Bíll ók inn í Sölku

Óhapp varð við verslunina Sölku í morgun stuttu eftir opnun, þegar bíll ók inn um glugga verslunarinnar. Tveir menn voru í bílnum og ekki er ljóst hvað gerðist nákvæmlega. “Ég stóð hérna rétt hjá að tala við viðskiptavin þegar þetta gerðist. Húddið kom allt hérna inn um gluggann með töluverðum látum. Það er ljóst að […]
Vöruhúsið opnar í Vöruhúsinu

Anton Örn og Róbert – Nýr veitingastaður í Vöruhúsinu ::Ætla að bjóða léttan og góðan mat á sanngjörnu verði ::Þakklát fyrir jákvæð viðbrögð Nýr veitingarstaður verður opnaður að Skólavegi 1 þegar líður að sumri. Þeir Anton Örn Eggertsson og Róbert Agnarsson standa á bakvið staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Eyjafólk sem fylgst hefur með framkvæmdum hefur velt […]
Miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum stórskipahafnar

Ég skrifa fyrir hönd SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary til að lýsa eindregnum mótmælum okkar að fyrirhugaðri byggingu stórskipahöfns beint á móti Klettsvík. Sem stofnun, sem er tileinkuð velferð Mjaldra, höfum við miklar áhyggjur af hugsanlegum skaðlegum áhrifum sem þessi þróun myndi hafa á griðastað okkar og nágranna umhverfi. Bygging og rekstur stórskipahöfns í […]
Ráðherrann ræður

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: ‘’Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um […]
Kosið í ráð, nefndir og stjórnir

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var á dagskrá bæjarstjórnar í líðinni viku. Samkvæmt 1. tl. A-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn þrjá aðalfulltrúa og jafnmarga til vara í bæjarráð ár hvert. Fyrir liggur þessi tillaga um óbreytt bæjarráð: Aðalfulltrúar Njáll Ragnarsson, formaður Jóna […]
Vilja minnisvarða í íbúakosningu

Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið en fyrr í vikunni lágu fyrir bæjarráði drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á […]
Sigur hjá konum og tap hjá körlum

ÍBV konur í Olísdeildinni gerðu góða ferð í Breiðholtið í dag þar sem þær mættu ÍR. ÍBV var yfir allan leikinn og fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Leiknum lauk með sigri Eyjakvenna, 20:27 og eru þær í fjórða sæti með 18 stig. Markahæstar ÍBV kvenna voru Elísa og Birna Berg með sjö mörk. Marta […]
KSÍ – Ingi og Trausti í stjórn

Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson er aftur kominn í stjórn KSÍ eftir glæsilega kosningu á ársþingi sambandsins í dag þar sem Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður. Sjö manns buðu sig fram í fjögur laus sæti í stjórn KSÍ og var Ingi einn þeirra. Sá sem flest atkvæði hlaut fékk 114 og kom Ingi á hæla hans með […]
Mosfellingar mættir aftur

Það má búast við skemmtilegum handboltaleik í íþróttamiðstöðinni í dag þegar strákarnir frá Aftureldingu í heimsókn í annað sinn í þessum mánuði. Liðin mættust fyrr skemmstu í áttaliða úrslitum bikarsins þar sem ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum. Liðin mætast nú í 17. umferð Olísdeildar karla. Afturelding er um þessar mundir í þriðja sæti deildarinnar […]
Útkall – Helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum

Nýjasti Útkallsþátturinn á visir.is, sem er öllum aðgengilegur, verður helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum. Annars vegar hetjuleg björgun fyrir utan Grindavík þegar 12 skiprotsmönnum af Gjafari frá Vestmannaeyjum var bjargað á land eftir að báturinn strandaði þar í foráttubrimi. Einnig verður sagt frá annarri björgun mánuði fyrr – þegar sami bátur flutti 440 manns til Þorlákshafnar […]