Toppliðið heimsækir botnliðið

Í kvöld hefst 5. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Eyjaliðið farið vel af stað í sumar og unnið þrjá af fjórum leikjum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta en síðan þá hefur liðið verið á flugi. Afturelding er hins vegar án stiga í neðsta sæti deildarinnar. Flautað er til leiks klukkan 18.00 […]
Eyjamenn fengu skell á móti Val

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær. Á Hlíðarenda mættust Valur og ÍBV. Eyjamenn byrjuðu leikinn ágætlega og áttu fínar rispur en þeir voru spila án tveggja lykilmanna, þeim Omar Sowe og Oliver Heiðarssyni og þá meiddist Sigurður Arnar Magnússon í upphitun. Eftir um 25 mínútna leik tóku Valsmenn þó yfir leikinn […]
ÍBV sækir Val heim

Í gær hófst 8. umferð Bestu deildar karla með sigri Fram á KR. Í dag eru svo fjórir leikir. Á Hlíðarenda taka Valsmenn á móti ÍBV. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni. Valur er í áttunda sæti með 9 stig og Eyjamenn í sætinu fyrir neðan með 8 stig. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan […]
ÍBV á toppinn eftir stórsigur á KR

Heil umferð fór fram í gær í Lengjudeild kvenna. Í Eyjum mættust tvö efstu liðin. KR var fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 7 stig en ÍBV var með 6 stig. ÍBV tók forystuna á 42. mínútu er Allison Grace Lowrey skoraði. ÍBV tvöfaldaði svo forystuna skömmu fyrir leikhlé með marki Allison Grace Lowrey. Allison […]
Tvö efstu liðin mætast í Eyjum

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum verður sannkallaður toppslagur þegar tvö efstu liðin mætast. KR er á toppnum með 7 stig þegar þrjár umferðir hafa verið leiknar. ÍBV er í öðru sæti með 6 stig, jafn mörg stig og HK og Fylkir en Eyjaliðið er með betri markatölu. Leikurinn í […]
Fór holu í höggi, aðeins 10 ára gamall!

Kristófer Daði Viktorsson fór holu í höggi á 14. holu á golfvellinum hér í Eyjum á dögunum. Hann notaði 6-járn í höggið, sem fór beint ofan í holuna, honum og öðrum í kring til mikillar gleði. Kristófer er aðeins 10 ára gamall og er hann því yngsti kylfingurinn sem hefur náð holu í höggi á […]
ÍBV fær botnliðið í heimsókn

Í dag hefst 7.umferð Bestu deildar karla, en þá fara fram þrír leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti KA. Eyjamenn í áttunda sæti með 7 stig en KA er á botninum með 4 stig. Liðin töpuðu bæði í síðustu umferð. Eyjamenn gegn KR á útivelli og KA tapaði fyrir Breiðablik á heimavelli. Flautað verður […]
Valur og Tindastóll næstu andstæðingar ÍBV

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna. Bæði lið ÍBV eru í 8-liða úrslitunum. Stelpurnar drógust á útivelli gegn Bestudeildarliði Tindastóls. Strákarnir fá heimaleik gegn Val. Áður hafði ÍBV slegið út tvö Reykjavíkur-stórveldi, fyrst Víkinga og síðan KR. 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní. 8-liða úrslit […]
Stelpurnar mæta Haukum í Hafnarfirði

Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti ÍBV. Liðin hafa jafnmörg stig í deildinni, hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Það má því búast við baráttuleik á Birtu-vellinum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)
KR fær ÍBV í heimsókn í bikarnum

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins hófust í gær með leik Selfoss og Þórs þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi. Í kvöld verða fimm leikir háðir. Á AVIS-vellinum tekur KR á móti ÍBV. Liðin mættust um helgina í deildinni og sigraði KR þann leik 4-1. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er hann í beinni á RÚV […]