Heimila lundaveiði 25. júlí – 15. ágúst

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum. Veiði verður heimil dagana 25. júlí – 15. ágúst 2025. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí – 15. […]

Vosbúð færði hollvinasamtökum Hraunbúða styrk

Vosbúð nytjamarkaður færði hollvinasamtökum Hraunbúða 200.000 króna styrk í dag. Tilgangur hollvinasamtakanna er að bæta aðstöðu og upplifun þeirra sem þar dvelja, með því að styðja við úrbætur á vistarverum og skapa hlýlegt og mannvænt umhverfi. Framlagið frá Vosbúð er því mikilvæg innspýting í áframhaldandi starf og skilar sér beint til þeirra sem þurfa á […]

Eyjamenn ekki fleiri í 30 ár

Opf 20250704 155558

​Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765. Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins […]

Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Tyrkjaran Ads 2

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Dalur lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og var við Kirkjuveg 35 kvaddi í gær þegar stórtækar vinnuvélar réðust að því með kjafti og klóm. Þar lauk ákveðnum kafla í húsasögu Vestmannaeyja um leið og nýr er að hefjast. Víkur Dalur fyrir fjölbýlishúsi sem rís við Sólhlíðina. Óskar Pétur fylgdist með niðurrifinu og skráði með myndavélinni. Það gaf sig ekki […]

Fasteignamatið hækkar um 11,1%

hus_midbaer_bo

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]

Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

 Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]

Tvö skemmtiferðaskip í Eyjum í dag

Tvo Skip 20250707 112459

Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle. Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það […]

Skráning í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin

Búið er að opna fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð. Hægt er að skrá börn fædd 2012 og yngri í keppnina, en keppnin skiptist í yngri og eldri flokk. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja skrá börn sín til leiks þurfa að nota Google-aðgang (gmail) til að fylla út skráningareyðublað keppninnar. Eldri hópur (2012-2016) https://forms.gle/rd8aZTS6M38oAgRo6 […]

Goslok: sunnudags dagskráin

Nú hefur Goslokahátíðin staðið yfir síðastliðna daga og hefur tekist einstaklega vel til. Í dag er síðasti dagur hátíðarinnar. Hér má sjá dagskrá dagsins. Sunnudagur 5.júlí 10:00 – 17:00 Sýningin Náttúran í Einarsstofu 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í Vestmannaeyjum í Gallerí 24 11:00 Göngumessa […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.