Tímabundinn samningur gerður við World Class

Búið er að gera tímabundinn samning við Laugar ehf (World Class) varðandi opnun heilsuræktar í núverandi aðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar. Kom þetta fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Búast má því við að ný heilsurækt muni opna innan skamms í íþróttahúsinu. ,,Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja […]
Áhöfn Þórs heiðruð fyrir mikið björgunarafrek

Við athöfn á Stakkagerðistúni á sjómannadaginn var áhöfnin á björgunarskipinu Þór heiðruð sérstaklega fyrir björgunarafrek. „Þann 5. júní í fyrra björguðu þeir áhöfn seglskútu með harðfylgi og drógu skútuna til hafnar í norðan stormi, allt að 34 metrum á sekúndu og sex metra ðlduhæð,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði atöfninni. „Með öll segl rifin, nánast […]
Ha! Nei!, getur ekki verið!

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]
Ekki orðið sjóslys við Vestmannaeyjar í 23 ár

Geir Jón Þórisson – Minningarorð við minnisvarða drukknaðra og hrapaða á Sjómannadegi: „Ég vil óska öllum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum er mál mitt heyra, gleðilegan sjómannadag. Hér í Eyjum höfum við vanist því að gera þennan dag hátíðlegan og skemmtilegan og það skulum við ávallt hafa í heiðri,“ sagði Geir Jón Þórisson sem […]
Fólk hvatt til að ganga frá lausamunum

Lögreglan vakti athygli á því á facebook síðu sinni í dag að spáð er miklu hvassviðri á morgun 3. júní, með vindhviðum sem gætu farið yfir 25 metra á sekúndu þegar verst lætur. Hún biðlar til fólks að ganga frá lausamunum sem gætu farið af stað í rokinu. (meira…)
Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna. Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang […]
Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]
Sjómannadagurinn: Dagskrá dagsins

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11.00 með dorgveiðikeppni. Á sama tíma opnar bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Eftir hádegi er svo sjómannafjör á Vigtartorgi og um kvöldið færist fjörið upp í Höll. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins. 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar o.fl. 11-15 Akóges: […]
Golfmót, bílasýning og stórtónleikar

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar heldur áfram í dag. Dagskrá dagsins hófst snemma í morgun með sjómannagolfmóti Ísfélagsins. Klukkan 16.00 verða blóm lögð að minnisvarðanum á Skansinum. Milli klukkan 16-18 verður svo Bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Í kvöld klukkan 21.00 verða svo stórtónleikar í Höllinni þar sem Nýdönsk spilar. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast […]