Fá Hauka í heimsókn

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Þá fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Haukar með 8 stig og ÍBV með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. (meira…)
Mikkel rær á önnur mið

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur ákveðið að kveðja ÍBV og róa á önnur mið eftir þrjú ár innan félagsins. Á þeim tíma hefur Mikkel verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna, auk þess að hafa komið að þjálfun yngri markvarða félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Mikkel kom til ÍBV fyrir […]
Öruggur sigur gegn ÍR

ÍBV mætti í kvöld ÍR á útivelli í níundu umferð Olísdeildar karla. Eyjaliðið mætti ákveðnara til leiks og komust í 3-0. Staðan í leikhléi var 22-16 ÍBV í vil og jókst munurinn bara þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokatölur 41-31 fyrir Eyjamenn. Daniel Vieira var markahæstur í Eyjaliðinu með níu mörk og Sigtryggur Daði Rúnarsson […]
Mæta ÍR á útivelli

Níunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV. Eyjaliðið í sjötta sæti með 9 stig, en ÍR-ingar eru í næst neðsta sæti með 5 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 í Skógarselinu. Leikir kvöldsins: fim. 31. okt. 24 18:00 9 Skógarsel APÁ/JEL/RST ÍR – ÍBV – […]
Góður sigur eftir stóra skellinn

ÍBV sýndi klærnar í dag þegar þeir mættu KA í Olísdeild karla á heimavelli í dag. Unnu 36:31, staðan í hálfleik var 19:15. Góður sigur eftir stóra skellinn gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í síðustu umferð. ÍBV er með 9 stig, sama og Fram og Grótta og eru í fjórða til sjötta sæti. KA er í […]
Fá botnliðið í heimsókn

Lokaleikur áttundu umferðar Olís deildar karla fer fram í Eyjum í dag. Heimamenn taka þá á móti KA. ÍBV í sjöunda sæti fyrir leik dagsins með 7 stig. KA-menn eru hins vegar á botni deildarinnar með 4 stig úr 7 leikjum. Tveir leikmenn ÍBV voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í […]
Eyjafólkið – Helena Hekla og Viggó hlutu Fréttabikarinn

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi knattspyrnu ÍBV. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Í ár voru það þau Helena Hekla Hlynsdóttir og Viggó Valgeirsson sem hrepptu Fréttabikarinn. Við fengum að spyrja þau nokkurra spurninga. Helena Hekla: Byrjaði að æfa um 6 ára gömul Fjölskylda: Mamma mín […]
Þorlákur ráðinn þjálfari ÍBV

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Þorlákur er 55 ára gamall og mjög reyndur í faginu en hann hefur þjálfað úti um allan heim síðustu ár. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Þorlákur skrifi undir þriggja ára samning við knattspyrnudeildina. Hann tekur við af Hermanni Hreiðarssyni sem skilaði […]
Dömukvöld ÍBV verður haldið í Golfskálanum

Hið árlega dömukvöld ÍBV kvenna í handboltanum verður haldið 8. nóvember nk. í Golfskálanum. Veislustjóri kvöldsins er Mollý úr Iceguys og eru konur hvattar til að mæta í gallafötum, eða ,,denim on denim” í anda hljómsveitarinnar. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Mikil stemming hefur myndast á þessum kvöldum og verður kvöldið í ár vonandi engin undantekning. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og […]
Afturelding valtaði yfir ÍBV

Afturelding fór á topp Olís deildar karla í kvöld er liðið vann stórsigur á ÍBV á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Heimamenn fóru vel af stað í kvöld og komust fljótlega í örugga forystu. Staðan í leikhléi var 19-9. Eyjamenn náðu að minnka muninn í fimm mörk en nær komust þeir ekki. Fóru leikar þannig að Afturelding […]