Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]
Eyjamenn töpuðu fyrir vestan

ÍBV og Vestri áttust við í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikið var á Ísafirði og máttu Eyjamenn þola tap. Leikurinn fór rólega af stað en Eyjamenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Það voru Vestramenn sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en þar var að verki […]
Mæta Vestra fyrir vestan

Þrír leikir fara fram í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Fyrsti leikur dagsins fer fram á Ísafirði þar sem Vestri tekur á móti ÍBV. Einungis munar einu stgi á liðunum. Vestri er í sjötta sæti með 19 stig en Eyjamenn eru með 18 stig í níunda sæti. Vestri sigraði fyrri leik liðanna í […]
Frábært gengi ÍBV heldur áfram

Kvennalið ÍBV vann afar sannfærandi sigur á Haukum í 12. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Leikurinn fór frekar rólega af stað en ÍBV var þó með yfirhöndina. Það tók Eyjakonur óvenju langan tíma að skora fyrsta mark leiksins en á 39. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Allison Grace Lowrey […]
ÍBV fær Hauka í heimsókn

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. ÍBV sem fyrr á toppi deildarinnar með 28 stig úr 11 leikjum. Lið Hauka er í sjöunda sæti með 13 stig. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)
Eyjakonur áfram á blússandi siglingu

Kvennalið ÍBV vann sannfærandi 0-5 sigur í kvöld er liðið tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi í 11. umferð Lengjudeildar kvenna. Bæði þessi lið höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn en Gróttukonum tókst ekki að veita ÍBV mikla samkeppni og sýnir það styrk ÍBV í þessari deild. Eyjakonur leiddu 0-2 í hálfleik en Allison […]
ÍBV sækir Gróttu heim

Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum. Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið […]
Elvis kominn aftur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið. Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé fyrst og […]
Gummi með sterka leikmenn í sigtinu

Guðmundur Ásgeir Grétarsson slær ekki slöku við þó enn sé langt í að handboltinn fari að rúlla. Er hann með nokkur nöfn í sigtinu sem gætu styrkt ÍBV-B á næsta tímabili. Meðal þeirra eru Breki Þór Óðinsson ÍBV, Nökkvi Snær Óðinsson ÍBV, Kári Kristján Kristjánsson ÍBV sem er sennilega stærsti bitinn og Ísak Rafnsson ÍBV. Hann er líka […]
Langþráður sigur Eyjamanna

Eyjamenn unnu frábæran 1-0 sigur í kvöld þegar þeir tóku á móti Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og lítið um færi. Eyjamenn léku á móti vindinum og beittu skyndisóknum á meðan Stjörnumenn héldu betur í boltann en hvorugt liðið náði að skora. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá […]