Slepptu lundapysjum í apríl (myndir)

Það var gleði dagur hjá starfsfólk Sea life trust í gær þar sem 11 lundapysjum og tveimur fullorðnum lundum var sleppt út í náttúruna eftir vetursetu á safninu. Allir fuglarnir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð fullri heilsu síðasta haust ýmist vegna meiðsla eða eftir að hafa orðið olíumengun að bráð. Jessica Whiton sýningarstjóri […]

Óbreytt stjórn Herjólfs ohf.

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var á dagskrá bæjarstjórnar í síðustu viku. Samkvæmt 1. tl. D-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, skipar bæjarstjórn aðal- og varamenn skv. samþykktum félagsins. Bæjarstjórn skipar eftirtalda einstaklinga í stjórn Herjólfs ohf. Aðalmenn Arnar Pétursson Guðlaugur Friðþórsson Agnes Einarsdóttir Páll […]

Opnað á sumarflatir

Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. “Við erum að opna á fyrstu 12 núna, veturinn hefur […]

Afar mikilvægt er að einstaklingar sem eru í sóttkví fylgi reglum

Sem kunnugt er hefur smitum á landsvísu fjölgað umtalsvert síðustu daga. Sem stendur er enginn í einangrun í Vestmannaeyjum en tveir einstaklingar eru í sóttkví og sjö í skimunarsóttkví. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem eru í sóttkví og skimunarsóttkví fylgi reglum þar að lútandi í einu og öllu. Nálgast má reglurnar hér https://www.covid.is/flokkar/sottkvi. Þá […]

Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta felld niður

Ákveðið hefur verið að almenn hátíðarhöld í tengslum við sumardaginn 1. í Vestmannaeyjum, verði felld niður í ár, vegna Covid 19 og samkomutakmarkanna. Vestmannaeyjabær hefur engu að síður ákveðið að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum og sjúkradeildinni upp á gleði og söng í tilefni dagsins. Vestmannaeyjabær býður jafnframt bæjarbúum frítt í sundlaugina, Eldheima og Sagnheima […]

Fengu styrk fyrir lundaskoðunarpalli og merkingu gönuguleiða við Sæfell

Nýlega var tilkynnt um stykri frá Uppbyggingasjóði ferðmannastaða fyrir árið 2021. Vestmannaeyjabær fékk samþykkta styrki fyrir lundaskoðunarpalli á við lundaskoðunarhús á Stórhöfða og til gerð og merkingu gönuguleiða við Sæfell (Sæfjall). Verkefnin voru kynnt umhverfis og skipulagsráði Vestmannaeyja á fundi ráðsins í gær. Einnig var farið yfir stöðu verkefna sem fengu úthlutað styrki á síðastliðnu […]

Framtíðarsýn samgangna

Bæjarstjóri fór yfir stöðu og framtíðarsýn samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, m.a. stöðu samgangna á sjó, áskoranir og tækifæri, Landeyjahöfn, stöðu flugsamgangna og áskoranir og tækifæri er tengjast fluginu, þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja, göng, og almenna framtíðarsýn í samgöngum Vestmannaeyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í […]

Starfsári sunnudagaskóla og barna- og æskulýðsstarfs lokið

Sökum fjöldatakmarkanna höfum við í Landakirkju ákveðið að starfsári sunnudagaskóla og barna- og æskulýðsstarfs sé lokið nú fyrir veturinn 2020-2021. Við stefnum þó á að halda okkar árlegu vorhátíð á komandi vordögum ef létt verður nægilega á fjöldatakmörkunum. Starfið mun svo hefjast aftur að fullu með haustinu að loknu sumarfríi (meira…)

Knattspyrnufélagið Týr 100 ára

Þann 1. maí næstkomandi eru rétt eitt hundrað ár liðin frá stofnun Knattspyrnufélagsins Týs.  Við gömlu nágrannarnir á Illugagötunni ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt til að minnast þessara merku tímamóta. Halli Steini ræddi við Halldór frænda í Henson og fékk hann til að rippa upp nokkrum gamaldags íþróttabúningum fyrir okkur af þessu tilefni. Ég var […]

Niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar

Forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, helstu niðurstöður má sjá hér að neðan: a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2020: Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -156.231.000 Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -60.211.000 Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 12.405.835.000 Eigið fé kr. 6.969.004.000 Samstæða […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.