Gular viðvaranir: Suðaustan hríðarveður

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Miðhálendi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 10:00 í fyrramálið og gildir hún til kl. 18:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni í Þrenglsum, á Hellisheiði og í uppsveitum. Einnig búist við talsverðri hálku. […]
Gosmessa og goskaffi í Bústaðakirkju

Í gær fór fram hina árlega gosmessa í Bústaðakirkju í Reykjavík. Tilgangur messunnar var að minnast eldgossins á Heimaey sem hófst 23. janúar, 1973. Messan var vel sótt og var svo boðið upp á sérstakt goskaffi á vegum ÁTVR að messu lokinni. Þema messunnar var uppbygging og upplifun fólks eftir eldgosið á Heimaey. Viðburðurinn var […]
Félagsfundi ÍBV frestað

Fyrirhuguðum félagsfundi ÍBV-íþróttafélags sem átti að fara fram mánudaginn 27. janúar hefur verið frestað vegna breyttra aðstæðna. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega, segir í tilkynningu frá aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags. (meira…)
Litla Mónakó – í heimsklassa!

52.000 nýir Vestmannaeyingar og stærsta hótelkeðja í heimi Óhætt er að segja að nýja árið byrji með látum. World Class til Eyja Í síðustu viku greindi Viðskiptablaðið frá því að World Class væri í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um að reka heilsurækt við sundlaugina í Vestmannaeyjum. Þetta eru aldeilis ánægjulegar fréttir og í raun miklu stærri […]
„Höfum mikla trú á þessari vinnu“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp sem á að skila tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri þann 28. febrúar. Hópinn skipa Björn Ingi Victorsson formaður, sem er endurskoðandi og forstjóri Steypustöðvarinnar, Gylfi Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum og fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri […]
Gul viðvörun: Talsverð eða mikil snjókoma

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Tók viðvörunin gildi á Suðurlandi kl. 14:00 og gildir hún til kl. 02:00 í nótt. Í viðvörunaroðrum segir að búist sé við að talsverð eða mikil snjókoma falli í fremur hægum vindi. Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 […]
Nóttin sem aldrei gleymist

Í dag, 23. janúar eru rétt 52 ár liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Heilt byggðarlag lagðist svo gott sem af. Íbúarnir, eða tæplega fimmþúsund einstaklingar, þurftu að yfirgefa heimili sín um miðja nótt, og mörg þeirra áttu eftir að fara undir ösku og eld. Hluti af eyjunni okkar varð hrauninu að bráð og austurbærinn sem áður var blómleg byggð varð skyndilega horfin heimur. Þessa sögu þekkja allir Íslendingar og hér […]
Fjórir sigrar í röð – Elliði Snær um gengið á HM

Mynd/HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér glæsilegan sigur á Egyptalandi í sínum fyrsta leik í milliriðli 4 á HM í gær. Bæði lið komu inn í milliriðilinn með fjögur stig úr riðlakeppninni, en Ísland er nú í toppsæti með sex stig. Við náðum tali að Eyjamanninum í liðinu, Elliða Snæ Viðarssyni og fengum að […]
Skákþing Vestmannaeyja hefst 2. febrúar

Skráning keppenda á Skákþing Vestmannaeyja 2025 er hafin en mótið hefst sunnudaginn 2. febrúar nk. Mótið er fram í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 og verður teflt á sunnudögum kl. 13.00 og fimmtudögum kl. 19.30. Umhugsunartími á keppenda á skák verður 60 mínútur + 30 sek. á hvern leik. Er þetta sömu tímamörk og undanfarin […]
Hætta rannsókn á skipverjunum Hugins VE

Lögreglan hefur fellt niður rannsókn á máli skipverja Hugins VE vegna skemmdar á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng í innsiglingunni til Eyja í nóvember 2023. Hættuástand almannavarna varð í Vestmannaeyjum við skemmdirnar. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þrír skipverjar á Hugin, skipstjóri, yfirstýrimaður og yfirvélstjóri fengu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins og samdi útgerðin um […]