Loforðið tekið upp í skuld

Það er dapurlegt til þess að vita að loforð um fjárstuðning ríkisins til kaupa á tölvusneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahúsið í Eyjum hafi verið svikið. Það virðist þó vera raunin. Um málið má m.a. lesa í blaði Eyjafrétta 6. maí sl. Kvenfélagið Líkn stóð fyrir söfnun hér innanbæjar um kaup á nauðsynlegu tölvusneiðmyndatæki. Tækið sem um ræðir kostaði […]
Á þá verður að hlusta

Um helgina tjáðu sig tveir skipstjórar sem siglt hafa til Landeyjahafnar þegar hún hefur verið opin. Annarsvegar var það hinn reyndi skipstjóri Herjólfs , Steinar Magnússon sem senn nær þeim áfanga að sigla ferjunni í 3000 ferðum og hinsvegar skipstjóri Víkings, Sigurmundur Gísli Einarsson sem á að baki flestar ferðir það sem af er ári […]
Sanddæla

Þeir eru margir sem eru að klóra sér í hausnum yfir hrakförum Landeyjahafnar. Einn áhugasamur Eyjamaður benti Eyjar.net á almennilega dælu sem hönnuð væri í að dæla upp sandi. Lét hann neðangreint myndband fylgja með og sagði að þarna væri um öfluga dælu að ræða sem vafalaust myndi nýtast vel í og við Landeyjahöfn. Nánar […]
Upphlaupið í janúar

Í janúar sl. ákvað Vegagerðin að nú skildi dýpka Landeyjahöfn. Ekki dugði minna til en þrjú dýpkunarskip. Fyrst fór Dísan, en ekki vildi betur til en svo að skipið varð fyrir tjóni á svæðinu og þurfti því frá að hverfa. Í kjölfarið var bæði Perlunni og Sóley stefnt í höfnina til að dýpka. En spurningin […]
Vegagerðin til Vestmannaeyja?

Eitt af stóru málum núverandi ríkisstjórnar er að flytja ríkisstofnanir á landsbyggðina. Búið er að samþykkja flutning Fiskistofu til Akureyrar – svo eitthvað sé nefnt. Enn landsbyggðin er jú meira en bara Akureyri. Því bíða margir spenntir eftir næsta útspili ríkisstjórnarinnar um hvaða ríkisstofnun sé næst á landsbyggða-listanum. Nú er hvíslað, í ljósi samgöngu-vandræðna […]
Á útleið!

Hvíslað er um það núna að þegar ljóst var að Jórunn væri að flytja frá Vestmannaeyjum og þar af leiðandi á útleið úr bæjarstjórn, væri sterkur leikur hjá henni að standa uppúr stól bæjarfulltrúa og eftirláta hann til næsta fulltrúa E listans. (meira…)
Heilbrigðisstofnun í bobba

Nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunnar er ekki í öfundsverðri stöðu. Stofnunin hefur síðustu ár safnað miklum skuldum sem erfitt verður að vinda ofan af. 2 af 4 heilsugæslulæknum eru hættir. Sá þriðji bætist við í sumar. Staða skurðlæknis er komin niður í 25% starf og engin svæfingalæknir verið hér í þó nokkurn tíma. Þá er lyflæknirinn hugsanlega […]
Sinnaskipti bæjarstjóra
Meirhluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja barðist hart fyrir ráðherrastól undir Unni Brá Konráðsdóttur þingkonu suðurkjördæmis. Eyverjar félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum tók einnig virkan þátt í þessari baráttu. Niðurstaða formanns flokksins var hins vegar allt önnur. Formaðurinn valdi Ólöfu Nordal í stólinn. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, ritaði pistil af þessu tilefni. Þar dásamaði Elliði ákvörðun […]
Þær mættu ekki!

Einnig náðist að koma inn í dagskránna kynningarfundi varðandi grísku ferjuna, sem nokkrir aðilar fóru til að skoða nú nýlega og þykir vera álitlegur kostur til siglinga í Landeyjahöfn. Nú er hinsvegar hvíslað um það í Eyjum að tveir kjörnir fulltrúar í þingmannaliðinu sem hingað kom hafi skrópað á umræddann fund. Sást til þeirra tveggja […]
Spá Vegagerðarinnar

Nú er komin fram í dagsljósið skýrsla Vegagerðarinnar um umferðaspá milli lands og Eyja næstu tvo áratugina. Hún er vægast sagt frábær fyrir okkur sem byggjum þennan bæ. Stöðug aukning svo langt sem spáin nær, eða kannski réttara sagt – stöðugt meiri eftirspurn eftir að komast til Eyja. Samkvæmt líklegustu spá skýrslunnar má reikna með […]