál en erum ekki samherjar á þeim vettvangi.  „Jæja, Raggi minn,“ sagði hann strax, „nú er illa komið fyri þínum flokki, hann er bókstaflega að hverfa. Það er ekkert skrítið því hann hefur ekkert gert af viti […]

Hrekkjavakan haldin hátíðleg – myndir

Hrekkjavakan var haldin hátíðleg nú í kvöld og var þátttakan meðal barna mjög góð. Klæddust þau skemmtilegum og ógnvekjandi búningum og unnu sér inn helling af sælgæti. Hrekkjavakan er árlegur viðburður sem fer ört stækkandi hér á landi. Margir eru farnir að leggja mikinn metnað í skreytingar og búninga og er útkoman virkilega skemmtileg.   […]

Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10 ára

Diana Hsu Utan Sams 1 1536x1055

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að […]

Polka Bistro – verður opinn allt árið um kring

Polka Bistro er nýr veitingastaður sem opnaði á dögunum í húsnæði Alþýðuhússins, hægra megin við aðal innganginn. Polka Bistro er í eigu Katarzyna Maik eða Kasiu eins og hún er kölluð. Kasia hefur búið í Vestmannaeyjum frá árinu 2016. Hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir mat og eldamennsku og það hafði verið draumur hjá […]

Ávinningur af jarðgöngum sé mikill

Innvidaradun Starfsh Gong 24

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag við skýrslu starfshóps sem var falið að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn kynnti skýrsluna á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu fyrr í dag. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ávinningur af jarðgöngum sé mikill, ekki síst vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. […]

Jarðgöng: Leggja til þrepaskipta rannsókn

default

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnti í dag skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi. Starfshópurinn leggur til að framkvæmd verði þrepaskipt rannsókn á svæðinu. Í hverju þrepi bætist við þekkingu á jarðlögunum og þannig má varpa ljósi á fýsileika jarðgangaverkefnisins. Við undirbúning jarðgangaverkefna eru jafnan fleiri […]

Ræddu stöðu hafna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti

Halkion Teista Skemmtiferdaskip Lagf Minni

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var endurkjörinn formaður Hafnasambands Íslands sem lauk á Akureyri sl. föstudag. Alls sóttu þingið ríflega 100 fulltrúar frá höfnum víðs vegar um landið. Fjölmörg fræðsluerindi voru flutt og sköpuðust góðar umræður m.a. um stöðu hafnanna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti í höfnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þingið […]

Öll hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri á einum stað

IMG 5063

Vestmannaeyjabær tekur þátt í samstarfsverkefni sem er hluti af aðgerðaráætlun verkefnisins “Gott að eldast”. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að þetta sé samstarfsverkefni verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Ætlunin er að birta upplýsingar um framboð hreyfiúrræða á landsvísu fyrir 60 ára […]

Afþakkaði fjórða sætið

Gudni Hjoll Ads L

„Ég hef afþakkað fjórða sæti á lista í Suðurkjördæmi hjá Miðflokknum.” segir í tilkynningu frá Guðna Hjörleifssyni sem hafði áður gefið út að hann gæfi kost á sér í 2. eða 3. sæti á lista flokksins. „Stefnan var sett á annað til þriðja sætið, sem gekk því miður ekki eftir og því hef ég ákveðið […]