Mæta Aftureldingu á útivelli

Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Afturelding á móti ÍBV í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Afturelding hefur farið vel af stað og eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig úr 6 leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með 7 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður […]
Stelpurnar steinlágu fyrir Fram

ÍBV mætti Fram á útivelli í Olís deild kvenna í kvöld. Heimaliðið náði fljótlega forystu og leiddu í leikhléi 15-9. Munurinn jókst svo er leið á seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 9 mörkum á liðunum. Lokatölur 29-20. Darija Zecevic varði 20 skot í marki Fram og Ethel Gyða Bjarnasen varði 2 skot. Hjá […]
Sandra áfram í herbúðum ÍBV

Lettneska landsliðskonan Sandra Voitane hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV og skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Hún lék í hjarta varnar liðsins í Lengjudeild kvenna í sumar og spilaði hún 22 leiki í deild, bikar og Lengjubikar. Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Sandra sé 25 ára fjölhæfur […]
Dregið í bikarkeppni HSÍ

Búið er að draga í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum í handknattleik. Rétt er að taka fram fyrst að viðureignir ÍBV 2 og Þórs, Víðis og Harðar, ÍH og Selfoss og Hvíta Riddarans og Víkings í 32-liða úrslitum karla megin fara fram 30. eða 31. október nk. Kvennamegin sátu hjá Valur, sem […]
Jafnt í Suðurlandsslagnum

Það var allt í járnum í baráttunni um Suðurland, þegar ÍBV tók á móti Selfossi í Eyjum. Leiknum lyktaði með jafntefli 24-24. ÍBV var með forystuna framan af leiknum og leiddu í leikhléi 13-11. Í þeim síðari jafnaðist leikurinn og voru lokamínúturnar æsispennandi. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í dag, skoraði níu mörk og Sunna […]
Suðurlandsslagur í Eyjum

Heil umferð fer fram í Olís deild kvenna í dag. Um er að ræða 5. umferð Íslandsmótsins. Í Eyjum verður háður Suðurlandsslagur þegar lið Selfoss kemur í heimsókn. ÍBV um miðja deild með 5 stig á meðan Selfoss er með 2 stig í næst neðsta sæti. Leikurinn er svokallaður bleikur leikur til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Í […]
Eyjamenn lögðu Hauka

ÍBV komst í kvöld upp í fjórða sæti Olís deildar karla er liðið lagði Hauka í Eyjum. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og leiddu stóran hluta fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi var 15-14 Haukum í vil. Í síðari hálfleik komu Eyjamenn ákveðnari til leiks og munaði þar mestu um Dag Arnarsson sem kom sterkur inn. Svo […]
Snókerinn hefst í Eyjum

Skráning er hafin í fyrsta snókermót vetrarins en það er hið árlega Karl Kristmanns mót. Um er að ræða einstaklings forgjafarmót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Það er tómstundaráð Kiwanis klúbbsins Helgafell sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Karl Kristmanns. Á Facebook er hópur sem heitir Klúbbasnóker í Eyjum. Snókerunnendur eru […]
Eyjamenn fá Hauka í heimsókn

Þrír leikir fara fram í sjöttu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Haukum. ÍBV í sjöunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki. Haukarnir eru hinsvegar búnir að leika leik meira, en þeir eru í þriðja sæti með 7 stig. Flautað er til leiks klukkan 19.00 í Íþróttamistöðinni […]
Sigur gegn Stjörnunni

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæ í dag þegar liðið sigraði Stjörnuna, 25-22 í Olís deild kvenna. Staðan í leikhléi var 14-12 ÍBV í vil. Í síðari hálfleik hélt ÍBV forystunni og hafði á endanum betur. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk. Dagbjört Ýr Ólafsdóttir skoraði fjögur mörk og Sunna Jónsdóttir […]