Huga þarf að hvítu tjöldunum vegna veðurs

Mikið hvassviðri er í Vestmannaeyjum og verður töluverður vindur út alla helgina. Þjóðhátíðarnefnd biður eigendur hvítu tjaldanna að huga vel að tjöldum sínum og festingum. Einnig hefur Herjólfshöllin verið opnuð og mun gæsla taka á móti fólki þar sem þurfa á að halda. (meira…)

Bubbi sáttur með kvöldið

Bubbi Morthens var í góðum gír í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar í morgun eftir vel heppnað gærkvöld á Þjóðhátíð. Hann var meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram á kvöldvökunni og söng Brekkan hástöfum með honum frá byrjun til enda. „Það er heimleið eftir geðveikt kvöld hérna í Eyjum. Eigum við ekki bara að vera […]

Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra

Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]

Taka á móti Njarðvík í Þjóðhátíðarleik

Hinn árlegi Þjóðhátíðarleikur verður leikinn á Hásteinsvelli kl. 14:00 á morgun þegar ÍBV tekur á móti Njarðvík í lengjudeild karla. ÍBV er í öðru sæti deildarinnar og er með Njarðvíkinga á hælum sér sem sitja í því þriðja. „Við hefjum upphitun klukkutíma fyrir leik með grilli og gleði, og verður ÍBV borgarinn landsfrægi og stór […]

Forsetinn á setningu Þjóðhátíðar

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, heimsækja í dag Vestmannaeyjar og verða á setningu Þjóðhátíðar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, tekur á móti forsetahjónum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og ÍBV og leiðir þau um hátíðarsvæðið í Herjólfsdal. Þar verða forsetahjón viðstödd setningarathöfn hátíðahaldanna auk þess sem þau heimsækja hvítu tjöldin og ræða við heimamenn […]

Myllan og Vitinn vígð í gær

Í gærkvöldi var vígsla Myllunnar og Vitans. Jói P. hélt þrumuræðu fyrir hönd Myllunnar og var flugeldasýning í framhaldi af ræðunni. Sindri Freyr Ragnarsson hélt ræðu fyrir Vini Ketils Bónda. Séra Viðar blessaði vitann og Svavar Steingrímsson tendraði hann. Framundan er setning Þjóðhátíðar kl. 14:30 í dag. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net myndaði vígslurnar í gær sem og […]

“Viltu vera memm” – myndband

image_123650291 (2)

Út er komið glænýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Memm “Viltu vera memm”. Myndbandið var tekið upp um borð í Herjólfi á siglingu á milli lands og Eyja. Myndvinnsla og Edit : Natali Osons og Slava Mart. SN Video Production. Dronetökur : Matthew Parsons. (meira…)

Veitukerfið bilaði á Ásavegi

Bilun Asavegur Hs Veitur Tms IMG 5809

Seint í gærkvöld varð vatnslaust í hluta austurbæjar Vestmannaeyja. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna er ástæða þess að upp kom bilun í veitukerfinu seint í gær við Ásaveg og var strax ráðist í viðgerð.  „Allir viðskiptavinir sem þetta hafði áhrif á ættu að vera komnir með vatn aftur.“ segir Sigrún […]

Laufey opnar um helgina 

Laufey Welcome Center mun opna um Verslunarmannahelgina og taka á móti gestum við Þjóðveg 1 á horni Landeyjarhafnarafleggjarans. Reikna má með talsverðri umferð gesta til og frá Vestmannaeyjum þessa helgi og eru þeir sérstaklega velkomnir, sem og allir vegfarendur á Suðurlandi.  Laufey Bistró mun bjóða upp á úrvals matseðil fyrir svanga sælkera. Í Laufey eru […]