Vestmannaeyjabær fær jafnlaunavottun

Í dag afhenti Sigurður M Harðarson frá iCert vottunarstofu, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, skírteini til staðfestingar á vottun jafnlaunastjórnunarkerfis Vestmannaeyjabæjar. Með skírteininu er staðfest að Jafnlaunastjónunarkerfi Vestmannaeyjabæjar sé í samræmi við jafnlaunastaðal IST 85 og hefur Jafnréttisstofu staðfest vottunina. Vestmannaeyjabær bætist þar með á lista þeirra 300 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun á Íslandi. […]

Gary Martin látinn fara

Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Gary skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV í vetur en hún hefur nú verið rift. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið. (meira…)

Samgöngur við Vestmannaeyjar ræddar á Alþingi

Samgöngur til Vestmannaeyja bar á góma í liðnum störfum þingsins á Alþingi í gær. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði meðal annars bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að umtalsefni. Ræðu Karls Gauta má sjá hér að neðan. Ég ætla að ræða nýlega áskorun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 15. apríl um […]

Ætla að bólusetja 500 í Eyjamenn í vikunni

Nú er aftur stefnt að nokkuð stórri bólusetningu fyrir Covid-19  í Eyjum. Í vikunni munum við bólusetja hátt í 500 einstaklinga. Segir Davíð Egilsson í tilkynningu sem send var út á fjölmiðla í Vestmannaeyjum. Annars vegar er stefnt að því að klára alla eldri en 60 ára og eldri (hópur 6) og hins vegar að […]

Góðri vertíð að ljúka

Ísfisktogarar Bergs-Hugins og Bergur VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Bergur landaði fullfermi í Þorlákshöfn á fimmtudag og er aftur að landa fullfermi í Eyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, fóru út á föstudag og lönduðu fullfermi á sunnudag. Heimasíðan sló […]

Tillaga stjórnvalda um afléttingu innanlandstakmarkana í áföngum

Heilbrigðisráðuneytið kynnir áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt. Áætlunin verður birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og lýkur umsagnarfresti 4. maí nk.Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur […]

Funda með Vegagerðinni um Vestmannaeyjahöfn

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Um var að ræða framhald af umræðu á síðasta fundi ráðsins, óskaði ráðið eftir fundi með Vegagerðinni vegna rannsókna á höfninni. Fram kom í svari Vegagerðarinnar að úrvinnsla gagna sé að hefjast og stefnt sé að fundi fljótlega þegar sú […]

Netarall að klárast

Netarall hófst í lok mars og lýkur í vikunni. Gagnasöfnun er lokið á þremur svæðum af sex, í Breiðafirði, Faxaflóa og á grunnslóð og í kanti við Vestmannaeyjar. Frá þessu er greint á vef hafrannsóknarstofnunnar. Það eru 5 bátar sem taka þátt í netarallinu í ár; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Friðrik […]

Ásgeir ekki meira með

Ásgeir Snær Vignisson leikur ekkert meira með ÍBV í Olísdeildinni á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekkert verið með ÍBV um skeið eftir að hafa komið til leiks á ný í lok janúar eftir að hafa farið úr axlarlið í byrjun október. Ásgeir Snær er nú að jafna sig af handarbroti sem hann varð fyrir. Stefnan […]

Aflamark í ýsu aukið um 8.000 tonn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að aflamark í ýsu verði aukið um 8.000 tonn þ.e. úr 44.419 tonnum í 52.419 tonn. Sú hækkun verður dregin frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022. Kristján Þór gerði ríkisstjórn í morgun grein fyrir þessari ákvörðun. Tilefni þessarar ákvörðunar eru erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.