Þingmenn heimsækja Heimaey

Næsta vika er kjördæmavika hjá Alþingi og verða þingmenn kjördæmisins í Eyjum á morgun, mánudag ef fært verður í Landeyjahöfn samkvæmt heimildum Eyjar.net. Ekki er nákvæmlega vitað hvernig dagskrá þingmannana lítur út í heimsókninni fyrir utan að þeir verða í Eldheimum eftir hádegi á morgun. Þar hitta þeir væntanlega bæjarfulltrúa Eyjanna. Fastlega má búast við […]

Alvöru dýpkunarskip á leiðinni

Nú berast þær fregnir að hagstæðasta tilboðið í sanddælingu í og við Landeyjahöfn hafi komið frá belgísku stórfyrirtæki að nafni Jan de Nul. Fyr­ir­tækið hef­ur boðið skipið Pinta sem er 90 metr­ar að lengd til verksins. Alvöru skip sem er u.þ.b 20 metrum lengra en núverandi Herjólfur og 25 metrum lengra en skipið sem búið […]

Bölvuð afskiptasemi er þetta

Ljóst er að bæjarráð Vestmannaeyja hefur talað fyrir munn margra með ályktun sinni í gær vegna fyrirhugaðrar byggingar bankans í miðbæ Reykjavíkur. Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans svaraði þessu í gær og sagði ekki standa til að byggja neina „flott­ræf­ils­höll“. Þó nokkrir hafa tjáð sig um þetta viðtal bankastjórans. Einn þeirra sem skrifar um málið er Gunnar Þór Heiðarsson. Hann […]

Af hverju núna?

Síðastliðin ár hefur oft komið upp umræða um bann við bekkjabílum á Þjóðhátíð. Bekkjabílar eru víst á gráu svæði er kemur að lagabókstafnum. En það sem bílar þessir hafa haft með sér í gegnum tíðina er mjög lá slysatíðni. Hvíslað er um bæinn að ekki muni menn eftir slysi tengt bekkjabílunum síðustu ár. Síðan eru […]

Loforðið tekið upp í skuld

Það er dapurlegt til þess að vita að loforð um fjárstuðning ríkisins til kaupa á tölvusneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahúsið í Eyjum hafi verið svikið. Það virðist þó vera raunin. Um málið má m.a. lesa í blaði Eyjafrétta 6. maí sl. Kvenfélagið Líkn stóð fyrir söfnun hér innanbæjar um kaup á nauðsynlegu tölvusneiðmyndatæki. Tækið sem um ræðir kostaði […]

Á þá verður að hlusta

Um helgina tjáðu sig tveir skipstjórar sem siglt hafa til Landeyjahafnar þegar hún hefur verið opin. Annarsvegar var það hinn reyndi skipstjóri Herjólfs , Steinar Magnússon sem senn nær þeim áfanga að sigla ferjunni í 3000 ferðum og hinsvegar skipstjóri Víkings, Sigurmundur Gísli Einarsson sem á að baki flestar ferðir það sem af er ári […]

Sanddæla

Þeir eru margir sem eru að klóra sér í hausnum yfir hrakförum Landeyjahafnar. Einn áhugasamur Eyjamaður benti Eyjar.net á almennilega dælu sem hönnuð væri í að dæla upp sandi. Lét hann neðangreint myndband fylgja með og sagði að þarna væri um öfluga dælu að ræða sem vafalaust myndi nýtast vel í og við Landeyjahöfn. Nánar […]

Upphlaupið í janúar

Í janúar sl. ákvað Vegagerðin að nú skildi dýpka Landeyjahöfn. Ekki dugði minna til en þrjú dýpkunarskip. Fyrst fór Dísan, en ekki vildi betur til en svo að skipið varð fyrir tjóni á svæðinu og þurfti því frá að hverfa. Í kjölfarið var bæði Perlunni og Sóley stefnt í höfnina til að dýpka. En spurningin […]

Vegagerðin til Vestmannaeyja?

Eitt af stóru málum núverandi ríkisstjórnar er að flytja ríkisstofnanir á landsbyggðina. Búið er að samþykkja flutning Fiskistofu til Akureyrar – svo eitthvað sé nefnt. Enn landsbyggðin er jú meira en bara Akureyri. Því bíða margir spenntir eftir næsta útspili ríkisstjórnarinnar um hvaða ríkisstofnun sé næst á landsbyggða-listanum.   Nú er hvíslað, í ljósi samgöngu-vandræðna […]

Á útleið!

Hvíslað er um það núna að þegar ljóst var að Jórunn væri að flytja frá Vestmannaeyjum og þar af leiðandi á útleið úr bæjarstjórn, væri sterkur leikur hjá henni að standa uppúr stól bæjarfulltrúa og eftirláta hann til næsta fulltrúa E listans. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.