Eyjamenn úr leik í Mjólkurbikarnum

ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir að þeir máttu þola svekkjandi 0-1 tap á heimavelli gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en eftir um 16. mínútna leik fengu Valsmenn hornspyrnu. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna á nærsvæðið og Hólmar Örn Eyjólfsson kláraði af miklu öryggi með góðum skalla. Hvorugt liðið náði […]

Stórleikir í dag

Bæði meistaraflokkslið ÍBV verða í eldlínunni í dag. Strákarnir leika mikilvægan leik í bikarnum og stelpurnar leika mikilvægan leik í deildinni. Leikirnir hefjast báðir klukkan 17.30. Í Eyjum mæta strákarnir Val í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikið er á Þórsvelli. Áður hafa Eyjamenn slegið út Reykjavíkur-stórveldin Víking og KR. Stelpurnar eiga útileik gegn ÍA. ÍBV á […]

Eyjakonur tylltu sér á topp Lengjudeildarinnar

Kvennalið ÍBV vann frábæran 2-5 útisigur á HK er liðin mættust í toppslag 7. umferðar Lengjudeildar kvenna í kvöld. Eyjakonur voru með yfirhöndina allan leikinn og voru 0-2 yfir í hálfleik en fyrsta markið kom á 27. mínútu en þar var að verki Allison Patrica Clark, eftir sendingu frá nöfnu sinni Allison Lowrey. Allison Lowrey […]

Toppslagur í Kópavogi

Eyja 3L2A1461

Í kvöld verður lokaleikur 7. umferðar Lengjudeildar kvenna. Þá mætast HK og ÍBV í Kórnum. Liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar og ljóst að fari annað hvort liðið með sigur í kvöld tillir það sér á topp deildarinnar, en þar situr í dag Grindavík/Njarðvík með 16 stig. HK hefur 15 stig og ÍBV […]

Tap hjá Eyjamönnum gegn Íslandsmeisturunum

ÍBV tók á móti Breiðablik á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla í dag en leikurinn endaði með 0-2 tapi. Leikurinn fór fremur hægt af stað og bæði lið að reyna að ná upp einhverjum spilköflum en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Ágúst Orri Þorsteinsson vann boltann af […]

ÍBV og Breiðablik mætast í dag

Sverrir Páll

Besta deild karla fór aftur af stað í gær eftir landsleikjapásu. Einn leikur var í gær en þá sigraði Stjarnan Val í Garðabæ. Í dag verða svo fjórir leikir. Í Eyjum taka heimamenn á móti Blikum. Breiðablik í öðru sæti með 19 stig úr 10 leikjum en Eyjaliðið er með 14 stig og situr í […]

Stelpurnar drógust gegn Breiðablik

Eyja 3L2A2875

Í gær var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. Þar mætast annars vegar Breiðablik og ÍBV, hins vegar Valur og FH.  ÍBV er eina Lengjudeildarliðið í undanúrslitum, hin þrjú koma öll úr Bestu deildinni. Leikirnir fara fram 31. júlí, segir í frétt á vef KSÍ. (meira…)

Stelpurnar skemmta sér í blíðunni á TM mótinu – myndir

Það er frábær stemning á TM móti ÍBV sem nú stendur yfir. Byrjað var að spila fótbolta eldsnemma í gærmorgun og aftur í morgun. Í gærkvöldi var setning og hæfileikakeppni. Í kvöld verður svo landsleikur og kvöldvaka. Óskar Pétur Friðriksson skellti sér á einn leik hjá ÍBV í gær og má sjá myndasyrpu hans hér […]

TM-mótið komið á fullt skrið

„Stelpurnar hófu leik í ekta fótboltaveðri stundvíslega klukkan 08:20 í morgun. Veðurspáin lofar góðu og því útlit fyrir skemmtilegt mót.” Þetta segir í frétt á vefsíðu TM-mótsins en 112 lið eru skráð til leiks á mótinu í ár. Mótið er fyrir 5. flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Eyjum […]

Handboltavertíðin gerð upp hjá yngri flokkum ÍBV

Í síðustu viku fóru fram lokahóf hjá yngri flokkum ÍBV í handbolta, 5.-8. flokkur fóru í leiki í íþróttahúsinu og fengu svo grillaðar pylsur. Í frétt á heimasíðu ÍBV segir að handboltaveturinn hafi gengið mjög vel. ,,Við vorum vel mönnuð í þjálfun og iðkendur duglegir að mæta á æfingar ásamt því að taka þátt í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.