4,5 milljarða rekstrarhagnaður

Stefan Fr IMG 4182

Rekstrartekjur Ísfélagsins námu í fyrra 23,6 milljörðum króna, rekstrarhagnaður var 4,5 milljarðar króna og var hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna. Var EBITDA 6,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikning Ísfélagsins sem sendur var ásamt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag. Sé staða á efnahag félagsins í lok ársins 2024, færð í íslenskar krónur á […]

Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Eros OPF 20250317 123024

​Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]

Ís­félagið semur um sam­bankalán

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182 La

Ísfélagið hefur undirritað lánasamning að fjárhæð 220 milljónir evra (um 32 milljörðum króna) við hóp banka. Lánið er til fimm ára og skiptist í tvo hluta, annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferli og hins vegar að jafngildi EUR 70 milljóna fjölmynta ádráttarlán. Afborgunarhlutinn verður nýttur til að endurfjármagna öll núverandi […]

Miklar framkvæmdir í FES

FES Framkv 2024

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla […]

Sigurbjörg ÁR kom til Eyja í nótt

20241004 042352

Í nótt kom Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins í fyrsta sinn til löndunar í Vestmannaeyjum. Skipið var smíðað í Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl og kom það til landsins í ágúst. Mesta lengd er 48,10 m og breidd 14 m.  Aðalvél er MAN 1.795 kW, 800 snúningar á mínútu. Hjálparvélar eru tvær og bogskrúfa. Spilbúnaður er 4 […]

Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 […]

Makrílveiðin að glæðast

Sigurdur Ve 20240812 140056 TMS

„Sigurður var að koma með tæp 1600 tonn af makríl.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net er Sigurður VE var nýkominn til Eyja í dag. Eyþór segir veiðina hafa verið frekar dræma fyrstu vikuna í ágúst en það hafi lagast síðustu daga í íslensku lögsögunni þar sem góður makríll fannst. Aðspurður um […]

Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]

Sigurbjörg ÁR-67 lögð af stað

Sigurbjörg ÁR-67, nýtt skip Ísfélagsins lagði úr höfn fyrir stundu. Fyrsti áfanginn er að skipið leggst fyrir akkeri og bíður þess að fá afgreidda olíu. Þegar því er lokið hefst heimferðin sem, ef allt gengur að óskum, tekur um tvær vikur. Í áhöfn er níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneskir tæknimenn munu sigla með skipinu […]