Hanna Kallmaier framlengir við ÍBV

Hanna Kallmaier mun leika með ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á næstu leiktíð en hún hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. Hönnu þekkja flestir í Vestmannaeyjum en hún hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV síðustu tvö leiktímabil. Hanna sem er 27 ára […]
Góður árangur Taflfélags Vestmannaeyja á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2021-2022 fór fram í Egilshöll-Fjölnishöll í Grafarvogi helgina 30. sept.- 3. október sl. Síðari hluti mótsins fer fram á sama stað í mars 2022. Keppt var í 5. deildum, þe. úrvalsdeild og 1.-4. deild. Alls tóku 49 skáksveitir þátt í mótinu og voru sex keppendur í hverri sveit, en átta í úrvalsdeild. […]
ÍBV tekur á mót KA

ÍBV strákarnir í handboltanum taka á móti KA í dag klukkan 16:00 í íþróttamiðstöðinni. Búast má við hörku leik en liðin sitja í öðru og þriðjasæti bæði með fullt hús stiga eftir tvo leiki. (meira…)
Eyjablikksmótið fer fram um helgina

Það er nóg um að snúast hjá handknattleiksdeild ÍBV þessa dagana en Eyjablikksmótið verður haldið í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. október. Mótið er fyrsta mót af Íslandsmótum vetrarins hjá 5.flokkum eldri, karla og kvenna. Von er á u.þ.b. 350 iðkendum á mótið, 39 lið frá 13 félögum og leikirnir verða 81 talsins. Leikið er frá 15:20 á […]
Elísa, Harpa Valey og Sunna mæta Svíum

Stelpurnar okkar flugu í morgun með Icelandair á leið sinni til Eskiltuna í Svíþjóð. Landsliðið leikur þar gegn Svíþjóð á fimmtudaginn og hefst leikurinn kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Liðið heldur svo heim á leið á föstudaginn og mæta Serbíu á Ásvöllum á sunnudaginn. ÍBV á þrjá fulltrúa í 16 […]
Penninn á lofti hjá stelpunum

Átta ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir samning við ÍBV í vikunni sem leið. Þessar stelpur hafa komið upp alla yngri flokka ÍBV og eru miklar vonir bundnar við þær næstu ár eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Stelpurnar eru Berta Sigursteinsdóttir, Helena Jónsdóttir, Inga Dan Ingadóttir, Ragna Sara Magnúsdóttir, Selma Björt […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla fer fram í dag, sunnudaginn 3.október þegar FH-ingar koma í heimsókn. Um er að ræða leik í 5. umferð Íslandsmótsins sem hefur verið flýtt vegna þátttöku FH í Evrópukeppni. (meira…)
Trausti Hjalta og Ingi Sig í bráðabirgðastjórn KSÍ

Aukaþing KSÍ fór fram á Hilton Nordica í Reykjavík í gær. Á aukaþinginu var sjálfkjörin bráðabirgðastjórn og formaður sem sitja fram að ársþingi KSÍ í febrúar. Í stjórninni tóku sæti Eyjamennirnir Ingi Sigurðsson og Trausti Hjaltason en Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ og starfar hún til bráðabirgða fram að 76. ársþingi KSÍ. Ný stjórn […]
Elísa, Harpa Valey og Sunna í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna verkefna stelpnanna okkar í undankeppni EM 2022. Landsliðið hefur leik í undankeppninni á móti Svíþjóð þar ytra 7. október og á Ásvöllum á móti Serbíu 10. október nk. Báðir leikir stelpnanna okkar verða í beinni útsendingu á RÚV. A landsliðs kvenna: Markverðir: […]
Lokahóf KFS

KFS frá Vestmannaeyjum hélt lokahóf sitt í gær þar sem flottu tímabili í 3. deild var fagnað. KFS endaði í 6. sæti með 34 stig eftir ótrúlegan lokakafla þar sem liðnu tókst að vinna 6 af síðustu 7 leikjunum. Þeir sem fengu verðlaun: Leikmaður ársins: Ásgeir Elíasson Markakóngur: Ásgeir Elíasson Efnilegastur: Elmar Erlingsson Mestu framfarir: Víðir […]