Gefa hljóðfæri Oddgeirs og efna til tónleika

Í goslokavikunni þann 4. júlí nk. ætla ættingjar Oddgeirs Kristjánssonar að afhenda Byggðasafni Vestmannayja píanó, gítar, fiðlu og horn Oddgeirs, sem mörg lög hans voru samin á. Í tilefni þess ætlar alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn að efna til tónleika og flytja bæði þekktari lög Oddgeirs sem og þau sem sjaldan eru spiluð. Gerð verður grein […]
Listaverk úr Barbie og Legókubbum

Berglind Sigmarsdóttir, myndlistakona og eigandi veitingastaðarins GOTT, er ein þeirra listamanna sem verða með sýningu yfir Goslokin. Sýningin ber nafnið Leikfangalist – Toy Art, en til sýnis og sölu verða verk gerð úr hinum ýmsu leikföngum. Einnig verða til sölu eftirprent af myndunum. Myndirnar eru teknar af Kristbjörgu Sigurjónsdóttur og eru prentaðar á 180 gr. […]
Allt um Goslokin á Eyjafréttir.is

Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana […]
Mín Heimaey – Goslokalag 2023 eftir Pétur Erlendsson

Goslokalag Vestmannaeyja í ár ber nafnið Mín Heimaey og er eftir Pétur Erlendsson. Hlusta má á lagið hér fyrir neðan og link á Spotify má finna hér. (meira…)
Fjölbreytt dagskrá á Goslokum

Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra. Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði […]
Minnisvarðinn lætur bíða eftir sér

Í febrúar á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að veita 2 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Gerður var samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í september sl., viljayfirlýsingu um samvinnu við gerð minnisvarða í tilefni 50 ára […]