„Verið að fara í manninn en ekki boltann”

stebbi_fridriks

Ísfé­lag hf. hefur birt árs­hluta­reikn­ing félagsins fyr­ir fyrri hluta árs­ins 2025. Fram kemur í tilkynningu að fé­lagið hafi verið rekið með tapi á tíma­bil­inu, sem að mestu má rekja til mik­ill­ar veik­ing­ar banda­ríkja­doll­ars, upp­gjörs­mynt­ar Ísfé­lags­ins. Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld […]

Nútímaskip orðin ein tölva

Það var í mörg horn að líta hjá Ólafi Einarssyni, skipstjóra á nýrri Heimaey VE 1 og áhöfn hans þegar blaðamaður leit þar við. Allt á fullu undirbúa skipið fyrir fyrsta túrinn eftir að Ísfélagið fékk skipið afhent. „Við erum að aðlaga skipið að okkar þörfum, smá breytingar hér og þar en heilt yfir lítur […]

Nauðsynlegt að endurnýja flotann

„Hér er vélgæslukerfi og hægt að sjá og stýra flestum kerfum skipsins. Við getum kveikt ljós á dekkinu með þessum skjá ef því er að skipta. Sett aðalvél í gang og fylgst með öllu, RSW-kælikerfið er hérna líka en þegar við erum að dæla inn fiski erum við uppi í dekkhúsi þar sem við erum […]

Stefnan að selja eldri skip og kaupa ný og öflugri

„Hugmyndin kviknaði fyrir einu eða tveimur árum þegar við fórum að huga að því að yngja upp og endurnýja flotann okkar. Töldum of dýrt að fara í nýsmíði og hófum leit að notuðu skipi sem gæti hentað okkar útgerð. Það var svo í fyrravor sem við fengum tækifæri á að skoða þetta skip, Pathway frá […]

Komnir í Smuguna í leit að makríl

DSC 1795

Makrílvertíðin stendur nú yfir og hafa veiðarnar gengið upp og ofan. Heimaey VE kom til heimahafnar í gær með um 450 tonn. „Við erum búnir að fá rúm 5.000 tonn og það er því nóg eftir af kvótanum sem er um 20.000 tonn,” segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Að sögn Stefáns […]

Ný Heimaey til heimahafnar í morgun

„Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með áður,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins sem í morgun tók á móti nýrri Heimaey VE 1, nýju uppsjávarskipi Ísfélagsins sem kemur í stað skips með sama nafni sem selt var til Noregs. […]

Happafley kveður Heimaey

Heimaey Opf 20250507 200935(0)

Á miðvikudagskvöldið hélt Heima­ey VE í síðasta sinn úr heima­höfn. Ísfé­lagið hef­ur selt skipið til Nor­egs og verður af­hent kaup­end­um í Maloy í næstu viku. Skipið hefur reynst félaginu vel á allan hátt þau þrettán ár sem það hefur verið gert út. Sjá einnig: Heimaey VE seld til Noregs Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta hefur […]

Heimaey VE seld til Noregs

Heimaey VE TMS 20210304 085721

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku. Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í […]

4,5 milljarða rekstrarhagnaður

Stefan Fr IMG 4182

Rekstrartekjur Ísfélagsins námu í fyrra 23,6 milljörðum króna, rekstrarhagnaður var 4,5 milljarðar króna og var hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna. Var EBITDA 6,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikning Ísfélagsins sem sendur var ásamt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag. Sé staða á efnahag félagsins í lok ársins 2024, færð í íslenskar krónur á […]

Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Eros OPF 20250317 123024

​Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.