Heimir tekinn við írska landsliðinu

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands. Þetta var staðfest í dag, segir á DV.is. Heimir hætti fyrir skömmu sem landsliðsþjálfari Jamaíka sem hann fór með á Copa America nú á dögunum. Af fréttum að dæma höfðu mörg lið áhuga á að fá hann sem þjálfara og nú tekur hann við írska liðinu sem er […]

Undanúrslitin hjá stelpunum að hefjast

Undanúrslit í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í dag klukkan 18:00 með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni við Hlíðarenda. Ljóst er að verkefnið verður krefjandi fyrir Eyjastelpur en lið Valst er ógnar sterkt. Liðin mættust þrívegis í deildinni í vetur og er skemmst frá því að segja að Valur bar sigur úr […]

Bjarki Björn og Eiður Atli gengnir til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka. Bjarki leikur að […]

Fylgja stelpurnar karlaliðinu í undanúrslit?

Eyja_3L2A1373

ÍBV lagði í gær Hauka öðru sinni í átta liða úrslitum, 37:31, á Ásvöllum og tryggja sér sæti í undanúrslitum hvar liðið mætir deildarmeisturum FH. Væntanlega verður fyrsti leikurinn 21. eða 22. apríl í Kaplakrika. Kvennalið ÍBV getur með sigr á ÍR í kvöld einnig tryggt sæti sitt í undanúrslitum en ÍBV vann fyrsta leik […]

Allt undir á Ásvöllum í dag

ÍBV hafði naumlega betur gegn Haukum í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á fimmtudag, 33:31. Eyjamenn voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:13. Elmar Erlingsson og Petar Jokanovic voru frábærir hjá ÍBV-liðinu. Elmar skoraði 12 mörk í 15 skotum auk sex skapaðra marktækifæra. Jokanovic […]

Forskot á fótboltasumarið

Strákarnir taka forskot á fótboltasumarið í dag þegar þeir fá Knattspyrnufélag Garðabæjar í heimsókn á Hásteinsvöll í Mjólkurbikarnum. KFG leikur í 2. deild en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. “Nú er mál að klæða sig í úlpu og vettlinga og hvetja strákana til sigurs á leiknum sem hefst klukkan 14:00,” segir […]

Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Úrslitakeppnin hjá ÍBV stelpunum hefst í kvöld þegar liðin í sætum þrjú til sex mætast í útsláttarkeppni um sæti í undanúrslitum gegn liðunum í efstu tveimur sætunum. Andstæðingar ÍBV eru ÍR stelpur sem komu á óvart í vetur og höfnuðu í 5. sæti deildarinnar. ÍR liðið er skipað ungum og öflugum leikmönnum sem hafa staðið […]

Úrslitakeppnin hefst í dag

Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV. Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur. Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi […]

Gullberg – Stórbætt æfingaraðstaða fyrir íþróttafólk

Sumarið 2023 fékk ÍBV gamla Týsalinn afhentan frá Vestmannaeyja bæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gengt því hlutverki. Má þakka núverandi og fráfarandi stjórn ÍBV ásamt Vestmannaeyjabæ að þetta sé loksins orðið að veruleika segir Elías Árni Jónsson sem sinnt hefur styrktarþjálfun hjá félaginu. Elías sá […]

ÍBV heimsækir Selfoss í kvöld

Karlalið ÍBV heimsækir Selfoss í kvöld þegar 20. umferð í Olísdeildinni verður leikin. ÍBV er í fjórða sæti með 24 stig en Selfoss situr á botni deildarinnar með 8 stig. Flautað verður til leiks kl. 19:30 á Selfossi. Leikir kvöldsins (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.