Handboltinn aftur af stað

Það er komið að fyrsta leik hjá meistaraflokki karla í handbolta, fyrsti leikur liðsins í rúman mánuð. Strákarnir fara í Safamýri og mæta Fram í 16.umferð Olís-deildarinnar. Fyrir leikinn er lið ÍBV í 5.sæti með 17 stig en Fram í því 8. með 16 stig. Það eru því 2 mikilvæg stig í boði í dag. […]
ÍBV mætir Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum

Í dag fer fram fyrsti bikarleikur sumarsins en þá mætast ÍBV og Reynir Sandgerði á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verða áhorfendur leyfðir á leiknum. (meira…)
Dalur flytur að Kirkjuvegi 29

Umsókn um lóð og flutning á húsi lá fyrir umhverfis og skipulagsráði í vikunni. Sigurjón Ingvarsson fyrir hönd Vigtin – Fasteignafélag sækir um lóð á Kirkjuvegi 29 þar sem til stendur að flytja húsið Dal við Kirkjuveg 35, Vestmannaeyjum, á auða lóð, nr. 29 við sömu götu. Húsið við Kirkjuveg 35 var reist árið 1906 […]
Afkoma hafnarsjóðs jákvæð

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2020 á fundir framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 458 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam tæpum 47 millj.kr. Skuldir hafnarinnar í dag eru eingöngu lífeyrisskuldbindingar að upphæð 205 milljónir króna. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi ársreikning og vísaði honum til síðari umræðu í […]
Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum

Á 1545. fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja var staðfestur vilji Fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 25. mars 2019 að stofna starfshóp, með aðkomu ÍBV Héraðssambands, til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Tilgangur starfshópsins var að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum til næstu 10 ára. Markmið starfshópsins […]
Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti listans og Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og […]
Gleðilegt sumar

Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Ákveðið hefur verið að almenn hátíðarhöld í tengslum við sumardaginn 1. í Vestmannaeyjum, verði felld niður í ár, vegna Covid 19 og samkomutakmarkanna. Vestmannaeyjabær hefur engu að síður ákveðið að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum og sjúkradeildinni upp á gleði og söng í tilefni dagsins. Vestmannaeyjabær […]
Vegleg verðlaun í Puffin Run og fyrsti ráshópur

Nú hafa um 1100 hlauparar skráð sig í Puffin Run í Vestmannaeyjum sem haldið verður laugardaginn 8. maí. Þetta er hátt í fjórföldun á keppendafjölda síðasta árs. Frá þessu er greint á vefnum hlaup.is. Í ár verða veitt vegleg peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna og er það nokkur nýjung að svo vegleg verðlaun […]
Steini og Olli buðu einir í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu

Þann 20. apríl voru opnuð tilboð í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu (gamla spítalanum). Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Steini og Olli ehf. kr. 217.283.330 en kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 232.827.700. Frá þessu var greint á fundi framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór í gær. Einnig fór framkvæmdastjóri yfir stöðu verks og […]
Framsókn fyrir fólk eins og þig

Stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Suðurkjördæmi hvetur þig til að hafa áhrif. Þann 19. júní næstkomandi fer prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi fram þar sem félagsmenn kjósa um fyrstu fimm sætin og velja fólk sem það treystir til þjónustu fyrir landsmenn. Á heimasíðu Framsóknar er hægt að skrá sig í flokkinn með rafrænum hætti. Einnig má finna upplýsingar […]