Markakóngur og vill vera áfram í Eyjum

„Þrátt fyrir að við unnum ekki leikinn þá er þetta bara geðveik tilfinning,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV eftir 1:1 jaftnefli gegn Leikni í lokaumferð Lengjudeildarinnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Oliver endaði sem markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk. „Bara mjög sáttur. Ég ætlaði mér að verða markahæstur og hefði getað skorað aðeins fleiri, en […]
ÍBV sigraði Lengjudeildina

Karlalið ÍBV tryggði sér í dag sæti í deild þeirra bestu að ári. ÍBV gerði jafntefli á útivelli gegn Leikni á meðan Keflavík valtaði yfir Fjölni 4-0, en Fjölnir var eina liðið sem hefði getað farið yfir ÍBV að stigum fyrir leiki dagsins. ÍBV lenti undir á 36.mínútu en Vicente Valor jafnaði leikinn á 90.mínútu. […]
Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]
Úrslitin ráðast á toppnum í dag

Lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Spennan er mikil fyrir leiki dagsins, en ÍBV er í bestu stöðunni að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 38 stig. Fjölnir er með stigi minna og á líka möguleika að sigra deildina, en þurfa að stóla á að […]
Knattspyrnusumarið gert upp hjá yngri flokkum ÍBV

Lokahóf 4.-7. flokks ÍBV fóru fram á miðvikudag og fimmtudag í blíðskaparveðri. Fótboltasumarið gekk vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum og hinum ýmsu opnu mótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi, segir í frétt á heimasíðu félagsins. Þar þakkar ÍBV iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið ásamt þjálfurum […]
Sigur og tap í kvöld

Bæði karla og kvennalið ÍBV léku fyrstu heimaleiki sína í Olís deildunum í kvöld. Stelpurnar léku gegn Val og fór svo að Valsstúlkur sigruðu með 10 marka mun, 26-16. Hafdís Renötudóttir, markvörður gestana reyndist Eyjastúlkum erfið. Hún var varði 15 skot í marki Vals. Markahæstar hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir með 4 mörk, […]
Vestmannaeyjar Open í pílukasti

Á morgun, laugardag heldur Pílufélag Vestmannaeyja mót undir nafninu “Vestmannaeyjar Open!” Mótið er haldið í fyrsta skipti og ef vel gengur verður þetta árlegt. Mótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja 14. september. Húsið opnar kl. 13:00 og keppni hefst kl 14:30. Þátttökugjald 3500 kr. Á föstudagskvöldinu 13. september kl 20:00 stendur til að hita upp með […]
Handbolta-tvenna í dag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Bæði karla og kvenna lið ÍBV leika þá sínu fyrstu heimaleiki. Stelpurnar hefja leik klukkan 17.30 er þær taka á móti Val. Bæði lið sigruðu leiki sína í fyrstu umferð. Valur rúllaði yfir ÍR á heimavelli á meðan ÍBV vann góðan útisigur á Gróttu. Strákarnir fylgja svo […]
Leikmannakynning í kvöld

Leikmannakynning ÍBV og Krókódíla fer fram í kvöld. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að nú fari að líða að fyrstu heimaleikjunum í vetur og á að byrja tímabilið með leikmannakynningu í Akóges. Húsið opnar kl. 20:00 og er gert ráð fyrir því að kynningin sjálf hefjist kl 20:15. Léttar veigar verða í boði á […]