Nóg framundan hjá Memm

xr:d:DAFZLCupEGs:2,j:2816256527,t:23013020

Það stefnir í hörku dansiball á Skipasandi laugardagskvöldið 8. júlí þar sem eyjahljómsveitirnar Mucky Muck, Memm og Brimnes munu leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Nú á dögum hitti blaðamaður á Memm menn og konu á háalofti Hallarinnar þar sem stífar æfingar voru í gangi fyrir stóra kvöldið. Hljómsveitina skipa söngvararnir Hafþór Elí Hafsteinsson […]

Tvö varðskip til sýnis á Goslokahátíðinni

Varðskipið Óðinn, fyrsta safnskip Íslendinga, kemur til Vestmannaeyja að morgni goslokadagsins 3. júlí í tilefni Goslokahátíðar 2023. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, kemur með skipinu frá Reykjavík. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, segir að varðskipið sigli inn í Vestmannaeyjahöfn kl. 9.40 á mánudagsmorgun og mæta Herjólfi á leiðinni. Skipin munu heilsast með skipsflautum á […]

Ingó og BlazRoca á Goslokum

Þá er ekki nema undir vika í að Goslokahátíð 2023 gangi í garð mánudaginn þann 3. júlí. Goslokanefnd hefur nú skilað af sér hátíðardagskránni í endanlegri útfærslu. Meðal breytinga á dagskrá má nefna að varðskipið Þór verður nú að auki til sýnis ásamt varðskipinu Óðni, og í stað eins unglingaballs á föstudaginn fyrir árganga 2006-2009 í […]

Gefa hljóðfæri Oddgeirs og efna til tónleika

Í goslokavikunni þann 4. júlí nk. ætla ættingjar Oddgeirs Kristjánssonar að afhenda Byggðasafni Vestmannayja píanó, gítar, fiðlu og horn Oddgeirs, sem mörg lög hans voru samin á. Í tilefni þess ætlar alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn að efna til tónleika og flytja bæði þekktari lög Oddgeirs sem og þau sem sjaldan eru spiluð. Gerð verður grein […]

Listaverk úr Barbie og Legókubbum

Berglind Sigmarsdóttir, myndlistakona og eigandi veitingastaðarins GOTT, er ein þeirra listamanna sem verða með sýningu yfir Goslokin. Sýningin ber nafnið Leikfangalist – Toy Art, en til sýnis og sölu verða verk gerð úr hinum ýmsu leikföngum. Einnig verða til sölu eftirprent af myndunum. Myndirnar eru teknar af Kristbjörgu Sigurjónsdóttur og eru prentaðar á 180 gr. […]

Allt um Goslokin á Eyjafréttir.is

Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana […]

Fjölbreytt dagskrá á Goslokum

Í tilefni 50 ára goslokaafmælis verða hátíðarhöld vikulöng að þessu sinni, en Goslokahátíð fer fram 3. – 9. júlí. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi bæði innan- og utandyra. Barnadagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann í boði […]

Minnisvarðinn lætur bíða eftir sér

Í febrúar á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að veita 2 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Gerður var samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í september sl., viljayfirlýsingu um samvinnu við gerð minnisvarða í tilefni 50 ára […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.