Lina Cardell áfram hjá ÍBV 

Handknattleikskonan Lina Cardell, sem kom til ÍBV á láni í janúar frá Savehof í Svíþjóð, hefur gert nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Lina er öflugur örvhentur hornamaður sem kom vel inn í liðið og lék frá áramótum og út tímabilið. “Við erum ánægð að hafa tryggt okkur krafta Linu áfram en það er […]

Grindvíkingar í heimsókn á Hásteinsvelli

Það verður sannkallaður stórleikur sem fer fram á Hásteinsvelli í dag klukkan 18:00, þegar ÍBV fær Grindavík í heimsókn. Liðin eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsí Max deildina. ÍBV strákarnir eru í öðru sæti með 23 stig en Grindavík er í því fjórða með 20 stig. Tveir aðrir leikir fara fram […]

Handboltastelpurnar fara til Grikklands

Rétt í þessu var að klárast dráttur í Evrópukeppnir EHF. Alls voru 50 lið í pottinum og þar á meðal Kvennalið ÍBV í EHF European Cup. Stelpurnar drógust gegn AC Paoc frá Grikklandi. Ljóst er að um verðugan andstæðing er að ræða en liðið er tvöfaldur meistari í sínu heimalandi síðustu þrjú ár. Liðið komst […]

Íslandsmót eldri kylfinga í Vestmannaeyjum

Íslandsmót eldri kylfinga 2021 hófst í dag í Vestmannaeyjum en mótinu lýkur á laugardag. Mikill áhugi er á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því. Samkvæmt reglugerð Íslandsmóts eldri kylfinga er hámarksfjöldi keppenda 150, þar af 108 í flokkum 50 ára og eldri (54 karlar og 54 konur) […]

Toppslagur hjá strákunum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir liði Fram í dag í 12. umferð Lengjudeildarinnar á Framvellinum. Framliðið hefur haft algera yfirburði í deildinni í sumar og unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli og situr í toppsætinu með 31 stig. ÍBV er í öðru sæti með 22 stig en þar á eftir er lið Kórdrengja með […]

Darija fer til Stjörnunnar

Markvörðurinn Darija Zečević hefur skrifað undir 2 ára samning við Stjörnuna. Hún kemur frá ÍBV þar sem hún hefur verið undanfarin 2 ár. Frá þessu er greint á facebook síðu stjörnunnar í gær. Darija er 23 ára og er frá Svartfjallalandi, hún hefur spilað með öllum yngri landsliðum Svartfjallalands. Darija tók þátt í öllum leikjum […]

Ísak Andri til ÍBV

Knattspyrnulið ÍBV hefur fengið Ísak Andra Sigurgeirsson lánaðan frá Stjörnunni. Hann verður hjá liðinu út tímabilið í Lengjudeildinni. “Ekki nóg með það að Ísak sé gríðarlega efnilegur kantmaður, sem hefur spilað með U-16 Íslands, þá er hann ættaður úr Eyjum og þekkir hér vel til. Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði og þjálfurum með að […]

Jafntefli stúlknanna á Akureyri

Þór/KA ÍBV

Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag. Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en […]

Jeffsy þjálfar kvennalið ÍBV

Í dag skrifaði Ian David Jeffs undir samning við ÍBV sem felur í sér að hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu út yfirstandandi tímabil. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa mann með stórt ÍBV-hjarta líkt og Ian og þökkum við knattspyrnuráði karla, Helga Sig […]

Tap á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV mætti Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli nú fyrr í kvöld. Um var að ræða leik í 11. umferð deildarinnar. Hegi Sigurðsson refldi fram sama byrjunarliði og í síðasta leik, sem var 1-0 útisigur gegn Þrótti, en fyrir leikinn í kvöld hafði ÍBV liðið sigrað fimm leiki í röð. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.