Myndasyrpa frá göngumessu

Í gær var venju samkvæmt haldin göngumessa, en hefð er fyrir henni á Goslokahátíð. Messan hófst í Landakirkju og var gengið að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna þar sem sóknarnefnd bauð upp á súpu og brauð. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sáu um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sáu um bænahald við Stafkirkjuna. Óskar Pétur Friðriksson, […]

Fjör á föstudagstónleikum – myndir

Í gærkvöldi  voru tvennir tónleikar. Þeir fyrri voru í Eldheimum og þar voru flutt sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk undir yfirskrftinni: „Úr klassik í popp“. Var um aukatónleika að ræða þar sem það seldist upp á þá fyrri. Í Höllinni hélt Todmobile stórtónleika, þar sem var nánast húsfyllir og mikið stuð. Myndasyrpu […]

Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar – myndir

Fjöldi fólks er nú í Eyjum að skemmta sér á Goslokahátíð. 52 ár eru síðan goslokum var líst yfir á Heimaey og er haldið upp á það þessa dagana með mikilli dagskrá. Ljósmyndari okkar Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson var á vappinu um alla Eyju í gær. Hægt er að skoða myndasyrpu hans frá gærdeginum hér […]

Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]

Tónlist og spjall á Vigtartorgi

Nú má segja að Goslokahátíð eigi sér loks samastað, Vigartorgið er orðið bæjarprýði og þar fóru allir stærstu viðburðir hátíðarinnar fram. Þar var margt um manninn á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér við hressilega tónlist og að hitta mann og annan. Það er einmitt það sem goslokahátíðin er, eitt stórt ættarmót þar sem hresst er […]

Sjómannadagur í skugga eldgossins

Hátíðarhöld í Vestmannaeyjum á sjómannadag 3. júní 1973 voru látlaus enda eldgosið enn í gangi og allt á kafi í vikri. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem þá var gjaldkeri Sjómannadagsráðs, segir að Jóhannes Kristinsson formaður ráðsins hafi verið mjög ákveðinn í að athöfnin við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða félli ekki niður. Tvær leiguflugvélar flugu með […]

Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu.  Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]

Dansað, fiskað og róið á laugardaginn – Myndir

Fyrst á dagskrá á laugardaginn var ferð upp á Heimaklett með Svabba og Pétri Steingríms og fóru tæplega fimmtíu manns með í förina. Dorgveiðikeppni SJÓVE var haldin og róið var í tæpar fjórar klukkustundir á planinu við Brothers Brewery til styrktar minningarsjóði Gunnars Karls. Þeir sem áttu leið fram hjá HS veitum tóku eflaust eftir […]

Föstudagurinn festur á filmu

Bærinn iðaði af lífi á föstudaginn enda dagskrá goslokahátíðar þétt og mikil. Listasýningarnar voru á sínum stað og Ísfélagið hélt bæði barnaskemmtun á Vigtartorgi og litahlaup þar sem hlaupið var frá Krossinum við Eldfell og niður á Nausthamarsbryggju. Þátttakendur voru hvattir til þess að mæta í hvítum fötum og þeir litaðir með litapúðri. Ýmsir básar […]

Þakka fyrir höfðinglegar móttökur

Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný. Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.