Færeyingar okkur fremri

Óhætt er að segja að frændur okkar, Færeyingar standi okkur framar er kemur að framtíðarsýn í samgöngum. Nú eru þeir að leggja af stað í gerð enn einna jarðgangna.  Göngin sem eru rúmlega 11 km löng og munu tengja saman Hvitanes og svo splittast þau með hringtorgi þar sem bæði Strendur og Rókin tengjast göngunum […]

Spenna fyrir prófkjör

Nú styttist allverulega í að fólk fari að gefa sig upp í það sæti sem það sækist eftir í prófkjörum fyrir Alþingiskosningarnar sem verða í haust. Ekki eru allir flokkar þó með prófkjör. Spennan er einna mest hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stefnir í að 3-4 komi til með að berjast um oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Ragnheiður […]

Máttleysi minnihlutans

Hún lét kannski ekki mikið yfir sér, yfirlýsingin frá Eyjalistanum sem send var út á laugardaginn. En þar er farið þess á leit við bæjarstjórn að hún beiti sér fyrir því að borgarafundur um samgöngumál verði haldinn. Nú er hvíslað um að þarna sé máttleysi minnihlutans endanlega undirstrikað – þegar hann fer þess á leit […]

Bæjarbúar segja sitt álit

Eyjar.net hefur nú mælt vilja bæjarbúa í samgöngumálum, auk traust á þeim sem fara með þau mál – tvö ár í röð. Vonandi geta ráðamenn nýtt sér þetta plagg til ákvarðanatöku um næstu skref í málinu – sem hlýtur að þurfa að fara að taka. Eitt er nú hvíslað um á götum Vestmannaeyjabæjar. Það er […]

Fjölluðu um vitlausa könnun

Eyjafrettir.is fjölluðu í gær um skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Eyjar.net undir fyrirsögninni „Sameinast í kröfu um nýtt skip og endurbætur á Landeyjahöfn”. Ekki verður betur séð en þeir hafi farið áravillt – því könnunin sem vísað er í er frá því í febrúar 2015. Í fréttinni segir m.a: „Yfir 80 prósent segja stöðuna í […]

Enn um samanburð skipa

Athygli vakti er Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar sagði í viðtali við Rúv að dýpkunarskipin Dísa og Galilei 2000 ristu jafn mikið og því væri um misskilning að ræða þegar talað væri um að Dísa væri að dýpka fyrir Galilei. Orðrétt sagði hann: „Þau rista jafndjúpt, þó Galilei sé miklu stærra skip. Galilei mun dæla upp […]

Dýpkað fyrir dýpkunarskipið

Nú styttist í að dýpkunarskipið Galilei 2000 komist á áfangastað við Landeyjahöfn. Fyrst stefnir þó í að Dísan, skip Björgunar þurfi að mæta á svæðið og dýpka til þess að belgíska skipið nái að athafna sig við höfnina. Belgíska skipið er þannig úr garði gert að rörið á því nær undir mitt skipið og því […]

Skipstjórarnir fá áheyrn

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hafa skipstjórarnir sem sendu innanríkisráðherra bréf í lok árs í fyrra og innihélt ósk um áheyrn hennar – vegna vanda Landeyjahafnar fengið boð um að mæta til fundar í ráðuneytið. Verður um tímamótafund að ræða – þar sem ekki hefur hingað til tekist hjá skipstjórnarmönnum sem siglt hafa um Landeyjahöfn að […]

Áskorun til Ólafar

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hefur Ólöf Nordal ráðherra samgöngumála fengið í hendurnar áskorun frá þeim skipstjórum sem siglt hafa í Landeyjahöfn lengst af. Ekki er ólíklegt að þeir geti “hvíslað” af reynslu sinni – góð ráð í eyru ráðherrans en þeir hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar ný ferja hefur verið hönnuð. Mun verða […]

Samanburður skipa

Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við áhafnameðlimi dýpkunarskipsins Taccola. Ágætis viðtal um þeirra sýn á dýpkun í og við Landeyjahöfn. Í niðurlagi greinarinnar er fullyrt að dýpkunarskipið sé svipað að stærð og gríska ferjan Achaeos, sem umræða hefur verið um að fá til reynslu í Landeyjahöfn. Orðrétt segir í niðurlaginu: „Þess má geta að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.