ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara […]
Strákarnir töpuðu – jafntefli hjá stelpunum

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV léku deildarleiki í gær. Það var sannkallaður botnslagur á Seltjarnarnesi þegar Grótta tók á móti ÍBV í Olísdeild kvenna. Grótta neðstar og ÍBV í næsta sæti fyrir ofan. Enduðu leikar 22-22. Hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir atkvæðamestar með sitthvor sex mörkin, þá gerði Alexandra Ósk […]
Kári ekki meira með á tímabilinu

Það er skarð fyrir skildi hjá ÍBV því Kári Kristján Kristjánsson leikur væntanlega ekki fleiri leiki á tímabilinu vegna veikinda. Í síðustu viku var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með mikinn verk fyrir brjósti. Kári Kristján segir frá þessu í samtali við RÚV í dag. Fór hann í hjartaþræðingu á Landspítalanum vegna mikillar hjartabólgu. […]
Strákarnir mæta Haukum og stelpurnar Gróttu

Bæði karla- og kvennalið ÍBV eiga leiki í kvöld í Olísdeildunum í handbolta. Klukkan 18.00 verður flautað til leiks Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi. Grótta í botnsætinu með 4 stig og ÍBV í því næstneðsta með 6 stig. Bæði lið hafa ekki náð í eitt einasta stig það sem af er ári og er því […]
Efnilegir Eyjamenn skrifa undir

Eyjamennirnir Sigurður Valur Sigursveinsson, Heiðmar Þór Magnússon og Alexander Örn Friðriksson hafa allir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2027. Greint er frá samningsgerðinni á vefsíðu ÍBV. Strákarnir hafa allir leikið með yngri flokkum ÍBV upp allan sinn feril og eiga einnig allir systkini sem hafa leikið eða leika […]
ÍBV áfram eftir vítakeppni

Það var mikil dramantík í bikarleik ÍBV og FH sem háður var í Eyjum í dag. Knýja þurfti fram úrslit með vítakeppni, eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 33-33 og enn var jafnt efir tvær framlengingar. Í vítakeppninni varði Petar Jokanovic tvö af fimm vítum FH-inga og skoruðu Eyjamenn úr sínum fjórum vítaköstum […]
Aftur tap gegn Val

ÍBV og Valur mættust öðru sinni í þessari viku í Eyjum. Í dag var um deildarleik að ræða en á fimmtudaginn slógu þær rauðklæddu lið ÍBV úr bikarkeppninni. Íslands- og bikarmeistararnir héldu uppteknum hætti í dag og fóru leikar þannig að Valur vann með 10 mörkum, 32-22, en liðið náði öruggri forystu strax í fyrri […]
Handbolta-tvenna í dag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Veislan hefst klukkan 11.30 þegar flautað verður til leiks ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna. Liðin eru að mætast öðru sinni á tveimur dögum en í bikarleiknum í fyrradag höfðu Valsstúlkur betur. Það má því segja að ÍBV eigi harma að hefna í dag. Í kjölfarið á […]
Stelpurnar úr leik í bikarnum

ÍBV og Valur mættust í gær í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins í handbolta. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur og leiddu í leikhléi 14-8. Gestirnir héldu forystunni og uppskar sigur 24-20 og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar sjöunda árið í röð. Birna Berg Haraldsdóttir var lang atkvæðamest hjá ÍBV en hún var með níu mörk auk þess […]
Lífshlaupinu ýtt úr vör

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Alma D. Möller heilbrigðisráðherra fluttu ávarp við setningu Lífshlaupsins í Barnaspítala Hringsins í gær. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem ætlað er að stuðla að aukinni daglegri hreyfingu, þátttakendum til heilsubótar. Auk ráðherra tóku Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Guðrún Aspelund settur landlæknir og […]