Íþróttaskóli ÍBV og HKK

Íþróttaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn föstudaginn langa 18. apríl og laugardaginn 19. apríl milli kl 13:00-14:00 báða dagana. Íþróttaskólinn er fyrir krakka fædda 2019, 2020 og 2021. Allir þátttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 3.500 kr. Stjórnendur skólans verða leikmenn og þjálfarar mfl. kvenna. Skráningafrestur er til 7 apríl og þau […]
Tilvalin sumargjöf

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna 14. – 16. apríl nk. en þá verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum. Styrktaraðilar skólans eru Heildverslun Karls Kristmanns sem og Vestmanneyjabær. Í tilkynningu frá ÍBV segir […]
Aglow samvera í kvöld

Apríl Aglow samveran verður í kvöld 2. apríl kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Það styttist í páska og verður hátíðlegra yfirbragð yfir fundinum. Við munum eiga gott samfélag saman, byrjum með góðum veitingum, syngum saman og heyrum uppörvandi boðskap. Þóranna M. Sigurbergsdóttir talar til okkar, hún dvaldi í Keníu í janúar og febrúar og fór […]
Ítalskt kvöld á Einsa

Laugardaginn 22. mars verður sannkallað ítalskt skemmtikvöld ásamt ítalskri matarupplifun þar sem Einsi & hans fólk mun töfra fram ítalska rétti með ítölsku hráefni. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja ítölsk sönglög frá ýmsum tímum ásamt spjalli um sögu og uppruna þeirra. Það verður farið inn í heitar tilfinningar ítalskra vonbiðla, […]
Tónleikunum seinkað vegna leiks Íslands og Króatíu

Tónleikarnir „Við sem heima sitjum“ í Eldheimum byrja kl. 21:00 í kvöld eða strax eftir handboltaleikinn. Á tónleikunum ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol […]
Þrettándagleðin – dagskrá

Framundan er þrettándagleðin sem nær hámarki með þrettándagleði ÍBV sem haldin er annað kvöld. Dagskráin stendur hins vegar yfir frá föstudegi til sunnudags. Hér að neðan má kynna sér dagskrána. Föstudagur 3. janúar 14:00 – Hið árlega grímuball Eyverja verður á sínum stað, miðaverð er 500 kr. Jólasveinar mæta og gefa börnunum glaðning. Verðlaun verða veitt fyrir […]
Grímuball Eyverja

Árlegt grímuball Eyverja verður haldið í Höllinni á morgun föstudag. Ballið hefst kl. 14 og munu jólasveinar mæta á svæðið, dansa með börnunum og hafa gaman. Veitt verða verðlaun fyrir búninga og jólasveinar munu gefa öllum börnum glaðning að loknu balli. Miðaverð er 500 kr. (ath. ekki er posi á staðnum), segir í tilkynningu frá […]
Jólapílan á laugardag

Hin árlega jólapíla Kiwanis, pílumót Hárstofu Viktors, fer fram laugardaginn 28. desember í Kiwanissalnum. Glæsileg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin sem og stemningsverðlaun fyrir flottustu treyjurnar. Hægt er að skrá sig hér. Mæting kl. 12 á laugardag og mótið hefst 12.30. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum en forskráning auðveldar skipulag mótsins, […]
Fótboltaskóli ÍBV hefst á föstudaginn

Fótboltaskóli ÍBV hefst næstkomandi föstudag. Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu. Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember. – 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn). – 4.fl og 5.fl. karla og kvenna […]
Ein af undirstöðum atvinnurekstrar í Eyjum

Vinnslustöðin hefur í áraraðir hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. „Það er ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Vinnslustöðin hefur verið ört stækkandi félag sem hefur undanfarin ár leitast við að styrkja stöðu sína á afurðamörkuðum með eigin söluneti, sem vel hefur reynst. Það hefur styrkt stöðu þess sem ein af […]