Íslandsmótið í snóker í Eyjum á morgun

– Byrjar 10.00 og verður spilað í Kiwanis, Oddfellow og Bönkernum Í fyrsta sinn verður haldið Stigamót Íslandsmótsins í snóker í Vestmannaeyjum. Mótið hefst klukkan 10.00 á morgun, laugardag og verður keppt á þremur stöðum, Kiwanis, Oddfellow og í Bönkernum, sem er í kjallara Hvítasunnukirkjunnar. Eyjamönnum er velkomið að kíkja við og fylgjast með nokkrum […]
Mari Järsk hleypur í Eyjum

Hlauparinn Mari Järsk verður meðal þátttakenda í Vestmannaeyjahlaupinu sem fram fer á laugardaginn nk. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, en hún hefur þrisvar tekið þátt í The Puffin Run. Skráning í Vestmannaeyjahlaupið fer fram hér. Mari er gríðarlega reyndur hlaupari og stóð til að mynda uppi sem sigurvegari í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa […]
Vestmannaeyjahlaupið á laugardaginn

„Við ætlum að halda fjórtánda Vestmannaeyjahlaupið á laugardaginn. Við höfum gefið ágóða til góðgerðarmála. Við vonumst eftir því að þátttakendur verði 100, nú hafa 36 skráð sig í hlaupið. Skráning fer fram hér: https://netskraning.is/vestmannaeyjahlaupid/,“ segir Magnús Bragason sem á frumkvæðið að hlaupinu á Fésbókinni. „Hér eru myndir frá fyrsta hlaupinu 2011. Kannski verður veðrið svipað […]
Spáð fjórða sætinu á komandi leiktíð

Handboltavertíðin hófst í gær þegar Valur og ÍBV mættust í fyrsta leik Olísdeildar karla að Hlíðarenda. Leiknum lauk með jafntefli, 31:31 og gæti verið vísbending um góðan árangur Eyjamanna í vetur. Bæði karla- og kvennaliði ÍBV er spáð fjórða sæti á komandi leiktíð. FH trónir á toppnum hjá strákunum og Valskonur munu halda sæti sínu […]
Jafntefli í fyrsta leik

Olísdeild karla hófst í kvöld með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni að Hlíðarenda. Leiknum lauk með jafntefli, 31-31. tveir leikmenn ÍBV voru fjarri góðu gamni í kvöld en þeir Petar Jokanovic og nýr leikmaður liðsins Marino Gabrieri voru ekki með vegna mistaka félagsins við leikheimildir. Eyjamenn leiddu lengst af í fyrri hálfleik en […]
Handboltinn af stað í kvöld

Olísdeild karla hefst í kvöld með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni að Hlíðarenda. Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í gær á Grand hótel, en fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. Valsstúlkum og FH-ingum spáð sigri Valsstúlkum er spáð sigri í Olís […]
Sæti í efstu deild í sjónmáli

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]
Ekki upp um deild þetta árið

ÍBV-konur lutu í lægra haldi fyrir Skagakonum á Hásteinsvelli í Lengjudeild kvenna í dag 0:1. Markið kom á 67. mínútu og þar við sat. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig og sæti í efstu deild ekki inni í myndinni þetta árið. Síðasti leikur tímabilsins er gegn HK á útivelli næsta laugardag, sjöunda […]
ÍBV fær ÍA í heimsókn

Næst síðasta umferð Lengjufeildar kvenna klárast í dag er leiknir verða fjóriri leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er í því sjötta með 23 stig. ÍA hafði betur í fyrri leik liðana, 3-1 á Skaganum. Flautað er til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í […]
Tap í Keflavík

Eyjamenn töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni í Lengjudeildinni í kvöld er liðið sótti Keflavík heim. Mörk ÍBV gerðu Hermann Þór Ragnarsson en hann jafnaði metin áður en Keflavík komst í 3-1. Bjarki Björn Gunnarsson minnkaði svo muninn þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 3-2. ÍBV er enn efst þrátt fyrir tap með 35 stig, […]