Eyjamenn sigruðu á Ísafirði

Lið ÍBV gerði góða ferð vestur á Ísafjörð í dag þar sem liðið sigraði Vestra 3-0. Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir með stórkostlegu skoti frá miðju og Sito bætti svo við tveimur mörkum. ÍBV situr nú í öðru sæti í Lengjudeildinni. (meira…)
ÍBV leikur á Vestfjörðum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta leikur við Vestra á Ísafirði í dag. Leikurinn hefst kl. 14.00 og hægt er að horfa á leikinn með því að kaupa aðgang á lengjudeildin.is. Búast má við spennandi leik en einungis munar einu stigi á liðunum, ÍBV er í fjórða sæti með 13 stig en Vestri er í því sjötta […]
Hrafnhildur Hanna hlaut háttvísisverðlaunin og Sunna var valin besti varnarmaðurinn

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna 2021 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – ÍBV Háttvísisverðlaun HDSÍ karla […]
Mjólkurbikarinn rúllar áfram

Bæði karlalið ÍBV og KFS verða í eldlínunni í dag þegar leikið verðu í Mjólkurbikarnum. ÍBV heimsækir ÍR í Breiðholti. ÍR situr í fjórðasæti 2. deildar. KFS tekur á móti Víkingi frá Ólafsvík á Hásteinsvelli. Víkingar sitja í 12 og neðsta sæti Lengjudeildar en KFS situr í sama sæti í 3. deild og því ljóst […]
Elísa og Ívar Logi fengu Fréttabikarinn – myndir

Það var glatt á hjalla í Akóges þegar lokahóf hanknattleiksdeildar ÍBV fór fram. Veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins. Fréttabikarinn hlutu þau Elísa Elíasdóttir og Ívar Logi Styrmisson en það voru þau Marta Wawrzynkowska og Hákon Daði Styrmisson sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu. Mfl.karla: […]
Janusar verkefninu framlengt

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 6. máli 265. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti að taka tilboði frá Janusi-heilsueflingu um áframhald á samstarfssamningi um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið; Fjölþætt heilsuefling 65 plús í Vestmannaeyjum. Óskað var eftir samþykki bæjarráðs […]
Svavar tekur við kvennaliði Selfoss

Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi. Frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í gær. Svavar, sem er 48 ára gamall, hefur bæði spilað með og þjálfað ÍBV. Hann var leikmaður liðsins frá 1990-2006 með tveggja ára viðkomu á meginlandinu, í FH. Hann þjálfaði meistaraflokk ÍBV karla frá 2008-2010 og meistaraflokk […]
3. flokkur Íslandsmeistarar

ÍBV er Íslandsmeistari 3.fl kvenna eftir sigur á Haukum 32 – 29 á úrslitadegi yngri flokka sem HSÍ hélt í Mosfellsbæ í gær. Rósa Kristín Kemp var valin maður leiksins en hún skoraði 12 mörk í dag fyrir Hauka. Þjálfarar stelpnanna eru Hilmar Ágúst Björnsson og Sigurður Bragason. (meira…)
Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker

Rúnar Gauti Gunnarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í snóker í flokki leikmanna 21 árs og yngri. Rúnar Gauti vann Brynjar Hauksson 2:0 en mótið var haldið á Billiardbarnum í Reykjavík. Auk bikars, fékk Rúnar Gauti glæsilegan Woods snókerkjuða í sigurverðlaun. Þrátt fyrir mikinn snókeráhuga í Vestmannaeyjum er hægt að telja Íslandsmeistaratitlana á fingrum annarrar […]
ÍBV semur við serbneska landsliðskonu

Handknattleiksdeild ÍBV hefur gengið frá samkomulagi og skrifað undir 2 ára samning við Mariju Jovanovic sem mun leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabilum. Marija er 26 ára serbneskur leikmaður, hávaxin og mjög öflug á báðum endum vallarins. Marija hefur leikið undanfarin ár með ZORK Jagodina í Serbíu en þær urðu serbneskir meistarar á dögunum. […]