Dregið í 8-liða úrslit

Eyja 3L2A7580

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikars karla í Mínigarðinum. Tveir leikir eru ókláraðir í 16-liða úrslitum en það eru viðureignir Selfoss – FH og Valur – Grótta. Þær fara fram 9. desember. ÍBV bættist við í pottinn í dag, eftir að hafa verið dæmdur sigur gegn Haukum í síðustu umferð. ÍBV dæmdur […]

ÍBV dæmdur sigur í kærumáli

Dómstól Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hefur kveðið upp dóm í kærumáli ÍBV gegn Haukum vegna leiks Hauka gegn ÍBV í Powerade bikarkeppni karla, meistaraflokki. Lokatölur leiksins urðu 37-29 Haukum í vil. Málið snýst í grunninn um að leikskýrsla hafi legið fyrir 60 mínútum fyrir leik og verið staðfest af báðum liðum með því að slá inn […]

HK rúllaði yfir ÍBV

Eyja 3L2A7572

ÍBV mætti í gærkvöldi HK á útivelli. Eyjamenn fyrir leikinn um miðja deild en HK í næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan í leikhléi 13-12 heimamönnum í vil. Þegar líða fór á síðari hálfleikinn jókst munurinn og lítið gekk upp hjá ÍBV. fór svo að HK vann öruggan átta marka […]

ÍBV sækir HK heim

Eyja 3L2A7580

Ellefta umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með sigri Fram á Stjörnunni. Umferðin klárast í kvöld með fimm leikjum. Í Kórnum taka heimamenn í HK á móti ÍBV. HK í næstneðsta sæti deildarinnar með 5 stig. Eyjamenn eru með 11 stig í sjötta sæti. Kári Kristján verður fjarri góðu gamni í kvöld en hann tekur […]

Eygló Egils um Metabolic og ástríðuna fyrir þjálfun

Eygló Egilsdóttir þjálfari og jógakennari rekur Metabolic í Vestmannaeyjum, en Eygló tók við Metabolic fyrr á þessu ári og þjálfar nú þar ásamt þeim Dóru Sif Egilsdóttur og Aniku Heru Hannesdóttur. Áður en Eygló tók við hér í Eyjum hafði hún ekki einungis starfað við, heldur helgað líf sitt opnun og uppbyggingu á æfingastöðinni Metabolic […]

Kári í tveggja leikja bann

Eyja 3L2A8985

Aganefnd HSÍ hefur dæmt Kára Kristján Kristjánsson í tveggja leikja bann vegna leikbrota hans í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla. Nefndin skoðaði bæði leikbrot hans í leik gegn Fram annars vegar og Hauka hins vegar. Með úrskurði aganefndar komst aganefnd að þeirri niðurstöðu að leikmanninum verði ekki refsað vegna meints leikbrots í leik […]

Fimleikafélagið Rán hafnaði í 2. sæti

Fimleikafélagið Rán hefur haft í nógu að snúast undanfarið, um síðustu helgi kepptu 1. og 3. flokkur félagsins á Haustmóti stökkfimi og náði þar glæsilegum árangri, en stelpurnar í 3. flokki höfnuðu í 2. sæti á mótinu. Við ræddum við Sigurbjörgu Jónu Vilhjálmsdóttur, þjálfara félagsins, sem sagði okkur frá því sem framundan er hjá Rán. […]

Strákarnir úr leik í bikarnum

Ibv Kari 23 OPF DSC 1547

16-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta hófust í dag. Á Ásvöllum tóku Haukar í móti ÍBV. Haukar náðu forystunni í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi 15-14. ÍBV náði að jafna í upphafi seinni hálfleiks og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum hálfleiksins. Eyjamenn náðu þó aldrei að komast yfir og þegar leið á […]

Mæta Haukum í bikarnum

Eyja 3L2A7572

16 liða úrslit bikarkeppni karla hefjast í dag með fjórum viðureignum. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti ÍBV. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni og má því búast við baráttuleik að Ásvöllum í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.00, en þess má geta að leikurinn er sýndur beint á RÚV. Leikir dagsins: Dagur […]

Bæði lið töpuðu

Eyja 3L2A7580

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV töpuðu leikjum sínum í kvöld. Stelpurnar gegn Val á útivelli og strákarnir á heimavelli gegn Fram. Loka­töl­ur hjá stelpunum voru 29-21. Staðan í leikhléi var 16-8. Hjá ÍBV skoraði Birna Berg Har­alds­dótt­ir sjö mörk og Sunna Jóns­dótt­ir gerði fimm mörk. Val­ur er með fullt hús stiga á toppn­um en ÍBV […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.