Fjölluðu um vitlausa könnun

Eyjafrettir.is fjölluðu í gær um skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Eyjar.net undir fyrirsögninni „Sameinast í kröfu um nýtt skip og endurbætur á Landeyjahöfn”. Ekki verður betur séð en þeir hafi farið áravillt – því könnunin sem vísað er í er frá því í febrúar 2015. Í fréttinni segir m.a: „Yfir 80 prósent segja stöðuna í […]
Enn um samanburð skipa

Athygli vakti er Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar sagði í viðtali við Rúv að dýpkunarskipin Dísa og Galilei 2000 ristu jafn mikið og því væri um misskilning að ræða þegar talað væri um að Dísa væri að dýpka fyrir Galilei. Orðrétt sagði hann: „Þau rista jafndjúpt, þó Galilei sé miklu stærra skip. Galilei mun dæla upp […]
Dýpkað fyrir dýpkunarskipið

Nú styttist í að dýpkunarskipið Galilei 2000 komist á áfangastað við Landeyjahöfn. Fyrst stefnir þó í að Dísan, skip Björgunar þurfi að mæta á svæðið og dýpka til þess að belgíska skipið nái að athafna sig við höfnina. Belgíska skipið er þannig úr garði gert að rörið á því nær undir mitt skipið og því […]
Skipstjórarnir fá áheyrn

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hafa skipstjórarnir sem sendu innanríkisráðherra bréf í lok árs í fyrra og innihélt ósk um áheyrn hennar – vegna vanda Landeyjahafnar fengið boð um að mæta til fundar í ráðuneytið. Verður um tímamótafund að ræða – þar sem ekki hefur hingað til tekist hjá skipstjórnarmönnum sem siglt hafa um Landeyjahöfn að […]
Áskorun til Ólafar

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hefur Ólöf Nordal ráðherra samgöngumála fengið í hendurnar áskorun frá þeim skipstjórum sem siglt hafa í Landeyjahöfn lengst af. Ekki er ólíklegt að þeir geti “hvíslað” af reynslu sinni – góð ráð í eyru ráðherrans en þeir hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar ný ferja hefur verið hönnuð. Mun verða […]
Samanburður skipa

Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við áhafnameðlimi dýpkunarskipsins Taccola. Ágætis viðtal um þeirra sýn á dýpkun í og við Landeyjahöfn. Í niðurlagi greinarinnar er fullyrt að dýpkunarskipið sé svipað að stærð og gríska ferjan Achaeos, sem umræða hefur verið um að fá til reynslu í Landeyjahöfn. Orðrétt segir í niðurlaginu: „Þess má geta að […]
Þingmenn heimsækja Heimaey

Næsta vika er kjördæmavika hjá Alþingi og verða þingmenn kjördæmisins í Eyjum á morgun, mánudag ef fært verður í Landeyjahöfn samkvæmt heimildum Eyjar.net. Ekki er nákvæmlega vitað hvernig dagskrá þingmannana lítur út í heimsókninni fyrir utan að þeir verða í Eldheimum eftir hádegi á morgun. Þar hitta þeir væntanlega bæjarfulltrúa Eyjanna. Fastlega má búast við […]
Alvöru dýpkunarskip á leiðinni

Nú berast þær fregnir að hagstæðasta tilboðið í sanddælingu í og við Landeyjahöfn hafi komið frá belgísku stórfyrirtæki að nafni Jan de Nul. Fyrirtækið hefur boðið skipið Pinta sem er 90 metrar að lengd til verksins. Alvöru skip sem er u.þ.b 20 metrum lengra en núverandi Herjólfur og 25 metrum lengra en skipið sem búið […]
Bölvuð afskiptasemi er þetta

Ljóst er að bæjarráð Vestmannaeyja hefur talað fyrir munn margra með ályktun sinni í gær vegna fyrirhugaðrar byggingar bankans í miðbæ Reykjavíkur. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans svaraði þessu í gær og sagði ekki standa til að byggja neina „flottræfilshöll“. Þó nokkrir hafa tjáð sig um þetta viðtal bankastjórans. Einn þeirra sem skrifar um málið er Gunnar Þór Heiðarsson. Hann […]
Af hverju núna?

Síðastliðin ár hefur oft komið upp umræða um bann við bekkjabílum á Þjóðhátíð. Bekkjabílar eru víst á gráu svæði er kemur að lagabókstafnum. En það sem bílar þessir hafa haft með sér í gegnum tíðina er mjög lá slysatíðni. Hvíslað er um bæinn að ekki muni menn eftir slysi tengt bekkjabílunum síðustu ár. Síðan eru […]