Semja um kaup á vinnslubúnaði fyrir laxasláturhús

Laxey og Ístækni hafa undirritað samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús fyrirtækisins í gæðaframleiðslu á landeldislaxi. Lausnin tryggir fyrsta flokks meðhöndlun hráefnis frá upphafi til enda ferilsins og stuðlar að hámarksgæðum lokaafurðar. Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt frá slátrun að flokkunarlínu. Tækin samanstanda af blæði-/kælitanki, handslæingarlínu, auk þvottakerfis fyrir sjálfvirk […]
Stefnan í vinnslu

Tjón á neysluvatnslögn var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að lögmenn Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. séu að vinna að stefnu vegna tjóns sem varð á neðansjávarlögninni NSL-3 í nóvember 2023 þegar akkeri festist í og skemmdi lögnina. Verður útgerðarfélagi skipsins stefnt fyrir dóm auk tryggingafélaga. Stefnan er […]
Fimm tilboð bárust í gervigras

Þann 6. febrúar sl. voru opnuð tilboð í gervigras á Hásteinsvöll. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja. Þar segir jafnframt að fimm tilboð hafi borist. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 96.795.000 kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi: Laiderz ApS-tilboð 1: 92.909.027 kr. Laiderz ApS-tilboð 2: 101.386.627 kr. Metatron ehf.-tilboð 1: 117.806.755 kr. Metatron ehf.-tilboð […]
Funduðu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með nýjum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Eyjólfi Ármannssyni, þann 6. febrúar sl. Farið var yfir þau mál sem eru á borði ráðherrans og snerta Vestmannaeyjabæ, segir í fundargerð bæjarráðs. Þar var farið yfir dýpkun í Landeyjahöfn, en útboð er áætlað í vor og nýr samningur í framhaldi. Nauðsynlega þarf að tryggja tæknilega getu […]
Þrátt fyrir loforð…

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net fylgdist með Herjólfi koma inn til Eyja í gær. Í skeyti með myndasyrpunni segir hann: „Nú siglir Herjólfur dag eftir dag til Þorlákshafnar. Reikna má með að svo verði áfram næstu daga þar sem veðurspá er ekki góð fyrir siglingar í Landeyjahöfn. Dýpi í innsinglingunni í Landeyjahöfn er orðið 2,8 […]
Unnið að því að fjölga fastráðnum læknum

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra HSU og framkvæmdastjóra lækninga þann 29. janúar sl. Farið var yfir mönnunina á sjúkradeild og heilsugæslunni á starfstöðinni í Eyjum og hugmyndir varðandi það að styrkja þjónustuna. Unnið er að því að fjölga fastráðnum læknum á heilsugæslunni en þar eru fjögur stöðugildi sem ekki hefur tekist að manna að fullu […]
Styrkja ÍBV um 13 milljónir vegna hitalagna

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið fyrir á ný beiðni ÍBV-íþróttafélags um fjárveitingu til að hægt sé að setja hitalagnir undir Hásteinsvöll. Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi D lista, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja tillögu vegna málsins um hitalagnir undir Hásteinsvöll. Meirihluti bæjarstjórnar greiddi atkvæði með tillögu forseta bæjarstjórnar um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Úr […]
Almenn ánægja með þjónustu HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur innleitt nýja þjónustukönnun sem send er til þeirra sem leita þjónustu stofnunarinnar. Greint er frá fyrstu niðurstöðum þjónustukönnunarinnar á vef stofnunarinnar. Þær sýna að almennt eru þjónustuþegar ánægðir með þjónustu HSU. Nú hafa 2226 þjónustuþegar svarað könnuninni og gáfu HSU meðaleinkunnina 4,3 af 5 mögulegum stigum. Viðmót starfsfólks: 92% þjónustuþega telja […]
Fjölmargir spennandi viðburðir framundan í Eyjum

Nóg er um að vera hér í Eyjum á komandi mánuðum, og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Ýmsir viðburðir, ráðstefnur, hlaup og skemmtanir standa til. Hér er yfirlit yfir helstu viðburðina sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Pöbbkviss á Háaloftinu í Höllinni Næstkomandi laugardag, 15. febrúar munu Jón Helgi Gíslason og […]
Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi á fundi í Kaldalóni í Hörpu kl. 12-13.30 í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru: Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Það […]