Malbikað í góða veðrinu

Jóhann Jónsson frá Laufási forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar og hans menn nýttu góða veðrið og voru í óðaönn að malbika þegar blaðamaður Eyjafrétta hitti á þá í hádeginu. “Við fengum einn bíl í morgun og erum bara núna að vinna smá viðgerðir hér og þar. Við höfum varla undan að laga það er svo víða verið […]

Hæglætis haustveður í kortunum

Allt útlit er fyrir hæglætis veður næstu daga samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað í dag, en suðaustan 5-13 m/s og stöku skúrir suðvestantil fram eftir degi. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Breytileg átt 3-10 og úrkomulítið í fyrramálið, en rigning austast, og dálitlar skúrir við vesturströndina. […]

Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel þrátt fyrir Covid

Grétar þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs og fór yfir starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel og hefur tekist ágætlega að glíma við erfiðar aðstæður. Góð aðsókn er í sundlaugina og lítil breyting frá síðasta ári þrátt fyrir Covid. Gætt er vel að sóttvörnum. Núverandi fjöldatakmarkanir eru það rúmar að ekki […]

Leggja til aukningu í síld en samdrátt í makríl og kolmunna

VSV Makríll (3)

Í dag 30. september veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2021 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunar. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og […]

Ýmis mál sem þarf að fara yfir og lag­færa

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur fór í þurrkví í Hafnar­f­irði í gær. Þar fer fram ábyrgðarskoðun, í sam­ræmi við smíðasamn­ing. Gert er ráð fyr­ir að skipið verði frá í um það bil þrjár vik­ur og leys­ir Herjólf­ur III það af á meðan. Fór sá gamli fyrstu ferðina í Land­eyja­höfn í fyrra­dag. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., seg­ir […]

Allir við hesta heilsu á Þórunni

„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið […]

Sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að unnið sé að því að tryggja sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Sjúkratryggingar greiddu í fyrra 546 milljónir króna í ferðakostnað fólks sem þurfti að sækja þjónustu sérfræðilækna utan heimabyggðar. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá manni á Austurlandi sem hefur í heilt ár reynt að […]

Öllum starfsmönnum Isavia í Eyjum sagt upp

Öllum starfsmönnum Isavia við flugvöllin í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavía, í samtali við mbl.is. Flug­völl­ur­inn þjón­ar þó áfram kennsluflugi, sjúkra­flugi og einka­flugi og ljóst að þörf er á ein­hverj­um starfs­kröft­um. „Nú tek­ur við vinna við að greina starf­semi flug­vall­ar­ins í sam­starfi við starfs­menn­ina,“ seg­ir Guðjón, en um­rædd­ir […]

Eitt smit í Eyjum

20200522 153258

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú í einangrun. Níu aðilar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar nú sem fyrr mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent […]

Lokað fyrir heimsóknir

Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna. Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu. Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi. Við sérstakar aðstæður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.