Hanna Kallmaier framlengir við ÍBV

Hanna Kallmaier mun leika með ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á næstu leiktíð en hún hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. Hönnu þekkja flestir í Vestmannaeyjum en hún hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV síðustu tvö leiktímabil. Hanna sem er 27 ára […]

Góður árangur Taflfélags Vestmannaeyja á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2021-2022 fór fram í Egilshöll-Fjölnishöll í Grafarvogi helgina 30. sept.- 3. október sl. Síðari hluti mótsins fer fram á sama stað í mars 2022. Keppt var í 5. deildum, þe. úrvalsdeild og 1.-4. deild. Alls tóku 49 skáksveitir þátt í mótinu og voru sex keppendur í hverri sveit, en átta í úrvalsdeild. […]

ÍBV tekur á mót KA

ÍBV strákarnir í handboltanum taka á móti KA í dag klukkan 16:00 í íþróttamiðstöðinni. Búast má við hörku leik en liðin sitja í öðru og þriðjasæti bæði með fullt hús stiga eftir tvo leiki. (meira…)

Eyjablikksmótið fer fram um helgina

Það er nóg um að snúast hjá handknattleiksdeild ÍBV þessa dagana en Eyjablikksmótið verður haldið í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. október. Mótið er fyrsta mót af Íslandsmótum vetrarins hjá 5.flokkum eldri, karla og kvenna. Von er á u.þ.b. 350 iðkendum á mótið, 39 lið frá 13 félögum og leikirnir verða 81 talsins. Leikið er frá 15:20 á […]

Elísa, Harpa Valey og Sunna mæta Svíum

Stelpurnar okkar flugu í morgun með Icelandair á leið sinni til Eskiltuna í Svíþjóð. Landsliðið leikur þar gegn Svíþjóð á fimmtudaginn og hefst leikurinn kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Liðið heldur svo heim á leið á föstudaginn og mæta Serbíu á Ásvöllum á sunnudaginn. ÍBV á þrjá fulltrúa í 16 […]

Penninn á lofti hjá stelpunum

Átta ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir samning við ÍBV í vikunni sem leið. Þessar stelpur hafa komið upp alla yngri flokka ÍBV og eru miklar vonir bundnar við þær næstu ár eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Stelpurnar eru Berta Sigursteinsdóttir, Helena Jónsdóttir, Inga Dan Ingadóttir, Ragna Sara Magnúsdóttir, Selma Björt […]

Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla fer fram í dag, sunnudaginn 3.október þegar FH-ingar koma í heimsókn. Um er að ræða leik í 5. umferð Íslandsmótsins sem hefur verið flýtt vegna þátttöku FH í Evrópukeppni. (meira…)

Trausti Hjalta og Ingi Sig í bráðabirgðastjórn KSÍ

Aukaþing KSÍ fór fram á Hilton Nordica í Reykjavík í gær. Á aukaþinginu var sjálfkjörin bráðabirgðastjórn og formaður sem sitja fram að ársþingi KSÍ í febrúar. Í stjórninni tóku sæti Eyjamennirnir Ingi Sigurðsson og Trausti Hjaltason en Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ og starfar hún til bráðabirgða fram að 76. ársþingi KSÍ. Ný stjórn […]

Elísa, Harpa Valey og Sunna í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna verkefna stelpnanna okkar í undankeppni EM 2022. Landsliðið hefur leik í undankeppninni á móti Svíþjóð þar ytra 7. október og á Ásvöllum á móti Serbíu 10. október nk.  Báðir leikir stelpnanna okkar verða í beinni útsendingu á RÚV. A landsliðs kvenna:  Markverðir: […]

Lokahóf KFS

KFS frá Vestmannaeyjum hélt lokahóf sitt í gær þar sem flottu tímabili í 3. deild var fagnað. KFS endaði í 6. sæti með 34 stig eftir ótrúlegan lokakafla þar sem liðnu tókst að vinna 6 af síðustu 7 leikjunum. Þeir sem fengu verðlaun: Leikmaður ársins: Ásgeir Elíasson Markakóngur: Ásgeir Elíasson Efnilegastur: Elmar Erlingsson Mestu framfarir: Víðir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.