Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]
Góður starfsandi og umhyggjusamt starfsfólk

Á vef HSU er rætt við Jónu Björgvinsdóttur. Jóna er skrifstofu- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hún hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001, fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo HSU frá sameiningu þessara stofnana. Áhugamálin fjallgöngur, líkamsrækt og prjónaskapur „Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og gekk hérna í Barnaskólann, Gagnfræðaskólann […]
Bílvelta í nótt

Í nótt barst tilkynning til lögreglunnar vegna bílveltu á Eldfellsvegi. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að tilkynning hafi borist til lögreglu laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Að sögn Stefáns hafði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Spurður um slys á fólki segir […]
Eitt tilboðanna dæmt ógilt

Í síðasta mánuði var greint frá því að bæjarráð Vestmannaeyja hefði samþykkt samhljóða að taka tilboði Terra í sorphirðu og förgun. Venjan er sú að fagráðið fjalli fyrst um mál sem þessi, sem í þessu tilfelli er framkvæmda- og hafnarráð og í kjölfarið fer málið fyrir bæjarráð. Spurður um ástæður þess að svo var ekki […]
Af vettvangi bæjarmálanna

Það er mér bæði ljúft og skylt að verða við áskorun eyjafrétta/eyjar.net um að skrifa meira um bæjarmálin, enda er ég sannarlega alls ekki farin að huga að framboði á öðrum vettvangi. Af vettvangi skipulagsmála Að mínu mati er skipulagning íbúðabyggðar í Löngulág forgangsmál í skipulagningu íbúðabyggðar. Mér hugnast ekkert sérstaklega að Vestmannaeyjabær sé að skipuleggja […]
Smá pæling

Jæja ágætu Eyjamenn. Nú er sumarið liðið og eins og gengur og gerist þegar gengur vel, þá er enginn að ræða samgöngumál. Nema kannski flugvöll í Hvassahrauni sem virðist vera aðalmálið í dag þrátt fyrir áhyggjur jarðvísindamanna. Það viðrar vel til siglinga og fer Herjólfur til Landeyjahafnar nær alla daga sem er verulega jákvætt. En […]
Óskar Ólafi Jóhanni velfarnaðar í starfi

Á þriðjudaginn var greint frá því að búið væri að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Ólafur Jóhann Borgþórsson, tekur við starfinu um áramót af Herði Orra Grettissyni. Ólafur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, og þekkir því ágætlega til í nýju starfi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag að starfið […]
Gefur ekki tilefni til verðlækkunar

Í síðustu viku greindu Eyjafréttir frá því að HS Orka og Landsvirkjun hafi gert samning til næstu fjögurra ára. Samningurinn tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Í kjölfar tíðindana sendu Eyjafréttir fyrirspurn til HS Veitna um hvað megi búast við mikilli verðlækkun fyrir notendur í Eyjum. Í […]
86 umsóknir bárust

Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 86 umsóknir, skiptast umsóknir í eftirfarandi flokka, menningarverkefni og atvinnu- og nýsköpunarverkefni. Í flokk menningarverkefna bárust 63 umsóknir og 23 umsóknir í flokka atvinnu- og nýsköpunarverkefnum. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga að allir umsækjendur muni […]
Seðlabankinn – Örlítið skref og varfærið

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember árið 2020 sem Seðlabankinn lækkar vextina og eru meginvextir bankans núna 9%. Hafa verið 9,25 frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan er m.a. minni verðbólga sem mældist 5,4% í síðasta mánuði. Lítið […]