Best að fara með þær út á Hamar

Töluvert hefur fundist af pysjum og hefur 151 pysja verið skráð inn á lundi.is. „Pysjurnar í ár eru bæði fyrr á ferðinni og þyngri en flest undanfarin ár. En hvort tveggja er í raun eins og þetta á að vera í eðlilegu árferði hjá lundanum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins. Björgunarfólk er beðið um […]

Ráðleggja fullorðna fólkinu að kaupa dót í sjoppunni og að haga sér vel

Börnin voru tekin tali fyrir 14. tbl. Eyjafrétta.     Fullt nafn: Andrea Ósk Jónsdóttir. Aldur: 8 ára. Fjölskylda: Mamma mín heitir Kristín Ósk, pabbi minn Jón Helgi/Nonni og stjúpa Kata Laufey. Svo á ég sex systkini og einn hund, hana Perlu.   Hvað ætlar þú að gera í framtíðinni? Vinna á leikskóla og í […]

Gleðilega hinsegin daga – um allt land

Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, […]

Úrbætur á leiðum að vinsælum stöðum

Á fundi bæjarráðs 30. júlí sl. lá fyrir samantekt innviðauppbyggingarnefndar um stöðu innviða m.t.t. ferðaþjónustu og tillögur að úrbótum. Bæjarráð tók á síðasta ári ákvörðun um að skipa sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætti þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í […]

Vegferð Írisar Þórs á Ólympíuleikana

Ólympíuleikarnir í París voru settir sl. föstudag 26. júlí og standa til sunnudagsins 11. ágúst. Íslenski Ólympíuhópurinn telur alls 26 manns en meðal þeirra er tannlæknirinn og Eyjamærin Íris Þórsdóttir sem er stödd á leikunum í hlutverki sjálfboðaliða. Íris er í sambúð með Haraldri Pálssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags og eiga þau saman þrjú börn. […]

Unnið á öllum vígstöðvum í Viðlagafjöru

Framkvæmdirnar í Viðlagafjöru ganga vel og unnið er á öllum vígstöðvum er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Laxeyjar. Búið er að reisa allar átta miðjusúlurnar í fyrsta áfanga og útveggi fyrir þrjú ker. Næst verður farið í að klára að steypa botnana og klára útveggi. Útveggir fyrir minni kerin eru klár og er því […]

Pysjutímabilið fer vel af stað

Nú hafa 44 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið á lundi.is og er meðalþyngd þeirra 315 grömm sem þykir mjög gott. „Vonandi munum við halda áfram að fá feitar og pattaralegar pysjur. Vel gerðar og þungar pysjur, sem eru snemma á ferðinni hafa mun meiri lífslíkur en smáar og síðbúnar pysjur,“ segir í færslu á Facebook-síðu […]

Ríflega 14 þúsund færri farþegar í júlí

farth_herj_nyr

„Herjólfur flutti 75.489 farþega í júlí sem er 14.282  farþegum minna en fluttir voru í júlí árið áður. Fluttir hafa verið 257.638 farþegar fyrstu sjö mánuði ársins sem er rúmlega 3% fækkun frá árinu áður.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net. Hann segir jafnframt að töluverð fækkun hafi verið á farþegum […]

Hagnaðist um 461 milljón króna í fyrra

Félagið Saga Seafood hagnaðist um 461 milljón króna á liðnu ári. Rekja má stóran hluta hagnaðarins til kaupa Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Saga Seafood er í eigu Daða Pálssonar og fjölskyldu. Daði er forstjóri Laxeyjar og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood. Í frétt miðilsins segir að samkvæmt ársreikningi VSV nam kaupverðið 1,5 […]

Vinabæjasamband Vestmannaeyja og Pompei á dagskrá

Eyjamaðurinn Sigurjón á Ítalíu- Vill efla samskipti þjóðanna – Sameina matarmenningu beggja þjóða – Íslandsleiðangur í haust Eyjamaðurinn Sigurjón Aðalsteinsson sem dvelur langdvölum á Ítalíu er með margt á prjónunum þessa dagana. Hefur aflað sér mikilvægra viðskiptasambanda, á Íslandi og ekki síður á Ítalíu. Sér hann mikla möguleika á að koma ítölskum mat í hæsta […]