Úrslitakeppnin af stað hjá strákunum

Það er óhætt að segja að það sé komið að hápunkti tímabilsins í handboltanum því í dag fer fram fyrsti leikur karlaliðsins ÍBV í 8-liða úrslita einvíginu gegn Stjörnunni í Vestmannaeyjum kl.17:00. Liðin mætast aftur á sunnudag í Garðabæ en það lið sem er fyrst til að vinna tvo leiki kemst áfram í undan úrslit. […]

Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fór af stað í gær. Fyrsti leikur ÍBV í deildinni er í dag þegar strákarnir mæta Val á Hlíðarenda klukkan 18:00. Í árlegri spá forráðamanna efstu deildar karla var birt á dögunum var Valsmönnum spáð 3. sæti í deildinni en ÍBV því tíunda. (meira…)

Síðasti deildarleikurinn í dag

Síðasti heimaleikur meistaraflokks kvenna í Olísdeildinni þetta tímabilið fer fram í dag en þá fá stelpurnar nýkrýnda deildarmeistara Fram í heimsókn klukkan 13:00. Á undan leikur 3.flokkur kvenna sömuleiðis gegn Fram og svo mæta stelpurnar í U-liði kvenna Fram U strax eftir meistaraflokks leikinn. ATH, þeir tveir leikir fara fram í gamla salnum! ÍBV – […]

Átta stelpur frá ÍBV á landsliðsæfingum hjá HSÍ

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson landsliðsþjálfarar U-15 í handknattleik hafa valið Önnu Sif Sigurjónsdóttur, Ásdísi Höllu Pálsdóttur, Bernódíu Sif Sigurðardóttur, Birnu Dís Sigurðardóttur, Birnu Maríu Unnarsdóttur og Söru Margréti Örlygsdóttur á æfingar með U-15 landsliðinu 22.-24. apríl, allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson landsliðsþjálfarar U-16 í handknattleik […]

ÍBV fær rúmenskan landsliðsmarkvörð

ÍBV er búið að krækja í Lavinia Boanda, landsliðsmarkvörð Rúmeníu í fótbolta. Þetta er fullyrt á vefnum fotbolti.net. Hin 28 ára gamla Lavinia gengur til liðs við ÍBV frá Olimpija Cluj í Rúmeníu. Auður Svein­björns­dótt­ir Scheving var aðal­markvörður ÍBV á síðustu leiktíð en hún er farin aftur til Vals. ÍBV leikur í Bestu deildinni í […]

Spá að ÍBV haldi sæti sínu í deild þeirra bestu

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fer af stað á mánudaginn kemur. Hin árlega spá forráðamanna efstu deildar karla í fótbolta var birt í hádeginu. Íslands- og bikarmeisturum síðustu leiktíða, Víkingum, er spáð titlinum aftur í ár. Breiðablik er spáð öðru sæti, en mjög naumt var á mununum. ÍBV er spáð 10. sæti deildarinnar og […]

Fyrirmyndarfélög í Vestmannaeyjum

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Um helgina var bæði ÍBV íþróttafélagi og Golfklúbbi Vestmannaeyja veittar viðurkenningar fyrir störf sín sagt er frá þessu í fréttum á vef ÍSÍ. „Skilar sér í betra og skipulagðara starfi“ ÍBV Íþróttafélag fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðlegri athöfn föstudaginn 8. apríl þegar […]

Vestmannaeyjabær afhendir ÍBV nýja leikmannaaðstöðu við Hásteinsvöll til afnota

Nýir búningsklefar og önnur aðstaða leikmanna og starfsfólks knattspyrnuleikja í áhorfendastúkunni við Hásteinsvöll, verður til sýnis í dag föstudaginn 8. apríl frá kl. 16:00-18:00.  Með nýju húsnæði fyrir knattspyrnulið, leikmenn og starfsfólk, verður liðsaðstaðan öll til fyrirmyndar, með nútímalegum aðbúnaði og horft til framtíðar. Í nýrri aðstöðu eru m.a. rúmgóðir búningslefar, góð sturtuaðstaða, heitir pottar, […]

Opna hermamót Ísfélagsins

Golfklúbbur Vestmannaeyja opnaði nýlega frábæra innanhúsaðstöðu til að spila golf við bestu mögulegu aðstæður. Ísfélag Vestmannaeyja kynnir nú fyrsta opna golfmótið í golfhermum. Allir golfarar eru hvattir til að taka þátt. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag, leikreglur og skráningu má finna hér: https://www.isfelag.is/is/page/golf (meira…)

Tvenna í kvöld

Það er að síga á seinnihlutann á handboltatímabilinu og styttast í úrslitakeppni. Í kvöld fara fram næstsíðasti heimaleikur kvennaliðsins og sá síðasti hjá karlaliðinu fyrir úrslitakeppni. Kvennaliðið byrjar klukkan 17.30 þegar stelpurnar taka á móti botnliði Aftureldingar. Klukkan 19.30 verður flautað til leiks ÍBV og Gróttu í Olís-deild karla. Gróttustrákar sitja í 9. sæti deildarinnar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.