Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]

Eyjamenn töpuðu fyrir vestan

Eyja 3L2A1791

ÍBV og Vestri áttust við í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikið var á Ísafirði og máttu Eyjamenn þola tap. Leikurinn fór rólega af stað en Eyjamenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Það voru Vestramenn sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en þar var að verki […]

Mæta Vestra fyrir vestan

Eyja 3L2A1713

Þrír leikir fara fram í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Fyrsti leikur dagsins fer fram á Ísafirði þar sem Vestri tekur á móti ÍBV. Einungis munar einu stgi á liðunum. Vestri er í sjötta sæti með 19 stig en Eyjamenn eru með 18 stig í níunda sæti. Vestri sigraði fyrri leik liðanna í […]

Frábært gengi ÍBV heldur áfram

Kvennalið ÍBV vann afar sannfærandi sigur á Haukum í 12. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Leikurinn fór frekar rólega af stað en ÍBV var þó með yfirhöndina. Það tók Eyjakonur óvenju langan tíma að skora fyrsta mark leiksins en á 39. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Allison Grace Lowrey […]

ÍBV fær Hauka í heimsókn

Eyja 3L2A6769

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. ÍBV sem fyrr á toppi deildarinnar með 28 stig úr 11 leikjum. Lið Hauka er í sjöunda sæti með 13 stig. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)

Eyjakonur áfram á blússandi siglingu

Kvennalið ÍBV vann sannfærandi 0-5 sigur í kvöld er liðið tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi í 11. umferð Lengjudeildar kvenna. Bæði þessi lið höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn en Gróttukonum tókst ekki að veita ÍBV mikla samkeppni og sýnir það styrk ÍBV í þessari deild.  Eyjakonur leiddu 0-2 í hálfleik en Allison […]

ÍBV sækir Gróttu heim

Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum. Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið […]

Elvis kominn aftur til ÍBV

Elvis Mynd Ibvsp

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið. Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé fyrst og […]

Gummi með sterka leikmenn í sigtinu

Guðmundur Ásgeir Grétarsson slær ekki slöku við þó enn sé langt í að handboltinn fari að rúlla. Er hann með nokkur nöfn í sigtinu sem gætu styrkt ÍBV-B á næsta tímabili. Meðal þeirra eru Breki Þór Óðinsson ÍBV, Nökkvi Snær Óðinsson ÍBV,  Kári Kristján Kristjánsson ÍBV sem er sennilega stærsti bitinn og Ísak Rafnsson ÍBV. Hann er líka […]

Langþráður sigur Eyjamanna

Eyjamenn unnu frábæran 1-0 sigur í kvöld þegar þeir tóku á móti Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og lítið um færi. Eyjamenn léku á móti vindinum og beittu skyndisóknum á meðan Stjörnumenn héldu betur í boltann en hvorugt liðið náði að skora.  Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.