Eyjastelpur í eldlínunni í Eistlandi

Kristín Klara Óskarsdóttir og Lilja Kristín Svansdóttir, leikmenn ÍBV hafa síðustu daga leikið með U16-ára landsliði Íslands í knattspyrnu á þróunarmóti UEFA í Eistlandi. Á vefsíðu ÍBV segir að þær hafi báðar leikið í öllum leikjunum þremur og spiluðu sínar stöður virkilega vel, Lilja var mest í hægri bakvarðarstöðunni en Kristín lék einnig þar, auk […]

Sjötti flokkur karla tryggði sér Íslandsmeistaratitil

Sjötti flokkur karla í handbolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil eftir þeirra síðasta leik á tímabilinu, en þeir tryggðu sér einnig bikarmeistara titil í mars síðastliðnum. Strákarnir hafa átt glæsilegt tímabil, en þarna eru á ferð margir ungir og efnilegir leikmenn. Liðið hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu undir öflugri leiðsögn Dóru Sifjar Egilsdóttur, […]

Spútnikliðin mætast í Eyjum

Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með þremur leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast spútniklið deildarinnar, ÍBV og Vestri. Liðunum var báðum spáð falli úr deildinni í spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla rétt fyrir mót. Hins vegar hafa bæði lið farið vel af stað og eru þau í þriðja til fjórða […]

Öflug sveit kölluð til hjá ÍBV -B

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, sem á og rekur ÍBV -B kallaði til blaðamannafundar í Gofskálanum 1. maí. Þar greindi hann frá helstu áherslum fyrir næsta tímabil og hverja hann hefur kallað til leiks og starfa. Er valinn maður í hverju rúmi og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þá sem hann nefndi eru […]

Fyrsti deildarleikurinn hjá stelpunum

Í dag hefst Lengjudeild kvenna, en þá fer fram heil umferð. Klukkan 14.00 tekur sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur á móti ÍBV. Leikið er á gervigrasinu í Nettóhöllinni. ÍBV lék á dögunum gegn Gróttu í bikarnum og unnu þar sannfærandi sigur. Vonandi heldur liðið áfram á sigurbraut. Leikir dagsins: (meira…)

Fótboltinn á fullt

5 Fl IBV 20250424 150646 (1)

Fótboltinn er nú allur að komast á fullt. Þó nokkuð er síðan að Besta deild karla hófst og er Lengjudeild kvenna að hefjast um helgina. Betur er fjallað um meistaraflokka ÍBV í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem nú er dreift til áskrifenda. Undanfarnar vikur hafa yngri flokkar einnig verið að leika æfingaleiki bæði hér heima í […]

Góður sigur ÍBV í Garðabæ

Oliver Heiðarsson fagnar marki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mín­útu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunn­ars­son Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina. Á 78. mín­útu kom […]

Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag

Eyja 3L2A1249

Fjórðu umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld, með þremur leikjum. Í Garðabæ taka heimamenn í Stjörnunni á móti ÍBV. Stjarnan með 6 stig úr þremur fyrstu leikjunum en Eyjamenn með 4 stig eftir jafn marga leiki. Í Síðustu umferð tapaði Stjarnan á móti Breiðablik á meðan sigraði ÍBV lið Fram á heimavelli. Það má […]

Stórsigur í bikarnum

Eyja 3L2A1461

Kvennalið ÍBV vann í gær stórsigur á Gróttu í Mjólkurbikarnum. Avery Mae Vanderven kom ÍBV yfir á 10. mínútu. Olga Sevcova bætti svo öðru marki við á 38. mínútu og rétt fyrir leikhlé skoraði Allison Grace Lowrey þriðja mark Eyjaliðsins. 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom svo lokamark leiksins og var þar að verki […]

Sandra og Daníel Þór semja við ÍBV

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þau hafa bæði leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Bæði eiga einnig að baki landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.