Strákarnir töpuðu – jafntefli hjá stelpunum

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV léku deildarleiki í gær. Það var sannkallaður botnslagur á Seltjarnarnesi þegar Grótta tók á móti ÍBV í Olísdeild kvenna. Grótta neðstar og ÍBV í næsta sæti fyrir ofan. Enduðu leikar 22-22. Hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir atkvæðamestar með sitthvor sex mörkin, þá gerði Alexandra Ósk […]

Kári ekki meira með á tímabilinu

Það er skarð fyrir skildi hjá ÍBV því Kári Kristján Kristjánsson leikur væntanlega ekki fleiri leiki á tímabilinu vegna veikinda. Í síðustu viku var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með mikinn verk fyrir brjósti. Kári Kristján segir frá þessu í samtali við RÚV í dag. Fór hann í hjartaþræðingu   á Landspítalanum vegna mikillar hjartabólgu. […]

Strákarnir mæta Haukum og stelpurnar Gróttu

Handbolti (43)

Bæði karla- og kvennalið ÍBV eiga leiki í kvöld í Olísdeildunum í handbolta. Klukkan 18.00 verður flautað til leiks Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi. Grótta í botnsætinu með 4 stig og ÍBV í því næstneðsta með 6 stig. Bæði lið hafa ekki náð í eitt einasta stig það sem af er ári og er því […]

Efnilegir Eyjamenn skrifa undir

Heidmar Alexander Siggi Cr

Eyjamennirnir Sigurður Valur Sigursveinsson, Heiðmar Þór Magnússon og Alexander Örn Friðriksson hafa allir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2027. Greint er frá samningsgerðinni á vefsíðu ÍBV. Strákarnir hafa allir leikið með yngri flokkum ÍBV upp allan sinn feril og eiga einnig allir systkini sem hafa leikið eða leika […]

ÍBV áfram eftir vítakeppni

Það var mikil dramantík í bikarleik ÍBV og FH sem háður var í Eyjum í dag. Knýja þurfti fram úrslit með vítakeppni, eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 33-33 og enn var jafnt efir tvær framlengingar. Í vítakeppninni varði Pet­ar Jokanovic tvö af fimm vít­um FH-inga og skoruðu Eyja­menn úr sín­um fjór­um vít­aköstum […]

Aftur tap gegn Val

ÍBV og Valur mættust öðru sinni í þessari viku í Eyjum. Í dag var um deildarleik að ræða en á fimmtudaginn slógu þær rauðklæddu lið ÍBV úr bikarkeppninni. Íslands- og bikar­meist­ar­arnir héldu uppteknum hætti í dag og fóru leikar þannig að Valur vann með 10 mörkum, 32-22, en liðið náði öruggri forystu strax í fyrri […]

Handbolta-tvenna í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Veislan hefst klukkan 11.30 þegar flautað verður til leiks ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna. Liðin eru að mætast öðru sinni á tveimur dögum en í bikarleiknum í fyrradag höfðu Valsstúlkur betur. Það má því segja að ÍBV eigi harma að hefna í dag. Í kjölfarið á […]

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Eyja 3L2A8875

ÍBV og Valur mættust í gær í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins í handbolta. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur og leiddu í leikhléi 14-8. Gestirnir héldu forystunni og uppskar sigur 24-20 og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar sjöunda árið í röð. Birna Berg Haraldsdóttir var lang atkvæðamest hjá ÍBV en hún var með níu mörk auk þess […]

Lífshlaupinu ýtt úr vör

Lifshlaup 2025 Copy (1)

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Alma D. Möller heilbrigðisráðherra fluttu ávarp við setningu Lífshlaupsins í Barnaspítala Hringsins í gær. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem ætlað er að stuðla að aukinni daglegri hreyfingu, þátttakendum til heilsubótar. Auk ráðherra tóku Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Guðrún Aspelund settur landlæknir og […]

Fresta leikjum kvöldsins

Handbolti (43)

Þar sem Verðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld. Á vef Veðurstofunnar kemur fram: “Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.